Tíminn - 18.02.1977, Qupperneq 11
Föstudagur 18. febrúar 1977
11
9. tónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands
Efnisskrá:
Ludwig van Beethoven: Sin-
fónia nr. 2 í D-dúr
Johann Nepomuk Hummel:
Konsert i E -dúr fy rir trompet og
hljómsveit
Jón Þórarinsson:Völuspá.
Karsten Andersen stjórnaði
þessum 9. tónleikum vetrarins,
sem haldnir voru i Háskólabiói
10. febrúar sl., Lárus Sveinsson
lék einleik i trompetkonsert
Hummels, en Guðmundur Jóns-
son og Söngsveitin Filharmónla
sungu Völuspá með hljómsveit-
inni. Mikið blómahaf var fremst
á sviðinu (gjöf frá Blómum og
ávöxtum — eftir tónleikana
veröa blómin send á sjúkrahús I
Reykjavlk) sem gladdi augað
og frá fremstu bekkjum gnæfði
við himin. Sumum þótti sá at-
buröur, þegar Guömundur
Jónsson kom fram úr blóma-
þykkninu til að syngja, minna á
Humphrey Bogart I senu úr
Afrlkudrottningunni. Þá þótti
ekki minni tlöindum sæta á tón-
leikunum annar blómi vel til
hafðra manna meö ábyrgö I
auga: Þar voru komnir borgar-
stjórnarfulltrúar (i boöi Sin-
fónluhljómsveitarinnar) aö
kynna sér llf fólksins I rlki slnu,
að sið Harúns al Rasjlðs.
U-dúr hljómhviöan
Ludwig van Beethoven frum-
flutti 2. hljómhviðu slna, ásamt
3. píanókonsertnum og óratóri-
unni „óllfufjallið”, á einkatón-
leikum I apríl 1803. Enn var
hann ekki búinn aö þenja út
vængi slna til fullnustu, og
áhrifa gætir frá Mózart og
Haydn — þaö er fyrst I 3. hljóm-
hviöunni sem Beethoven „svlfur
fugla hæst I forsal vinda”. En 2.
hljómhviðan er auðvitaö mikil
þrátt fyrir það — tveir þættir
hennar eru meira aö segja
lengri en nokkur þáttur I sin-
fónlu áður skrifaöur.Skáldið átti
á þessum tlma við hraðvaxandi
heyrnardeyfu að strlöa, en þrátt
fyrir þaö, og ýmsan annan
vanda veraldlegs eðlis, er þessi
hljómhviða með léttustum blæ
þeirra allra. Þvl miður heföi
hljómsveit vor mátt vera dug-
legri að æfa sig á undan, þvi oft
skorti á samtakamáttinn I flutn-
ingnum, og auk þess virtist
votta fyrir deyfð og áhugaleysi.
Þessa þreytu vilja sumir kenna
Andersen stjórnanda en hver lá-
ir manninum það, þótt hann sé
oröinn þreyttur að tosa eftir 3
ár?
Dómur sögunnar
Hinn slvaxandi fjöldi gramm-
ófóna og hljóöfæraleikara I
heiminum hefur örvaö menn til
þess að róa á lægri miðin, þar
sem er að finna þau tónskáld og
verk sem „sagan dæmdi úr
leik”, þvl, eins og Bólu-Hjálmar
sagði um dóm Matthlasar um
Slmon Dalaskáld: Náman er
auöug viö niöurgangsbrúna /
neitt þarf ei grafa, hún sjálf-
krafa spjó. A öllum tlmum hafa
verið fleiri kallaðir en útvaldir,
og fyrir hvern Beethoven eöa
Mózart voru hundruð minni
spámanna sem ekki auðnaöist
V ! ..........................
eilltt llf (hérna megin, a.m.k.).
