Fréttablaðið - 30.01.2006, Page 12

Fréttablaðið - 30.01.2006, Page 12
12 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR MENNING Um 90 prósent gesta menningarstofnana Reykjavík- urborgar eru ánægðir með starf- semina samkvæmt viðhorfskönn- unum, og heimsóknir eru um milljón á ári. Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, segir menn- ingarstofnanirnar hafa slegið aðsóknarmet Laugardalsvallar. Signý Pálsdóttir, skrifstofu- stjóri menningarmála, telur þenn- an góða árangur vera afrakstur skýrrar stefnumótunar, því und- anfarin ár hefur verið markvisst unnið að því að ná til breiðari ald- urshóps og jafna hlutföll kynja í aðsókn, og mikil áhersla er lögð á barnastarf auk sérverkefna. Gengið hefur verið frá rúm- lega 220 vaxtalausum lánum sem standa til boða við kaup á lista- verkum. Gegnum tilraunaverk- efnið Artótek hafa um 130 verk verið leigð út og tæplega 100 hafa selst. Erlendir ferðamenn gefa Reykjavík góða einkunn eins og kemur fram í könnun sem Höfuð- borgarstofa lét vinna. Sundlaug- arnar fá hæstu einkunnina en greinileg stígandi er í aðsókn á söfn milli ára. -sdg STEFÁN JÓN HAFSTEIN Innan um lista- verk í Artótekinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Níutíu prósent gesta menningarstofnana Reykjavíkurborgar ánægðir: Meiri aðsókn í menningu KJARAMÁL Íslendingar eru eftirbát- ar annarra norrænna þjóða þegar kemur að almennum lífskjörum samkvæmt nýrri úttekt sem hag- deild Alþýðusambands Ísland hefur gert. Samkvæmt skýrslunni stand- ast Íslendingar ágætlega saman- burð hvað heildarlaun varðar en að teknu tilliti til verðlags auk mun lengri vinnutíma breytist myndin verulega til hins verra. Heildarlaunin breytast þannig úr því að vera vel samanburðarhæf við að vera þau allra lægstu miðað við hin löndin þrjú sem um ræðir, Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Helg- ast langur vinnutími Íslendinga fyrst og fremst af lítill framleiðni en hún er mun lægri en í saman- burðarlöndunum. Ólafur Darri Andrason, deild- arstjóri hagdeildar ASÍ, segir að hátt verðlag þýði að minna verði úr þeim krónum sem launafólk hér vinnur sér inn. „Þegar við bætist að við erum mun lengur að vinna fyrir þessum sömu launum hallar veru- lega undan fæti. Með örfáum und- antekningum erum við eftirbátar þessara þriggja þjóða sem úttektin tekur til.“ Hann bendir á að einhleypir á Íslandi komi betur út en aðrar fjölskyldugerðir í samanburðin- um. „Í Danmörku og Svíþjóð eru skattar mun hærri en hér á landi en það á líka við um framlög til velferðarmála. Stærsta breytan er sú hvað barnabætur hérlendis eru miklu lakari en hjá hinum þremur löndunum.“ -aöe MINNI FRAMLEIÐNI Íslendingar eru talsverð- ir eftirbátar Dana, Svía og Norðmanna, sér- staklega þegar kemur að framleiðni á hverja klukkustund. Við framleiðum sem svarar til tæplega 34 dollara hverja klukkustund en framleiðni Norðmanna eru tæpir 57 dollarar fyrir sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Samanburður ASÍ á lífskjörum á Norðurlöndum: Lífskjör launafólks lakari hér á landi HÁSKÓLAPÓLITÍK Formannsefni Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, er að þessu sinni laganeminn Sig- urður Örn Hilmarsson. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakt for- mannsefni félagsins er kynnt fyrir kosningar til Stúdentaráðs. Það þýðir að Sigurður Örn verður formaður ráðsins ef Vaka vinnur meirihluta í ráðinu. „Við ákváðum að breyta til svo að kjósendur viti betur að hverju þeir ganga þegar kosið verður í febrúar.“ Kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs fara fram áttunda og níunda febrúar. - mh Kosningar til Stúdentaráðs: Vaka kynnir formannsefni MANNRÉTTINDI Internetfyrirtækið Google hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa gert samning við kín- versk stjórnvöld um ritskoðun á leitarniðurstöðum í leitarvél sinni. Meðal leitarorða sem stjórnvöld vilja ekki að skili niðurstöðum um eru Taívan, mannréttindi, Tíbet og Falun Gong. Forsvarsmenn Google réttlæta þetta með því að kínverskir notendur verði upplýst- ir um hvaða leitarniðurstöður eru ritskoðaðar. Einnig telja þeir aukið aðgengi að internetinu hafi góð áhrif til langs tíma. -sdg Leitarsíðan Google: Þóknast stjórn- völdum í Kína NÝÁRS-HUNDASÝNING Frá hundasýningu í Quezon-borg norður af Manila, höfuðborg Filippseyja, í gær. Sýningin var haldin í tilefni af kínverska nýárinu. Samkvæmt kín- verska tímatalinu hófst ár hundsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kærð fyrir skjalafals Kona á fer- tugsaldri hefur verið kærð fyrir skjalafals eftir að hún reyndi að framvísa fölsuð- um lyfseðli í verslun Lyfju við Smáratorg í Kópavogi. Henni tókst ekki ætlunarverk sitt en mál hennar var tekið til aðalmeð- ferðar á föstudag. DÓMSMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.