Tíminn - 18.02.1977, Síða 3
Föstudagur 18. febrúar 1977
3
Dagur kominn
út í offset
— fjölgun útgáfudago
áformuð
verðan tíma að vinna Dag
að þessu sinni, umfram
það sem venjulegt er,
vegna hinnar nýju tækni. —
En ég er sæmilega ánægð-
ur með þetta nýja útlit á
blaðinu og það á eftir að
verða betra, sagði Erling-
ur.
Hin nýja offset-prentvél er i eigu
Dags, en það er prentverk Odds
Björnssonar á Akureyri, sem hef-
ur vélina i sinu húsnæði og prent-
ar Dag nú sem áður. Að sögn
Erlings mun svo prentsmiðjan
sjálf kaupa ýmsan tæknibúnað
annan varöandi offset-prentun,
svo prentsmiðjan geti talizt full-
komin offset-prentsmiðja.
Dagur, sem er viðlesnasta
blaðið, sem gefið er út á Akur-
eyri, er að sögn Erlings prentað i
5.500 eintökum, og er blaöinu
einkum dreift á Norðurlandi.
Erlingur sagði, að eitt sinn hefði
verið gerð könnun á útbreiöslu
Dags á Akureyri, og hefði komið i
ljós, að blaöið væri tiltölulega út-
breiddara þar en Morgunblaðið i
Reykjavik.
Blaðstjórn Dags hefur i hyggju
að ráða til blaðsins blaðamann og
fjölga útgáfudögum, en blaðið
kemur nú út tvisvar i viku.
Dagur offsetprentaður i fyrsta
skipti.
Gsal-Reykjavík— Dagur á
Akureyri kom á miðviku-
dag í fyrsta sinn út offset-
prentaður, og er Dagur
fyrsta norðlenzka blaðið,
sem prentað er í of fset. Að
sögn Erlings Davíðssonar
ritstjóra Dags tók tals-
Erlingur Daviösson, ritstjóri, með fyrsta offsetprentaða eintakið af
Degi. — Timamynd: K.S.
Félags- og
og Eysteinn Jónsson, stjórnarformaður á fundi með fréttamönnum f gær.
Timamynd: Róbert
orræns iðnaðar
fræðslumél
aðalmál Sam-
bandsins í vor
F.I. Reykjavik. — Sjötiu og
fimm ára starfsafmæli Sam-
bands tslenzkra Samvinnu-
félaga er sérstaklega minnzt i
nýútkominni Samvinnu.
Formaöur stjórnar
Sambandsins Eysteinn Jóns-
son, ritar formála, en siðan
eru þættir úr sögu Sambands-
ins raktir i máli og myndum.
Felldir eru inn I valdir kaflar
úr greinum og ræðum forustu-
manna og fleira efni. t kaup-
félagatali eru uppiýsingar um
kaupfélögin. 49, stjórnendur
þeirra og umsvif. Þar kemur
m.a. fram að minnsta Sam-
bandskaupfélagið er Slátur-
húsið örlygur á Gjögrum með
25 félagsmenn, en stærst er
Kaupfélag Eyfirðinga á
Akureyri með 6.272 félags-
menn. Eina konan I hópi kaup-
félagsstjóra er Sigrún
Magnúsdóttir i Kaupfélagi
Bitrufjarðar að öspakseyri.
Þá eru I ritinu svipmyndir af
starfsemi Sambandsins nú á
dögum og eftirmála ritar
Erlendur Einarsson, forstjóri.
1 formála Eysteins Jóns-
sonar aö afmælisblaði
Samvinnunnar segir m.a.
„Lýðræðið stendur föstum fót-
um i samvinnuhreyfingunni.
Það breytir ekki þvi, að fram-
kvæmd þess er vandasöm þar
eins og annars staöar og
vinnuaöferöir þurfa sifellt
endurskoðunar viö. Þátttaka i
sjálfu félagsstarfi samvinnu-
hreyfingarinnar þyrfti að
eflast, og heppilegustu leiöirn-
ar þarf aö finna til þess aö
treysta félagsböndin i sam-
vinnuhreyfingunni og sem
nánast samband stjórnenda
og félagsmanna.”
Þetta er samvinnumönnum
rikt I huga, og einmitt þess
vegna verða félags- og
fræðslumál aðalmál Sam-
bandsins i vor.
Gefjun, Skinnaverksmiðjuna Ið-
unni, Skóverksmiöjuna Iðunni og
Fataverksmiðjuna Heklu, allar á
Akureyri, Fataverksmiðjuna
Gefjun I Reykjavik og Húfuverk-
smiöjuna Hött I Borgarnesi. — I
sameign Sambandsins og Kf.
Eyfiröinga eru Efnaverksmiöjan
Sjöfn á Akureyri og Kaffibrennsla
Akureyrar. I sameign Sambands-
ins og Kf. Héraðsbúa er Prjóna-
stofan Dyngja hf. á Egilsstöðum.
— I Reykjavik rekur deildin einn-
ig verzlunina Gefjun — Austur-
stræti, og verksmiðjuafgreiðslu
við Hringbraut.