En nú virðist stund upprisunnar
komin, og hvert tónskáldið af
öðru ris úr gröf gleymskunnar,
magnað af þörfum
skemmti-iðnaöarins og guönum
Mammoni. Tónleikaskráin seg-
ir um Hummer (1778-1837) að
hann hafi verið samtimamaður
Haydns, Mózarts, Beethovens
og Schuberts og þeim hand-
genginn, hafi veriö mikill planó-
snillingur og mikilvirkt tón-
skáld. „Hann hvarf þó svo gjör-
samlega I skuggann af hinum
miklu samtiðarmönnum sinum,
að tónlist hans gleymdist svo til
gjörsamlega.Til merkis um það
má geta þess, að trompetkon-
sertinn I E-dúr var ekki einu
sinni gefinn út fyrr en áriö 1957.
/ böls mun alls batna, / Baldur
mun koma”.
Ekki gat ég annaö heyrt en
hér væri með smekkvísi og
kunnáttu aö farið. Tónskáldið
reyndi aö skapa með hljómlist
hughrif I takt viö efni
kvæöisins — trumbusláttur og
draugaleg múslk þegar „þrjár
koma / þursa meyjar / ámátt-
kar mjög f úr Jötunheimum”,
en miklir lúðrahljómar „Þá
kemur hinn rlki / að regindómi/
öflugur ofan, / sá er öllu ræð-
ur”. Þessi tegund af tónsetningu
getur að vlsu virkað ögn „ódýr”
eins og bakhljóð I kvikmynd, en
hins vegar veröur ekki I fljótu
bragði séð hvernig ööru vfsi má
að fara. Textinn var samvizku-
samlega prentaður I tónskránni.
Andersen
Nú er konsert þessi talinn með
erfiöustu (mörg er dyggðin!) og
glæsilegustu konsertum, sem
skrifaðir hafa verið fyrir tromp-
et, og menn eru að átta sig á að
Hummel er, sem tónskáld, allr-
ar athygli verður.”
Konsert Hummels hvllir nær
algerlega á einleikshljóðfærinu,
þvi leikur hljómsveitarinnar er
að mestu I dúmm-dúmm-dæ stll,
og vlst er um það, að Lárus
Sveinsson leysti einleikshlut-
verk þetta glæsilega af hendi.
Hljómleikagestir kunna jafnan
vel að meta glæsilegan einleik,
enda ætlaði fagnaöarlátum
seint að linna, bæði áheyrenda
og hljómsveitar, jafnframt þvi
sem blómvendir voru mundað-
Völuspá Jóns Þórarins-
sonar
Jón Þórarinsson samdi tón-
verkiö Völuspá að tilhlutan
þjóöhátlðarnefndar Reykjavlk-
urborgar til flutnings á þjóðhá-
tlð að Arnarhóli 1974. Hann til-
einkaði það Róbert A. Ottóssyni,
sem féll frá sama ár, en haföi
styrkt höfundinn til stórræða
þessara áöur. Róbert var sömu-
leiðis stofnandi og driffjöður
Söngsveitarinnar Fllharmónfu,
og fór þvl vel á þessum flutn-
ingi. Völuspá er annars skrifuð
fyrir hljómsveit, blandaðan kór
og bariton-einsöngsrödd, og
söng hana Guömundur Jónsson.
Jón Þórarinsson hefur valið 17
erindi (af 65) úr hinu forna
kvæði, og skiptast þau I fjóra
kafla, eins og kvæðið sjálft:
Hinn fyrsti lýsir kaos, annar
sköpun heimsins og llfi goð-
anna, hinn þriðji ragnarökum,
og hinn fjóröi upprisunni I para-
dís: „Munuósánir / akrarvaxa,
Lárus Guðmundur
meö nútímastafsetningu Ólafs
Briems.
Ekki sáéinein náttúrleg skil I
efni textans milli þess sem kór-
inn og einsöngvarinn sungu —
þar var sjónarmiö fjölbreytn-
innar látið ráöa. Glæsilegasti
kaflinn fannst mér hinn slöasti,
sem hófst meö bassaklarlnettu-
sóló Sigurðar Snorrasonar, en
slðan tók við fagur kórsöngur:
„Sér hún upp koma/ öðru sínni
/ jörð úr ægi / iðjagræna”.
