Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 23. janúar 2006 3 Settu fagmenn í málið... Vantar þig rafvirkja? Ertu að breyta eða byggja? Við tökum að okkur: - Raflagnir í nýbyggingum. - Breytingar og viðhald á hvers kyns raflögnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. - Sérhæfum okkur í raflögnum skrifstofuhúsnæða. - Tökum að okkur að leggja loftnetslagnir, símalagnir og tölvulagnir. - Veitum ráðgjöf við val á raflagnaefni t.d ljósum og innlagnaefni. Við veitum góða þjónustu á verði sem kemur þægilega á óvart. Rafvirkjar Reykjavíkur Sími: 511-2555 • www.rar.is RAFVIRKJAR.R 3X20 557962 Elías Jón Guðjónsson er for- maður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þegar hann er inntur eftir uppáhaldsbyggingu sinni var svarið Sundhöll Reykja- víkur. Auk þess að gleðja Elías gegnir hún einnig mjög prakt- ísku hlutverki í lífi hans þessa dagana. „Sundhöllin í Reykjavík er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hún miklu skemmtilegri en þessar nýju sundlaugar,“ segir Elías. Honum finnst einnig að stemningin, klef- arnir og sundhöllin sjálf geri það að verkum að það sé skemmtilegt að fara í sund, jafnvel þó að ekki sé farið nema í sturtu og aðeins í pottinn. Baðherbergi Elíasar er í tíma- bundnu verkfalli og á meðan sér Sundhöllin um að Elías komi ekki illa lyktandi í skólann. Af þeim sökum er hann búinn að vera fasta- gestur í Sundhöllinni síðan í sept- ember. „Ég reyni að koma við og fara í sturtu á hverjum degi, nema ég sé að fara í aðra líkamsrækt. Svo fer ég í pottinn eins og tíminn leyf- ir,“ segir Elías. „Í pottunum í sund- höllinni er líka svo skemmtilegt fólk og þar fara fram skemmtilegar umræður,“ segir Elías enn fremur. „Það geta allir tekið þátt í umræð- unum og enginn er útilokaður. Það eru engar klíkur.“ Það verður nóg að gera hjá Elíasi á næstu misserum. Eins og kunnugt er komst Háskólalistinn í sögulega oddastöðu eftir síðustu kosningar innan Háskóla Íslands og þrátt fyrir að vera fámennari en bæði Röskva og Vaka féll for- mannsstóllinn honum í skaut. Það er ekki auðvþelt að sætta og miðla málum milli Röskvu og Vöku en hann reynir sitt besta jafnframt því sem heldur hann áfram námi sínu í stjórnmálafræði. tryggvi@frettabladid.is Sundhöllin heldur mér hreinum Elías Jón Guðjónsson á bakkanum í Sundhöll Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. Húnar og höldur Þegar skipta þarf um húna eða höldur á skáp- um eða hurðum þarf að sýna örlitla fyrirhyggju áður en ráðist er í verkið. Viljir þú losna við miklar framkvæmdir þegar þú skiptir um húna er best að hafa nýju húnana í sömu stærð og þá gömlu og muna að taka gamla húninn með í búðina svo að öruggt sé að rétt stærð á nýjum húni verði valin. Sértu að koma fyrir höldum eða húnum á nýjum stað á innréttingunni, eða í annarri stærð, skaltu alltaf bora í hurðina eða skúff- urnar að framan. Við borunina getur viðurinn rótast upp, en það viljum við ekki láta sjást á framhliðinni. Mældu og mátaðu hvar þú ætlar að bora áður en þú leggur til atlögu. Ræsi og þak- rennur Nú er vætutíð þar sem rigning dynur yfir öllu alla daga með tilheyrandi vatnselgi. Því er ekki úr vegi að athuga vel að ræsi og niðurföll í grennd við hús séu ekki stífluð eða að leysingasnjór eða annað hindri að vatn geti runnið sína leið. Þegar skiptist á með frosti og leysingum geta þakrennur einnig stíflast og því ágæt regla að athuga reglulega hvort ekki streymi eðli- lega úr þeim. til umhugsunar }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.