Skipulags- og fræðsludeild
(frkvstj.Kjartan P. Kjartansson)
annast tviþætta þjónustu. Undir
skipulagsþáttinn heyrir m.a. bók-
haldsþjónusta við kaupfélögin,
ráðunautaþjónustu i smásölu-
verzlun, áætlanagerð fyrir Sam-
bandið og kaupfélögin, og
skýrsluvélaþjónusta Sambands-
ins. Undir fræðsluþáttinn heyrir
Samvinnuskólinn að Bifröst og
framhaldsdeild skólans i Reykja
vik, útgáfa Samvinnunnar, út-
gáfa fréttabréfa á Islenzku og
ensku og margs konar önnur upp-
lýsingamiölun, og Bréfaskólinn,
sem nú er I eigu Sambandsins að
3/10, en 7/10 eru i eigu annarra fé-
lagasamtaka.
Fjármáladeild (frkvstj. Geir
Magnússon) hefur umsjón og eft-
irlit með fjárreiöum Sambands-
ins, annast innheimtur og eftirlit
með viðskiptareikningum og sér
um almenn bankaviðskipti.
Stjórnarformenn Sambandsins
frá upphafi hafa veriö eftirtaldir
menn: Pétur Jónsson á Gautlönd-
um 1902-1905 og 1910-1922. Stein-
gri'mur Jónsson 1905-1910, ólafur
Briem 1922-1925, Ingólfur Bjarna-
son 1925-1936, Einar Arnason 1936-
1948, Sigurður Kristinsson 1948-
1960, Jakob Frimannsson 1960-
1975, Eysteinn Jónsson frá 1975.
í fyrstu voru formenn Sam-
bandsstjórnar jafnframt fram-
kvæmdastjórar Sambandsins, en
frá 1915 hafa eftirtaldir menn
gegnt starfi forstjóra: Hallgrim-
ur Kristinsson 1915-1923, Sigurður
Kristinsson 1923-1946, Vilhjálmur
Þór 1946-1954, Eriendur Einars-
son frá ársbyrjun 1955.
á vfðavangi
Persónuklofningur
Flestir sem
þekkja Jónas
Kristjánsson,
ritstjóra Dag-
blaðsins,
munu sam-
mála um, að
maðurinn sé
persónuklofn-
ingur, eins konar Dr. Jakel og
Mr. Hyde. Þaö sést m.a. á þvi,
að einn daginn bregður hann
sér I gervi Glistrups, en hinn
daginn er hann á harðahlaup-
um eftir kommúnistum og
grátbiður þá að skrifa I blað
sitt. Þannig skýrir Lúðvik Jós-
epsson, oddviti kommúnista
hér á landi, frá þvi i kjallara-
grein I Dagblaöinu i gær, að
Dagblaðiö hafi sérstaklega
beðið sig um að skrifa I blaöiö.
Þetta kommadekur Jónasar
fer I taugarnar á mörgum
eiganda Dagblaðsins, þvi að
það er ekki einungis að Jónas
sé að fá Lúðvik og ýmsa aðra
þekkta Alþýðubandalagsmenn
til að skrifa i blaðið, heldur
bergmálar hann boðskap
Þjóðviljans i leiöurum sinum.
Það er kannski gleggsta
dæmið um persónuklofning
ritstjóra Dagblaösins, þegar
hann studdi dr. Braga Jóseps-
son opinberlega iblaðisinu, en
greiddi atkvæði á móti honum
I fræðsluráði Reykjanesum-
dæmis, þar sem Jónas er for-
maður.
Það er þess vegna ekkert
undarlegt þótt almenningur
hristi höfuöiö yfir leiðara-
skrifum Jónasar Kristjáns-
sonar og telji þau ekki mark-
tæk. Verra er, að eigendur
Dagblaðsins skuli verða að
sitja uppi með hann meðan
blaðið kemur út vegna ævi-
ráðningarsamnings, sem hann
gerði. Það er m.ö.o. ekki hægt
að segja honum upp. Það er
svo sem ekki einsdæmi aö
menn séu ráðnir til æviloka.
Má minna á forseta Uganda,
Idi Amin, sem hefur slikan
samning við þegna sina. Menn
með slika samninga geta leyft
sér alls konar tiltæki, sem al-
mennt flokkast undir andlega
veiklun.
Gætu lært af
Anker
í leiðara Alþýðublaðsins 1
gær er rætt um kosningaúr-
slitin i Danmörku. Þar segir:
„Jafnaðar-
menn, undir
forystu Anker
Jörgensens,
unnu umtals-
verðan sigur 1
dönsku þing-
kosningunum.
Að undan-
förnu hafa Danir átt viö mikla
cfnahagsörðugleika aö etja,
og atvinnuleysi er mikið i
tandinu. Erfitt hefur reynzt að
mynda starfhæfa meirihluta-
stjórnen væntanlega tekst það
eftir þessar kosningar.
Urslit kosninganna er mikill
persónulegur sigur fyrir for-
sætisráðherrann. Hann lagði
spilin á borðiö, tjáöi þjóö sinni
umbúöalaust hver vandinn
væri, og aö nauðsynlegt væri
að fá vinnufrið til að beita ráð-
um jafnaöarmanna til aö
leysa vandann. Þjóöin trúði
honum og flokkur hans upp-
skar samkvæmt þvi.”
Það er rétt, sem Alþýðu-
blaðið segir, að Anker Jörgen-
sen lagði spilin á boröið og
sagði þjóð sinni umbúöalaust
viö hvaða vanda væri að etja.
Þvi miður eru Islenzkir kratar
ekki jafn hreinskilnir, en
margt gætu þeir lært af Anker
Jörgensen.
— a.þ.