Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 22
 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR6 Magnús Þórðarson, bygginga- meistari og matsmaður að mennt, ráðleggur kaupendum fasteigna að leita sér hjálpar við fasteignaskoðun. Margir gefa sér ekki tíma til að skoða ástand fasteignar nægilega og sitja svo í reikningasúpunni. Magnús Þórðarson starfar sem matsmaður fasteigna og segir hann marga kaupendur flaska á því að kaupa eign sem ekki sé í góðu ástandi. „Kaupendur í dag eru ekki þjálfaðir til að skoða hús,“ segir Magnús. „Í dag þarf sérþjálfun í þetta. Stundum sé ég hreinlega á útidyrahurðinni hvort allt sé í kaosi inni. Kaupandi getur heldur ekki búist við því að seljandi láti honum í té allar þær upplýsingar sem hann þarf að vita. Seljandinn reynir að fá það sem hann getur fyrir eignina.“ Í lögum er tilgreint hvað telst til leyndra galla í fasteignum. Hins vegar verða kaupendur að gera sér grein fyrir því að það er á þeirra ábyrgð að kanna ástand eignar. Allir gallar eða viðgerðir sem þarf að sinna sem ekki teljast til leyndra galla lendir á kaupenda. „Þegar fólki finnst það sjá góða eign þá slökknar á öllum viðvörunarkerf- um,“ segir Magnús. „Fólk vill bara þessa tilteknu eign og situr svo í súpunni. Margir lenda í því að fá stóra skelli og háa bakreikninga.“ Magnús segir það fara eftir aldri húsa hverju nauðsynlegt sé að huga að áður en eignin er keypt. Í eldri húsum sem byggð eru upp úr 1960 er nauðsynlegt að athuga vel skólplagnir og dren. „Fólk á að láta mynda skólplagnir. Það er bráð- nauðsynlegt, sérstaklega í eldri húsum. Gömul hverfi eru oft með mjög slæmar skólplagnir,“ segir Magnús. Einnig ráðleggur Magnús fólki að skoða vel hús að utanverðu, sérstaklega þau sem byggð eru á alkalí-tímanum frá 1960 til 1980. Alkalískemmdir eru mjög algengar í þessum húsum. „Í mörgum tilfell- um er búið að klæða þetta af en ef ekki þá þarf að gæta vel að öllum útveggjum,“ segir Magnús. „Eldri hús sem eru byggð í kringum 1920 eru mörg hver í mjög slæmu ástandi. Ég vil kalla þau dúfnakofa því þetta eru varla mannabústaðir en þetta er selt fyrir morðfjár. Í þeim tilfellum ráðlegg ég kaupend- um að leita sér hjálpar. Alls ekki gera tilboð í svo gamla eign án þess að láta skoða hana áður.“ Magnús segir nauðsynlegt fyrir kaupendur að fá greinargóðar upp- lýsingar frá matsmanni sem getur leitt þá í sannleikann um stöðu eignarinnar. Auðvitað fylgir því kostnaður að fá matsmann, en sá kostnaður er smávægilegur miðað við þau verðmæti sem eru í húfi. Nánari upplýsingar má finna á www.mat.is. johannas@frettabladid.is Ekki kaupa dúfnakofa Áður en tilboð er gert í fasteign er nauðsynlegt að láta meta húsið bæði að utan sem innan. Sérstaklega eldri hús og hús sem byggð eru á alkalítímanum. Með því að láta fagmenn skoða eign getur kaupandi verið viss um að fá allar þær upplýsingar sem hann þarf um ástand eignarinnar. Að auki hefur matskoðun í sumum tilfellum leitt til þess að kaupendur hafa getað lækkað söluverðið. Magnús Þórðarson, byggingameistari og matsmaður, telur fólk ofmeta hæfileika sína til að skoða ástand íbúða. Í mörgum tilfellum getur það haft fjárhagslega slæmar afleiðingar að kaupa fasteign án þess að láta fagmann meta hana áður. VALSHEIÐI - GLÆSIHÚS - HVERAG. Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr. Sjónvarpsherbergi og fjögur svefnherbergi eitt með fataherbergi og baðherbergi inn af. Björt stofa og borð- stofa með mikilli lofthæð. Húsið er til afhendingar í vor til- búið undir tréverk að innan og fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð. Verð 37 millj. BIRTINGAKVÍSL - ENDAHÚS Mjög vandað endaraðhús á tveim hæðum með innbyggð- um bílskúr. Þrjú svefnh. með skáp, flísalagt baðh., for- stofa með skáp, hol og þvottherbergi með útgang á lóð á neðri hæð. Rúmgott herbergi með skáp, salerni, eldhús, björt og góð stofa og borðstofa á efri hæð. Náttúrustein, flísar og parket á gólfum. Hiti í stéttum. Verð 36,7 millj. SKÁLAGERÐI - ENDA ÍBÚÐ Vorum að fá í sölu mjög góða 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi á tveim hæðum. Gott eldhús með snyrtilegri innréttingu og baðherbergi með kari. Tvö góð herbergi með skápum og stofa með útgang á baklóð. KEILUGRANDI - BÍLSKÝLI Mjög góða 2ja herbergja íbúð á 3. hæð með sér stæði bílageymslu. Fallegt eldhúsa og björt stofa með útgang á suðvestur svalir. Rúmgott baðherbergi og gott svefnher- bergi með skáp. Flísar og parket á gólfum. Verð 14,9 millj. Vallarhús - Raðhús Mjög gott enda raðhús á tveim hæðum innst í botnlanga. Neðri hæð skiptist í forstofa, hol, salerni, eldhús þvottaherbergi og stofa með útgang á lóð. Efri hæð skiptist í gang, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Yfir efri hæð er innréttað þakher- bergi. Ákv. 18 mill. í lífsj.lán með 4,15% föstum vöxtum. 29,8 millj. Fr u m Logafold - Glæsieign Glæsilegt 325 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Á efri hæð er stofur og borðstofa með mikilli lofthæð, eldhús með stóru búri innaf, flísalagt baðherb. og stórt svefnherbergi. Á neðri hæð eru þrjú stór herbergi, flísalagt baðherb., geymsla og 70 fm bíl- skúr. Svalir út af borðstofu og suður garðsvalir. Innréttingar og innihurðir eru sérsmíðaðar úr eik. Massíft eikarparket og náttúrusteinn á gólfi. Útihurðir og þakkantur úr harðviði. Glæsileg útsýnislóð innst í botnlanga sem liggur að óbyggðu svæði. Verð Tilboð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.