Fréttablaðið - 23.01.2006, Page 19

Fréttablaðið - 23.01.2006, Page 19
MÁNUDAGUR 23. janúar 2006 3 Settu fagmenn í málið... Vantar þig rafvirkja? Ertu að breyta eða byggja? Við tökum að okkur: - Raflagnir í nýbyggingum. - Breytingar og viðhald á hvers kyns raflögnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. - Sérhæfum okkur í raflögnum skrifstofuhúsnæða. - Tökum að okkur að leggja loftnetslagnir, símalagnir og tölvulagnir. - Veitum ráðgjöf við val á raflagnaefni t.d ljósum og innlagnaefni. Við veitum góða þjónustu á verði sem kemur þægilega á óvart. Rafvirkjar Reykjavíkur Sími: 511-2555 • www.rar.is RAFVIRKJAR.R 3X20 557962 Elías Jón Guðjónsson er for- maður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þegar hann er inntur eftir uppáhaldsbyggingu sinni var svarið Sundhöll Reykja- víkur. Auk þess að gleðja Elías gegnir hún einnig mjög prakt- ísku hlutverki í lífi hans þessa dagana. „Sundhöllin í Reykjavík er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hún miklu skemmtilegri en þessar nýju sundlaugar,“ segir Elías. Honum finnst einnig að stemningin, klef- arnir og sundhöllin sjálf geri það að verkum að það sé skemmtilegt að fara í sund, jafnvel þó að ekki sé farið nema í sturtu og aðeins í pottinn. Baðherbergi Elíasar er í tíma- bundnu verkfalli og á meðan sér Sundhöllin um að Elías komi ekki illa lyktandi í skólann. Af þeim sökum er hann búinn að vera fasta- gestur í Sundhöllinni síðan í sept- ember. „Ég reyni að koma við og fara í sturtu á hverjum degi, nema ég sé að fara í aðra líkamsrækt. Svo fer ég í pottinn eins og tíminn leyf- ir,“ segir Elías. „Í pottunum í sund- höllinni er líka svo skemmtilegt fólk og þar fara fram skemmtilegar umræður,“ segir Elías enn fremur. „Það geta allir tekið þátt í umræð- unum og enginn er útilokaður. Það eru engar klíkur.“ Það verður nóg að gera hjá Elíasi á næstu misserum. Eins og kunnugt er komst Háskólalistinn í sögulega oddastöðu eftir síðustu kosningar innan Háskóla Íslands og þrátt fyrir að vera fámennari en bæði Röskva og Vaka féll for- mannsstóllinn honum í skaut. Það er ekki auðvþelt að sætta og miðla málum milli Röskvu og Vöku en hann reynir sitt besta jafnframt því sem heldur hann áfram námi sínu í stjórnmálafræði. tryggvi@frettabladid.is Sundhöllin heldur mér hreinum Elías Jón Guðjónsson á bakkanum í Sundhöll Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. Húnar og höldur Þegar skipta þarf um húna eða höldur á skáp- um eða hurðum þarf að sýna örlitla fyrirhyggju áður en ráðist er í verkið. Viljir þú losna við miklar framkvæmdir þegar þú skiptir um húna er best að hafa nýju húnana í sömu stærð og þá gömlu og muna að taka gamla húninn með í búðina svo að öruggt sé að rétt stærð á nýjum húni verði valin. Sértu að koma fyrir höldum eða húnum á nýjum stað á innréttingunni, eða í annarri stærð, skaltu alltaf bora í hurðina eða skúff- urnar að framan. Við borunina getur viðurinn rótast upp, en það viljum við ekki láta sjást á framhliðinni. Mældu og mátaðu hvar þú ætlar að bora áður en þú leggur til atlögu. Ræsi og þak- rennur Nú er vætutíð þar sem rigning dynur yfir öllu alla daga með tilheyrandi vatnselgi. Því er ekki úr vegi að athuga vel að ræsi og niðurföll í grennd við hús séu ekki stífluð eða að leysingasnjór eða annað hindri að vatn geti runnið sína leið. Þegar skiptist á með frosti og leysingum geta þakrennur einnig stíflast og því ágæt regla að athuga reglulega hvort ekki streymi eðli- lega úr þeim. til umhugsunar }

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.