Tíminn - 18.02.1977, Síða 4

Tíminn - 18.02.1977, Síða 4
MEÐ MORGUN- WJ14Í41 Föstudagur 18. febrúar 1977 Kærkominn sigur Loksins rættist draum- ur hinnar 18 ára gömlu verkamannsdóttur frá Dortmund, Dagmar Lurz. Henni tókst i evrópsku skautakeppn- inni i Helsinki aö verða allt að þvi jafnsnjöll An- ett Pötzsch frá Austur- Þýzkalandi og ná f silfurverðlaunin. Það er i fyrsta skipti i 23 ár, sem stúlku frá Vestur- Þýzkalandi tekst að komast i 2. sæti i skautakeppni Evrópu. Sá sigur var vel þeginn eftir 14 ára þjálfun. Fararstjóri þýzka liðs- ins, Erich Zeller, segir að hún eigi eftir að ná langt þvi aö: „hún er bæði áræðin og ein- beitt”. Hér fyrir ofan fylgja tvær myndir af Dagmar Lurz. Mörg okkar minnast leikkonunnar Anne Stallybrass, sem lék eiginkonu James Oned- ins i hinum óendanlega mörgu þáttum um Onedin skipafélagið, sem sjónvarpið okkar sýndi fyrir nokkrum ár- um. t þvi hlutverki var hún styrkur og stoð f jöi- skyldunnar, en ekki aö sama skapi gæfumann- eskja og dó ung. Hlut- skipti Anne hefur fram að þessu verið að leika konur i gömlum búning- um, sem sjaldan hefur stokkið bros, og hafa dáið ungar. Við minn- umst hennar lika f hlut- verki Jane Seymour, þriðju eiginkonu Hin- riks áttunda, og þar hlaut hún svipuð örlög. Nú fyrst, þegar hún er oröin 37 ára, hefur henni boðizt annars konar hlutverk. Nú er hún far- in að leika nútimalega klædda eiginkonu bónda i nýjum brezkum sjón- varpsþáttum. Að visu er ekki vist, að hún fái að njóta lifsins mikið i þessum þáttum fremur en þeim fyrri, þvi að aöaltómstundagaman bónda hennar er að halda framhjá henni, en hún fær a.ni.k. aö veröa ívið langlifari en i fyrri hlutverkum sinum. Nú finnst Anne svo gaman að leika, að hún segist vonast til að fá gaman- hlutverk næst. Albert Fin skiptir urr heimilisfa Brezki leikarinn Aibert Finney hefur nú tekið upp sambúð við leik- konuna Diana Quick og sjáum við þau hér á meöfylgjandi myndum. Hún er tiu árum yngri en hann og er rétt að ná fótfestu i leikstarfinu. Ekki er hún neinn kjáni, þvi aö hún er útskrifuö frá Oxford, og sú yfir- lýsing hennar, sem hvaö mesta athygli hef- ur vakið, er þegar hún Iýsti þvi yfir fyrir nokkrum árum, aö sitt takmark I iifinu væri að verða forsætisráðherra Bretlands. Hvort það er eftirsóknarvert starf nú oröiö skal ósagt látið, a.m.k. hefur Diana sýnt litla tilburði upp á sið- kastið til þess að kom- ast i ráöherrastól. Al- bert Finney er skilinn að borði og sæng frá eiginkonu nr. tvö, frönsku leikkonunni Anouk Aimee, en er sem sagt kominn i húsaskjól hjá Diönu Quick. • i timans > \

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.