Fréttablaðið - 30.01.2006, Page 61
SAMFÉLAGSVERÐLAUN
VIÐ ÓSKUM EFTIR TILNEFNINGUM FYRIR SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS
SEM VERÐA VEITT Í FYRSTA SKIPTI 23. FEBRÚAR.
Verðlaunin eru til heiðurs þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt
samfélag betra fyrir okkur öll.
Lesendur eru beðnir að senda inn tilnefningar um fólk sem þeir telja falla í þann flokk. Allir koma til
greina, allt frá óþekktum einstaklingum til félagssamtaka eða þjóðþekktra manna og kvenna sem
hafa með athöfnum sínum og framgöngu verið öðrum til fyrirmyndar.
Verðlaun eru veitt í sex flokkum:
1) Hvunndagshetjan
Einstaklingur sem sýndi einstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem það var við einn atburð eða
með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma.
2) Ung hetja
Barn eða unglingur yngri en 16 ára sem vann sérstakt afrek við krefjandi aðstæður, hvort sem það
var öðrum eða því sjálfu til hagsbóta, til dæmis að berjast aftur til heilsu eftir alvarlegt slys eða
veikindi.
3) Uppfræðari ársins
Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar og aðrir uppfræðarar sem hafa skarað fram úr
og látið gott af sér leiða.
4) Framlag í æskulýðsmálum
Félagsamtök sem hafa sinnt börnum af sérstökum metnaði og alúð.
5) Til atlögu gegn fordómum
Einstaklingur eða félagssamtök sem hafa unnið ötullega að því að brjóta á bak aftur fordóma í
samfélaginu.
6) Samfélagsverðlaunin
Félagssamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af
mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll.
Hægt er að tilnefna á visir.is/samfelagsverdlaun. Sérstök dómnefnd mun taka allar tillögur til
skoðunar. Sigurvegarar ársins verða kynntir við hátíðlega athöfn 23. febrúar.
HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI?