Tíminn - 16.01.1977, Side 29

Tíminn - 16.01.1977, Side 29
Sunnudagur 16. janúar 1977 29 »RF FYRIR RFSEMI æmdastjóra UMSS og 'ni Sigurpálsson að hefja keppni á héraðsmóti f sundi. Seyluhreppi. Ýmsar hugmyndir eru á lofti um á hvern hátt þess- ara timamóta verði minnzt. Meðal annars hefur verið rætt um, að meistaraflokkur Vals i knattspynru komi til Sauðár- króks og leiki við Tindastól, og likur eru á, að ekki liði á löngu þar til Fram fær sinn iþrótta- völl. Verið er að undirbúa teikn- ingar að þeim velli og honum hefur verið valinn staður nálægt Miðgarði. Félögin eiga að standa fyrir æsku- lýðsstarfi Guðmundur sagði það sina skoðun, að þaö væru félögin sjálf, sem ættu að standa fyrir öllu æskulýðs- og tómstunda- starfi, en til þess ættu þau að njóta stuðnings opinberra aðila. Þvi kvaðst hann leggja aðalá- herzluna á það sem æskulýðs- fulltrúi Sauðárkróks, að aðstoða hin frjálsu félög sem mest, þvi þannig yrði mestur árangur af sinu starfi. — Það þarf oft aðeins að ýta við félögunum, til þess að þau stórauki sitt starf, og einnig nægir oft að veita þeim örlitinn stuðning við ákveðin verkefni, sagði Guðmundur. Það er mikill áhugi hjá krökkunum hér á Sauðárkróki á aö koma upp æskulýðsheimili. Þau höfðu aðstöðu i gamla sjúkrahúsinu fyrir þá starfsemi, en til þess að þá aðstöðu sé hægt aö nota áfram verður að bæta ýmsa hluti, en þó er mikill áhugi hjá unglingunum á að vinna sjálf að þessu og ég vona, aö hægt verði að hef jast handa inn- an tiðar. En mitt starf hér hjá Sauðár- króksbæ á ekki að vera ein- göngu að sinna æskunni. Mér er ætlað að sinna tómstundaiðju fólks almennt, svo það er ljóst, aö næg verkefni eru framundan. Skíöalyfta í hlíðum Tindastóls Að lokum gat Guðmundur þess, að nú hefði Lionsklúbbur Sauðárkróks haft forgöngu um að safna fé til kaupa á skiða- lyftu, og hefði hún verið keypt til landsins á nafni ungmennafé- lagsins Tindastóls. Nú er búið að koma lyftunni fyrir i hliðum Tindastóls við túnjaðarinn að Heiði i Gönguskörðum, en þetta er frönsk skiðalyfta af Schipp- ers gerð. Sams konar lyfta hefur verið notuð hjá skiðaskólanum i Kerlingarfjöllum og reynzt þar ágætlega. Guðmundur sagði að menn hefðu mikinn áhuga að láta þó ekki staðar numið, þótt lyftan væri komin upp. Heldur væri nú hugað að þvi að reisa þar hús- næði, þvi ekki væri nema hálft gagn af þessu mannvirki nema gera það. Keppt i 100 m. hlaupi á grasvellinum á Sauðárkróki. Þor-valdCr Þórs, Guömundur Guömundsson og Jón Friöriksson keppa. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN HJÚ KRUN ARDEILD ARST JÓ RI óskast að endurhæfingar- og bæklunarlækningadeild spitalans frá 1. april n.k. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að skila til hjúkrunarforstjóra spital- ans fyrir 1. febrúar n.k. HJÚ KRUN ARFRÆÐIN GUR óskast til starfa á svæfingardeild spitalans (recovery á fæðingard.) i hálft starf nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri spitalans. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa á gjörgæzludeild, Barna- spitala Hringsins, og hjúkrunar- deild, Barnaspitala Hringsins, og hjúkrunardeildarnar við Hátún. Vinna hluta úr fullu starfi svo og einstakar vaktir koma til greina. Einnig vinna eingöngu á morgun-, kvöld- eða næturvöktum. Upplýs- ingar veitir hjúkrunarforstjórinn, simi 24160- Reykjavik 14. janúar 1977. SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA EIRIKSGÖTU 5.SÍM111765 Utboð Kröflunefnd óskar eftir tilboðum i smiði 5 ibúðarhúsa við Skútuhraun i Mývatns- sveit. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Kröflunefndar, Strandgötu 1, Akureyri, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Opnun tilboða fer fram á sama stað 21. febrúar n.k. kl. 14. Aðrar upplýsingar gefnar i sima 22621. Kröflunefnd Akureyri Eitt þekktasta merki á Norðurlöndum ístnvrjBK batterbi RAF- GEYMAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymurr — 6 og 12 volta — jafnan fyrirliggjandl Einnig Sönnak hleðslutæki l_Jv' ARMULA 7 - SIMI 84450 Styrkur til háskólanáms i Sviþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islendingi til háskólanáms i Sviþjóð námsáriö 1977-1978. Styrkurinn miðast við átta mánuða námsdvöl og nemur styrkfjár- hæðin s. kr. 1.555 á mánuði. Umsóknir um styrk þennan skulu sendar menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 5. mars n.k. og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meömælum. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 13. janúar 1977.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.