Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2006, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 30.01.2006, Qupperneq 55
MÁNUDAGUR 30. janúar 2006 19 Kjör formanns Neytendasamtakanna Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna skal kjör formanns fara fram það ár sem reglulegt þing Neytendasamtakanna er haldið. Í 12. grein laga Neytendasamtakanna segir svo um kjör formanns: “Framboð til formanns skulu berast stjórn Neytendasamtakanna eigi síðar en fyrir lok febrúar þess árs sem reglulegt þing er haldið. Framboði til for- manns skulu fylgja meðmæli 25 skuldlausra félagsmanna hið fæsta en 50 skuldlausra félagsmanna hið flesta.” Í samræmi við þetta auglýsir stjórn Neytendasamtakanna eftir fram- boðum til formanns Neytendasamtakanna vegna næsta kjörtímabils (2006-2008) og sem hefst frá og með þingi Neytendasamtakanna í haust. Framboðum ásamt lista yfir meðmælendur skal skilað á skrif- stofur Neytendasamtakanna í Reykjavík eða á Akureyri, eigi síðar en kl. 16:00 þann 28. febrúar 2006. Einnig er hægt að senda framboð ásamt lista yfir meðmælendur í pósti og má dagsetning póststimpils ekki fara fram yfir 28. febrúar 2006. Reykjavík 30. janúar 2005 F.h. stjórnar Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson formaður AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. Hugsum okkur að þessi frétt birt- ist á forsíðu dagblaðanna á morg- un: „Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út vegna bruna í stjórnarráðshúsinu um miðjan dag í gær. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn með leka vatns- fötu. Erfiðlega gekk að ráða nið- urlögum eldsins og er stjórnar- ráðshúsið nú brunnið til grunna.“ Daginn eftir yrði slökkviliðs- stjórinn líklega rekinn og tækja- búnaður slökkviliðsins endur- nýjaður. En hvernig stendur þá á því að stjórnmálamenn komast upp með að nota jafngildi lekrar vatnsfötu við að ráða niðurlögum loftslagshlýnunar af manna völd- um? Almenningur krefst þess ekki að tækjabúnaðurinn verði endurnýjaður og enginn neyðist til að segja af sér. Allt tiltækt slökkvilið 189 ríkja, þar á meðal Íslands, var sent til Montreal undir lok lið- ins árs þar sem rædd var fram- tíð Kýótó-sáttmálans, en honum er ætlað að draga úr losun þjóða heims á gróðurhúsalofttegundum sem valda hlýnun loftslagsins. Árangur slökkvistarfsins var enginn. Á hverju ári bætast við niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að vandamálið getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina. Vísindamenn segja að draga þurfi úr losun iðn- ríkjanna á gróðurhúsalofttegund- um um 70 prósent fyrir árið 2050 ef koma eigi í veg fyrir gríðar- legar náttúruhamfarir og hung- ursneyð. Stjórnmálamenn hafa komið sér saman um að draga úr losuninni um 5,2 prósent. Að auki geta ríkin komið sér undan því að standa við skuldbindingar sínar með allskyns undanleiðum. Árangurinn verður því kannski um 1 til 2 prósent. Í Montreal var engin ákvörðun tekin um að endurnýja tækjabúnaðinn en það varð sátt um að halda áfram að ræða það án nokkurra skuldbind- inga. Hins vegar eru sum ríki sem ganga á undan með góðu for- dæmi. Nokkur Evrópuríki hafa ákveðið að draga meira úr losun gróðurhúsalofttegunda en kveð- ur á um í Kýótó-sáttmálanum, t.d. Bretar um 60 prósent á fimmtíu árum, Hollendingar um 80 pró- sent a fjörutíu árum og Þjóðverj- ar um helming á fimmtíu árum. Á meðan stefna Íslendingar í þveröfuga átt. Samkvæmt Kýótó- sáttmálanum eru Íslendingar í algjörum sérflokki og fá að auka losun gróðurhúsalofttegunda um 10 prósent. Ef við höldum áfram að byggja álver eða aðra stóriðju neyðumst við til að fara með betl- istaf á komandi samningafundi til að fá frekari undanþágur þegar þessu samningstímabili lýkur og það næsta tekur við árið 2013. Með því væru stjórnvöld að ganga þvert á vilja 80 prósent þjóðarinnar sem telur að stjórn- völd geri of lítið til að draga úr útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda. Það hefur verið sagt að lofts- lagið sé eins og sofandi dreki sem mannkynið potar í með priki. Einn daginn vaknar hann og þá er víst betra að vera hvergi nærri. Von- andi eiga Íslendingar framsýna leiðtoga sem geta orðið öðrum fyrirmynd með því að leggja frá sér betlistafinn og prikið áður en það verður um seinan. Höfundur er meistaranemi í umhverfisfræðum við Edinborg- arháskóla. Kýótó-sáttmálinn er lek vatnsfata Það hefur verið sagt að lofts- lagið sé eins og sofandi dreki sem mannkynið potar í með priki. Einn daginn vaknar hann og þá er víst betra að vera hvergi nærri. UMRÆÐAN LOFTSLAGS- HLÝNUN GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� �
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.