Fréttablaðið - 30.01.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 30.01.2006, Síða 4
4 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR Skeifan 4 S. 588 1818 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 27.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 61,52 61,82 Sterlingspund 109,47 110,01 Evra 75,02 75,44 Dönsk króna 10,05 10,108 Norsk króna 9,274 9,328 Sænsk króna 8,103 8,151 Japanskt jen 0,5275 0,5305 SDR 89,37 89,91 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,8025 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Kefla- víkurflugvelli stöðvaði ungan ökumann á 169 kílómetra hraða á Reykjanesbraut aðfaranótt sunnu- dags. Að sögn lögreglu var maður- inn nýkominn með bráðabirgða- ökuskírteini og var sviptur því á staðnum. Þá voru níu aðrir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykja- nesbrautinni. Allir héldu þeir þó ökuleyfinu, en fá að greiða í ríkis- sjóð fyrir hraðaksturinn. Lögregl- an segir skeytingarleysi bílstjór- anna alvarlegt þar sem aðstæður hafi verið slæmar sökum rigning- ar, þoku og myrkurs og mildi að ekki fór verr. -bs Nýkominn með bílpróf: Á 169 kíló- metra hraða PÓLLAND, AP Pólsk yfirvöld greindu frá því í gær að ólíklegt væri að fleiri fyndust á lífi í rústum kaup- stefnuhallar sem hrundi síðla laugardags í útjaðri suður-pólsku borgarinnar Katowice. Staðfest dauðsföll voru orðin 66 í gærkvöld. 160 manns slösuðust, misalvarlega. Talið er að um 500 manns hafi verið í húsinu er þakið brast, en innan- dyra stóð yfir fjölþjóðlegt mót bréf- dúfuræktenda. Slökkviliðsstjórinn í Katowice, Kazimierz Krzowski, sagði litlar líkur á að fleira fólk væri enn fast undir brakinu, er björgunaraðgerð- ir höfðu staðið yfir í sólarhring. Nær útilokað þótti hins vegar að nokkur væri þar enn á lífi, enda um 15 gráðu gaddur. Lögreglustjórinn útilokaði ekki að fleiri lík ættu eftir að finnast. Sýningarhöllin var mjög nýlegt stálgrindarhús. Rannsókn stendur yfir á orsökum slyssins, en talsvert magn af snjó hafði safnast fyrir á flötu þakinu. Skammt er síðan fimmtán manns fórust, þar af meirihlutinn börn, er þak brast undan snjóþunga á skauta- höll í bænum Bad Reichenhall syðst í Þýskalandi. - aa FÓRNARLAMBA LEITAÐ Björgunarliðsmenn leita að fólki í rústum sýningarhallarinnar við erfið skilyrði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Harmleikur er sýningarhöll hrundi í Suður-Póllandi: Hátt í sjötíu manns fórust SAMFÉLAGSVERÐLAUN Samfélags- verðlaun Fréttablaðisins verða veitt í fyrsta sinn í lok febrúar. Steinunn Stefánsdóttir, rit- stjórnarfulltrúi Fréttablaðsins og formaður dómnefndar, segir markmið verðlaunanna vera að draga fram það sem vel er gert í samfélaginu en jafnvel fáir vita af. „Verðlaunin verða veitt núna í fyrsta sinn en verða svo árleg- ur viðburður,“ segir Steinunn. „Fréttablaðið er stærsti fjölmiðill landsins, efni blaðisins höfðar til margra og fjallar um alla anga þjóðfélagsins. Við viljum miðla góðum verkum sem unnin eru mjög víða í samfélaginu, litlum og stórum, sem koma öðru fólki til góða. Með því að draga þessi góðu verk fram í dagsljósið vonumst við til að verðlaunin verði hvatn- ing fyrir aðra til að bæta samfé- lagið í kringum sig.