Fréttablaðið - 23.01.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 23.01.2006, Síða 22
 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR6 Magnús Þórðarson, bygginga- meistari og matsmaður að mennt, ráðleggur kaupendum fasteigna að leita sér hjálpar við fasteignaskoðun. Margir gefa sér ekki tíma til að skoða ástand fasteignar nægilega og sitja svo í reikningasúpunni. Magnús Þórðarson starfar sem matsmaður fasteigna og segir hann marga kaupendur flaska á því að kaupa eign sem ekki sé í góðu ástandi. „Kaupendur í dag eru ekki þjálfaðir til að skoða hús,“ segir Magnús. „Í dag þarf sérþjálfun í þetta. Stundum sé ég hreinlega á útidyrahurðinni hvort allt sé í kaosi inni. Kaupandi getur heldur ekki búist við því að seljandi láti honum í té allar þær upplýsingar sem hann þarf að vita. Seljandinn reynir að fá það sem hann getur fyrir eignina.“ Í lögum er tilgreint hvað telst til leyndra galla í fasteignum. Hins vegar verða kaupendur að gera sér grein fyrir því að það er á þeirra ábyrgð að kanna ástand eignar. Allir gallar eða viðgerðir sem þarf að sinna sem ekki teljast til leyndra galla lendir á kaupenda. „Þegar fólki finnst það sjá góða eign þá slökknar á öllum viðvörunarkerf- um,“ segir Magnús. „Fólk vill bara þessa tilteknu eign og situr svo í súpunni. Margir lenda í því að fá stóra skelli og háa bakreikninga.“ Magnús segir það fara eftir aldri húsa hverju nauðsynlegt sé að huga að áður en eignin er keypt. Í eldri húsum sem byggð eru upp úr 1960 er nauðsynlegt að athuga vel skólplagnir og dren. „Fólk á að láta mynda skólplagnir. Það er bráð- nauðsynlegt, sérstaklega í eldri húsum. Gömul hverfi eru oft með mjög slæmar skólplagnir,“ segir Magnús. Einnig ráðleggur Magnús fólki að skoða vel hús að utanverðu, sérstaklega þau sem byggð eru á alkalí-tímanum frá 1960 til 1980. Alkalískemmdir eru mjög algengar í þessum húsum. „Í mörgum tilfell- um er búið að klæða þetta af en ef ekki þá þarf að gæta vel að öllum útveggjum,“ segir Magnús. „Eldri hús sem eru byggð í kringum 1920 eru mörg hver í mjög slæmu ástandi. Ég vil kalla þau dúfnakofa því þetta eru varla mannabústaðir en þetta er selt fyrir morðfjár. Í þeim tilfellum ráðlegg ég kaupend- um að leita sér hjálpar. Alls ekki gera tilboð í svo gamla eign án þess að láta skoða hana áður.“ Magnús segir nauðsynlegt fyrir kaupendur að fá greinargóðar upp- lýsingar frá matsmanni sem getur leitt þá í sannleikann um stöðu eignarinnar. Auðvitað fylgir því kostnaður að fá matsmann, en sá kostnaður er smávægilegur miðað við þau verðmæti sem eru í húfi. Nánari upplýsingar má finna á www.mat.is. johannas@frettabladid.is Ekki kaupa dúfnakofa Áður en tilboð er gert í fasteign er nauðsynlegt að láta meta húsið bæði að utan sem innan. Sérstaklega eldri hús og hús sem byggð eru á alkalítímanum. Með því að láta fagmenn skoða eign getur kaupandi verið viss um að fá allar þær upplýsingar sem hann þarf um ástand eignarinnar. Að auki hefur matskoðun í sumum tilfellum leitt til þess að kaupendur hafa getað lækkað söluverðið. Magnús Þórðarson, byggingameistari og matsmaður, telur fólk ofmeta hæfileika sína til að skoða ástand íbúða. Í mörgum tilfellum getur það haft fjárhagslega slæmar afleiðingar að kaupa fasteign án þess að láta fagmann meta hana áður. VALSHEIÐI - GLÆSIHÚS - HVERAG. Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr. Sjónvarpsherbergi og fjögur svefnherbergi eitt með fataherbergi og baðherbergi inn af. Björt stofa og borð- stofa með mikilli lofthæð. Húsið er til afhendingar í vor til- búið undir tréverk að innan og fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð. Verð 37 millj. BIRTINGAKVÍSL - ENDAHÚS Mjög vandað endaraðhús á tveim hæðum með innbyggð- um bílskúr. Þrjú svefnh. með skáp, flísalagt baðh., for- stofa með skáp, hol og þvottherbergi með útgang á lóð á neðri hæð. Rúmgott herbergi með skáp, salerni, eldhús, björt og góð stofa og borðstofa á efri hæð. Náttúrustein, flísar og parket á gólfum. Hiti í stéttum. Verð 36,7 millj. SKÁLAGERÐI - ENDA ÍBÚÐ Vorum að fá í sölu mjög góða 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi á tveim hæðum. Gott eldhús með snyrtilegri innréttingu og baðherbergi með kari. Tvö góð herbergi með skápum og stofa með útgang á baklóð. KEILUGRANDI - BÍLSKÝLI Mjög góða 2ja herbergja íbúð á 3. hæð með sér stæði bílageymslu. Fallegt eldhúsa og björt stofa með útgang á suðvestur svalir. Rúmgott baðherbergi og gott svefnher- bergi með skáp. Flísar og parket á gólfum. Verð 14,9 millj. Vallarhús - Raðhús Mjög gott enda raðhús á tveim hæðum innst í botnlanga. Neðri hæð skiptist í forstofa, hol, salerni, eldhús þvottaherbergi og stofa með útgang á lóð. Efri hæð skiptist í gang, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Yfir efri hæð er innréttað þakher- bergi. Ákv. 18 mill. í lífsj.lán með 4,15% föstum vöxtum. 29,8 millj. Fr u m Logafold - Glæsieign Glæsilegt 325 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Á efri hæð er stofur og borðstofa með mikilli lofthæð, eldhús með stóru búri innaf, flísalagt baðherb. og stórt svefnherbergi. Á neðri hæð eru þrjú stór herbergi, flísalagt baðherb., geymsla og 70 fm bíl- skúr. Svalir út af borðstofu og suður garðsvalir. Innréttingar og innihurðir eru sérsmíðaðar úr eik. Massíft eikarparket og náttúrusteinn á gólfi. Útihurðir og þakkantur úr harðviði. Glæsileg útsýnislóð innst í botnlanga sem liggur að óbyggðu svæði. Verð Tilboð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.