Fréttablaðið - 30.01.2006, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAG
Sími: 550 5000
MÁNUDAGUR
30. janúar 2006 — 29. tölublað — 6. árgangur
FYLGSTU MEÐ!
KALLAR
NIR
GILLZE
NEGGER
– PAR
TÝ-HAN
Z
BYRJA Í KVÖLD
KL. 20:30
HREINN HJARTARSON
Þekkir Breiðholtið vel
fasteignir hús
Í MIÐJU BLAÐSINS
UNIFEM í þrjátíu ár
Afmælisári UNIFEM var
hleypt af stokkunum
með því að tilnefna
leikkonuna og óskars-
verðlaunahafann Nicole
Kidman velgjörð-
arsendiherra
samtakanna.
TÍMAMÓT 56
16%
31%
F
ré
tt
a
b
la
›
i›
F
ré
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005.
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Allt-fasteignir.
á mánudegi
LESTUR MEÐAL 25-45 ÁRA
Húsnæðisleitin
hefst í
Fréttablaðinu
ROFAR TIL Í dag verður suðvestlæg
átt. Yfirleitt fremur hæg. Rigning í fyrstu
suðaustan til en úrkomuminna síðdegis.
Hætt við smáskúrum vestan til en rofar
til á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýtt
í veðri. VEÐUR 4
7
5 7
8
6
ÍRAK, AP Réttarhaldið yfir Saddam
Hussein snerist enn og aftur upp
í hálfgerðan skrípaleik er ný til-
raun var gerð í gær að hefja það
aftur eftir nokkurt hlé. Sakborn-
ingurinn og verjendalið hans fór
í fússi úr dómsal, hrópaði „niður
með landráðamenn“ og neitaði að
þiggja nýja dómskipaða verjend-
ur.
Nýr yfirdómari réttarins,
Raouf Abdel-Rahman, reyndi að
sýna festu við stjórn réttarhalds-
ins og hélt dagskránni áfram þótt
sakborningurinn væri farinn og
hlýddi á vitnisburð þriggja vitna
sem ákæruvaldið kvaddi til.
Að því loknu var réttarhaldinu
frestað fram á miðvikudag. ■
Réttarhaldið yfir Saddam:
Fór í fússi úr
réttarsalnum
Að gúgla
Merkilegt er að sjá þegar lærðir
málfræðingar nota ekki fágæt tækifæri
til að taka þátt í eilífri
sköpun íslenskrar tungu,
heldur láta sem búið
sé að loka málinu
fyrir nýjum orðum,
skrifar Guðmundur
Andri Thorsson.
Í DAG 18
Dropi í hafið
Kýótó-sáttmálinn er álíka gagnlegur
í baráttunni gegn loftslagshlýnun og
lek vatnsfata gegn skógareldi, að mati
Guðmundar Harðar Guðmundssonar,
meistaranema í umhverfisfræðum.
UMRÆÐAN 19
NYLON HÓPURINN
Tekur rolling stones
upp á sína arma
Hyggja á útrás til Bretlands
FÓLK 34
DEILT VIÐ DÓMARANN Saddam Hussein
deilir við nýja yfirdómarann í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ / AP
Tap gegn Ungverjum
Íslenska landsliðið í
handbolta tapaði gegn
Ungverjum í lokaleik
C-riðils á Evrópu-
mótinu í Sviss í gær.
Úrslit leiksins skipta
þó ekki máli og liðið
fer áfram í milliriðil
með þrjú stig.
ÍÞRÓTTIR 30
FINNLAND, AP Jafnaðarmaðurinn
Tarja Halonen var í gær endur-
kjörin forseti Finnlands í tvísýnni
úrslitaumferð kosninga til embætt-
isins. Halonen fékk 51,8 prósent
atkvæða en keppinautur hennar,
íhaldsmaðurinn Sauli Niinistö,
48,2 prósent. Kjörsókn var allgóð,
eða 77 prósent.
„Karlmaðurinn tapaði,“ sagði
Niinistö er hann játaði sig sigraðan
og smellti kossi á hönd Halonen.
Halonen lýsti sigri sínum sem
sögulegum, þar sem hún er fyrsti
forsetinn í sögu finnska lýðveldis-
ins sem nær endurkjöri í beinum
kosningum. Þess er einnig minnst
í Finnlandi um þessar mundir að
nærri öld er liðin síðan konur fengu
kosningarétt og kjörgengi og urðu
þar með fyrstar kvenna í heimin-
um til að hljóta slík réttindi.
Frá því Halonen var fyrst kjör-
in forseti árið 2000 hefur hún notið
mikillar lýðhylli og í fyrri umferð
kosninganna fékk hún 46 prósent
atkvæða.
