Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 30.01.2006, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 30. janúar 2006 PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is 534 1300 w w w . g l u g g a l a u s n i r . i s Útsýni með stíl Vandað, einfalt og ódýrt Hafðu samband og við komum heim til þín Húsverndarsjóður Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðhalds gamalla húsa. Hægt er að sækja um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur til viðgerða og endurbygginga á húsum sem hafa sérstakt varð- veislugildi. Umsóknir verða að berast til skipulagsfulltrúa á Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur fyrir 7. febrúar. Í umsóknum verður að koma fram lýsing á fyrirhuguðum breyting- um, tímaáætlun, kostnaðaráætlun og nýjar og gamlar ljósmyndir af húsunum. Allar ytri viðgerðir eins og viðgerðir á klæðningum, steyptum þakrennum og garð- veggjum sem hafa áhrif á heild- arsvip ákveðinna svæða hafa forgang þegar kemur að styrkveit- ingu. Hægt er að nálgast umsókn- areyðublöð á Árbæjarsafni og hjá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, Borgartúni 3. Einn- ig er hægt að sækja um styrki á heimasíðu Skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavíkur, www.skip- bygg.is. Styrkir til viðhalds Í Þingholtunum er mikið af fallegum göml- um húsum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR FJALLAR UM FYRIRMYNDARELDHÚS Til eru nokkrar þumalputtaregl- ur sem hafa verður í huga þegar eldhús er skipulagt með tilliti til vinnuhagræðingar. Uppröðun fastra innréttinga í eldhúsi geta verið með ýmsum hætti. Má þar nefna U-laga eldhús, vinkileldhús, eins- og tveggja hliða eldhús. Oft er talað um vinnuþríhyrning við skipulag á eldhúsum, en hann er lína sem má draga milli vasks, eldavélar og ísskáps. Ráðlegt er að hafa ekki meira en tvær armlengdir milli einhvers af þessu þrennu, en þó ekki svo þröngt að það hefti athafnarýmið. Almenna reglan er að hafa minnst 40 cm vinnupláss hægra megin við eldavél og helst 100 cm vinstra megin. Bakarofn og eldavél mega ekki vera nær borð- horni eða hliðarvegg en 20 cm til að vinnuaðstaðan sé ekki óþægi- leg. Ef ofn er á vegg þarf að gera ráð fyrir borðplássi rétt hjá til að leggja frá sér. Þar sem rýmið er stórt og opið getur verið gott að hafa eldunareyju. Þetta fyrirkomu- lag hentar einnig vel í einnar hlið- ar eldhúsi þar sem eyjan er sett þannig að vaskur og eldavél standi andspænis hvort öðru. Eldunareyj- an þyrfti að vera 120 cm á breidd því gera verður ráð fyrir borðplássi til beggja hliða. Ef það næst ekki er ráð að hafa dýptina um 90 cm. Ef dýptin er einungis 60 cm þarf að hafa einhverja upphækkun aftan við hana, meðal annars til að varna slysum. Örbylgjuofn skal aldrei vera staðsettur hærra en 120 cm frá gólfi þar sem meiri hæð eykur líkur á að missa heitt innihaldið yfir sig. Í kringum vask þarf að vera borðpláss fyrir óhreint leirtau hægra megin og hreint vinstra megin, því þvegið er upp frá hægri til vinstri. Ef uppþvottavél er í eld- húsinu er best að hafa hana vinstra megin við vask. Borðkrókur í eld- húsi verður að vera minnst 200 cm svo pláss sé fyrir frístandandi borð og stóla. Þegar raðað er eldhús- áhöldum í skápa er gott að hafa í huga að það sem notað er oft þarf að vera aðgengilegt. Hentug hæð er á bilinu 40-180 cm frá gólfi. Mælt er með að hægt sé að draga út neðri skápa í stað þess að hafa hillur. Þannig nýtist plássið betur og fæst betri yfirsýn yfir innihaldið. Skipulag eldhúsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.