“ Steinunn verður formaður dómnefndar og aðrir fulltrúar í nefndinni munu koma víða að úr þjóðfélaginu. Steinunn segist hlakka til að sjá þær tilnefningar sem munu berast. „Með þessum verðlaunum erum að leitast við að styrkja enn frekar samband okkar við lesend- ur. Því vonumst við til að fá sem flestar og fjölbreyttastar tilnefn- ingar. Hægt er að tilnefna alla þá sem hafa með athöfnum sínum og framgöngu gert eitthvað umfram borgaralegar skyldur sínar eða unnið starf sitt af meiri natni og alúð en gera má ráð fyrir,“ segir Steinunn. Allir koma til greina, hvort sem það eru óþekktir ein- staklingar, félagasamtök, þjóð- þekktir karlar eða konur. Veitt verða verðlaun í sex flokkum. Í fimm flokkum verða veitt fartölvu- og ferðavinning- ar en sjálf Samfélagsverðlaunin nema einni milljón króna. Lesend- ur Fréttablaðsins geta sent inn til- nefningar á www.visir.is eða með því að fylla út og senda sérstakt form sem mun birtast í Frétta- blaðinu. Lokadagur tilnefninga er 16. febrúar og verða verðlaunin svo afhent við hátíðlega athöfn þann 23. febrúar. johannas@frettabladid.is Góð verk verða verðlaunuð Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í fyrsta sinn þann 23. febrúar næstkomandi. Verðlaunaðir verða einstaklingar eða félagasamtök sem hafa lagt sitt af mörkum við að bæta íslenskt samfélag. STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR RITSTJÓRNARFULLTRÚI Steinunn er formaður dómnefndar um samfélagsverðlaun Fréttablaðisins sem veitt verða í fyrsta seinni hluta febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hvunndagshetja Einstaklingur sem hefur sýnt einstaka óeigin- girni eða hugrekki við einn atburð eða vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Ung hetja Barn eða unglingur yngri en 16 ára sem vann sérstakt afrek við krefjandi aðstæður, hvort sem það var öðrum eða barninu sjálfu til hagsbóta. Uppfræðari ársins Um er að ræða kennara, leiðbeinendur, þjálfara eða aðra uppfræðara sem hafa látið gott af sér leiða. Framlag í æskulýðsmálum Félagasamtök sem hafa sinnt börnum af sér- stökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að brjóta á bak aftur fordóma í samfélaginu. Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskar- andi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum við að gera íslenskt sam- félag að betra samfélagi. SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS Hægt verður að tilnefna í eftirfarandi flokkum ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, hefur heitið því að stunda ekki kynlíf fram að þing- kosningum 9. apríl næstkomandi. Berlusconi var á kosningafundi á Sardiníu þegar hann sór skírlífs- heitið í kjölfar þess að sjónvarps- predikari þakkaði honum fyrir að vera á móti því að samkynhneigðir væru gefnir saman. Hinn 69 ára gamli Berlusconi er tvígiftur og hefur ítrekað stært sig af hreysti sinni og fegurð. Fyrir skemmstu fór hann í andlitslyft- ingu og hárígræðslu og er senni- lega unglegri núna en þegar hann komst til valda árið 2001. ■ Berlusconi í kosningaham: Heitir skírlífi SILVIO BERLUSCONI Fór í andlitslyftingu og hárígræðslu fyrir skömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/ AP SVEITARSTJÓRNARMÁL Hafnarsam- lag Eyjafjarðar og Hafnarsamlag Norðurlands skoða nú kosti þess að sameinast. Siglufjarðarhöfn hefur staðið utan hafnarsamlaga en fjallað var um í skýrslu Rann- sóknarstofnunnar Háskólans á Akureyri hvernig skyldi fara með hafnirnar vegna sameiningar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að stjórnir hafnarsam- laganna taki upp viðræður um hagkvæmni þess að sameina þessi tvö hafnarsamlög. Hafnarsamlag. Eyjafjarðar óskaði eftir viðræð- unum. - jóa Hafnarsamlög á Norðurlandi: Kostir samein- ingar skoðaðir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.