Guðmundur Jónsson er mikill
afreksmaöur I sönglist, með
mikla rödd og fagra, og mikiö
gleðiefni er það, aö Söngsveitin
Fílharmónla skyldi standa af
sér dauða Róberts Ottóssonar —
nú stýrir henni Marteinn Frið-
riksson, og ber að vona aö á þvl
veröi framhald. Af einhverjum
ástæöum kom Marteinn ekki
fram á sviðiö aö tónleikunum
loknum, en margsigldur menn-
ingarmaöur hefur sagt mér, aö I
öllum siðmenntuðum löndum
komi söngstjórinn fram og
taki við (maklegu I
þetta sinn) klappi og blómum.
Hins vegar var stórviðburðastlll
yfir flutningi siðari hluta efnis-
skrárinnar, þvl þar voru menn
Sjónvarpsins komnir með tæki
sln . Var hvort tveggja að um
nýlegt Islenzkt kórverk að
ræða, auk þess sem ekki er
sama Jón og séra Jón.
Sigurður Steinþórsson
tónlist
Ung þýzk
stúlka
sem ætlar í dýra-
læknisnám, óskar eftir
sumarvinnu á bóndabæ
gegn fæði og húsnæði.
Upplýsingar á kvöldin í
sima (91) 5-16-82.
Jörðin Tungufell
Deildardal i Skagafirði er til sölu.
Nánari upplýsingar gefur Páll Hjálmars-
son, Viðigrund 2, Sauðárkróki, simi 5204.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
Auglýsið í
Tímanum
Óskil i Sandvikurhreppi
Rauöskjóttur hestur 3-4 vetra, marklaus verður seldur að
3 vikum liðnum, gefi eigandi sig ekki fram.
Hreppstjórl.
Húsbyggjendur
Norður- og Vesturlandi
Eigum á lager milliveggjaplötur. Stærð
50x50 cm. Þykkt 5,7 og 10 cm.
Söluaðilar:
Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjarðar, slmi 2180.
V-Húnavatnssýsla: Magnús Glslason, Staö.
Blönduós: Sigurgeir Jónasson, slmi 4223.
Sauðárkrókur: Jón Sigurðsson, simi 5465.
Akureyri: Byggingavörudeild KEA, slmi 21400.
Húsavlk: Björn Sigurðsson, slmi 41534.
LOFTORKA H.F. — BORGARNESI
Simi 7113 — Kvöldsimi 7155
Starfsfólk óskast
1 verksmiðju vora i Mosfellssveit i eftirtal-
in störf:
2 i spunadeild
1 i tætaradeild
2 i vefnaðardeild
Allt vaktavinna 5 daga vikunnar og fram-
tíðarstörf.
Ókeypis flutningur starfsfólks milli vinnu-
staðar og Reykjavikur. Einungis kemur
til greina fólk með góð meðmæli frá fyrri
atvinnuveitendum.
Góðir tekjumöguleikar eftir starfsþjálf-
unartima.
Vinsamlega komið til viötals viö framleiðslu- eöa verk-
smiðjustjóra milii kl. 8 og 16.
Simastúlka gefur minni háttar upplýsingar I sima 66300.
£/4crfosshf
MOSFELLSSVEIT.
Rafmagnsveitur
ríkisins auglýsa
laust til umsóknar starf véltæknifræðings
eða vélaverkfræðings til starfa við
Framkvæmdadeild. Laun eru skv.
kjarasamningum rikisstarfsmanna.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116
Reykjavik
III Útboð
Tilboö óskast I bendistál I steypu, einnig boltaefni svo og
vatnsþolinn krossviö fyrir Reykjavlkurhöfn.
tltboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
R.
Tilboðin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 10. mars
n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Landeigendur Selósi
M)ALFUNDUR Félags landeigenda i
Selási verður haldinn að Freyjugötu 27
laugardaginn 19. febrúar 1977 kl. 14.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Samningar við Reykjavikurborg.
3. önnur mál.
Stjórnin.