Niinistö, sem er fyrrverandi
fjármálaráðherra og bankastjóri,
fékk aðeins 24 prósent þá og því
þótti Halonen það viðurkenningar
vert hversu nálægt hann var að slá
henni við nú í seinni umferðinni.
Tapani Vaahtoranta, forstöðu-
maður Alþjóðamálastofnunar
Finnlands, sagði að sigur Halonen
þýddi að öllum líkindum að Finn-
ar gengju ekki til liðs við NATO á
kjörtímabili hennar, það er næstu
sex árin.
- aa
Tarja Halonen endurkjörin forseti Finnlands:
Sigur Halonen var naumur
SÁTT OG SAMLYNDI Keppinautarnir Niinistö
og Halonen fylgjast með fyrstu tölum í
Helsinki í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LAUNAMÁL Kristján Gunnarsson,
formaður Starfsgreinasambands-
ins, á von á því að viðræður um
endurskoðun launasamninga við
Samtök atvinnulífsins muni fara
fram á næstunni í ljósi þess að
sveitarfélögin telja sig geta hækk-
að lægstu laun um tólf prósent. „Í
ljósi þess að launanefnd sveitarfé-
laga er að boða þessar breytingar
nú á miðju samningstímabili, og í
raun á upphafstíma samningstím-
ans hjá mörgum, þá myndast rými
til þess að ræða það hvort það sé
tímabært að hækka lægstu laun.“
Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
arframkvæmdarstjóri Samtaka
atvinnulífsins, segir það ekki vera
tímabært að ræða um endurskoð-
un launasamninga. „Það er ekki
komin upp staða sem gefur tilefni
til þess að ræða um þessi mál. En
samningar Reykjavíkurborgar um
launahækkanir hafa nú keðjuverk-
andi áhrif á launamyndun í land-
inu, eins og við bentum á þegar
þeir samningar voru undirritaðir.
Það er ekki tilefni til þess að hefja
viðræður um viðbætur á samning-
um sem eru bundnir og lokaðir.“
Einar Oddur Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
segir að hækkanir eins og launa-
nefnd sveitarfélaganna hefur lagt
til, muni ganga upp allan launa-
stigann sem muni leiða af sér að
þeir sem hæstu launin hafa hækki
mest í krónum talið.
„Reynslan er einhlít að því leyti
að þegar launahækkanir eru með
þeim hætti sem gerst hefur að
undanförnu, þá mun alltaf enda
með því að þeir sem hæstu laun-
in hafa hækka mest þegar upp er
staðið. Ég ber þó virðingu fyrir
starfi launanefndarinnar og hún
er svo sannarlega að gera sitt
besta, í afar slæmri stöðu,“ segir
Einar Oddur.
Launanefnd sveitarfélaganna
samþykkti að veita heimild til þess
að hækka laun þeirra sem eru með
140 þúsund krónur á mánuði eða
minna, um tólf prósent. Þeir sem
eru með meira en 140 þúsund fá
laun sín ekki hækkuð.
Einar Oddur segir samninga
Reykvíkurborgar við Eflingu og
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar hafa komið launaskriðu
af stað sem sér ekki fyrir endann
á ennþá. „Ég benti á það þegar
samningarnir voru gerðir að
þeir sem hæstu launin hafa muni
hækka mest. Ég fékk nú bágt
fyrir þessa skoðun frá mörgum,
en ég er sannfærður um að þetta
verður raunin þegar upp er stað-
ið.“ - mh
Ótímabært að ræða
um hækkun launa
Formaður Starfsgreinasambandsins telur rými vera að skapast fyrir umræð-
ur um endurskoðun kjarasamninga. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins segir umræðu um endurskoðun kjarasamninga ótímabæra.
SAMFÉLAGSVERÐLAUN Samfélags-
verðlaun Fréttablaðsins verða
veitt í fyrsta sinn þann 23. febrúar
næstkomandi.
Lesendur Fréttablaðsins geta
tilnefnt einstaklinga eða félaga-
samtök sem hafa með einum eða
öðrum hætti lagt sitt af mörkum
til að bæta íslenskt samfélag. Veitt
verða verðlaun í sex flokkum.
Aðalverðlaunin verða ein milljón
króna.
- jóa/ sjá síðu 6
Ný verðlaun Fréttablaðsins:
Veitir samfél-
agsverðlaun
SPRENGT VIÐ KIRKJUR Íraskir slökkviliðsmenn sprauta vatni yfir vettvang bílsprengjutilræðis við kirkju ensku biskupakirkjunnar í Bagdad í
gær. Slík tilræði voru gerð samtímis í gær gegn fjórum kirkjum í Bagdad og norður-írösku borginni Kirkuk. Auk þess var sprengt við sendi-
skrifstofu Páfagarðs. Þrír Írakar létu lífið í tilræðunum og níu særðust, að sögn lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP