Tíminn - 18.02.1977, Síða 9

Tíminn - 18.02.1977, Síða 9
Föstudagur 18. febrúar 1977 9 WMmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Kitstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjaid kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Andspænis mengun Fyrir tiltölulega skömmum tima var mengun orð, sem sjaldan heyrðist. Enginn bar kviðboga fyrir þvi, að andrúmsloft spilltist, og menn bjuggu að gömlu máltæki, sem segir, að lengi taki sjórinn við. Að visu barst hingað stundum móða, sem veður- fræðingar sögðu, að væri eimur frá verksmiðjum i Evrópulöndum. En vindar blésu, og regn hreinsaði loftið, og himininn hvelfdist á ný yfir þessu tæra lofti, sem einkennt hefur land okkar. Nú er öldin önnur. Mengunin hefur náð til okkar — að visu ekki i neitt viðlika mæli og i nálægum iðnað- arlöndum. En vitjað okkar þó. Við íslendingar höfum verið girugir i stórvirki, og sjálfsagt að vonum eftir allan kotbúskap liðinna alda. Þegar stóriðja var hafin, var litillar varygðar gætt af þeim sem þá réðu úrslitum, og ekki haft rikt i huga að stemma á að ósi með þeim ráðum, er þó hefðu verið tiltæk. A svipaðan hátt þóttu þau verð- mæti, sem náttúra landsins er i sjálfu sér, ekki þess verð framan af að horfa i þau, þegar gerð mikilla mannvirkja var á döfinni, þar til nú á siðustu árum. Þetta er mjög breytt. Fleiri og fleiri skilja og viðurkenna, að skemmtilegt umhverfi er eitt af þvi, sem hiklaust verður að telja til lifsgæða, þótt erfitt sé að vega þau gæði á þá vog, þar sem allt er reikn- að i krónum, smálestum og kilóvattstundum. Augu langflestra virðast einnig hafa opnazt fyrir þvi, að mjög var rasað um ráð fram, þegar álverksmiðjan var reist i Straumsvik, og þeir samningar, er þá voru gerðir, harla gallaðir, og það á fleiri vegu en lýtur að mengunarvörnum. Þetta grandaleysi, eða hvað það skal heita, hefur nú sagt til sin. Fyrir löngu er ljóst, að ekki var allt með felldu umhverfis verksmiðjuna, og nú hefur bæjarstjórn Hafnar- fjarðar kveðið upp úr með það, að flúormengun þar hafi þegar á árinu 1975 verið komin yfir þau hættu- mörk, sem visindin hafa sett. Þetta eru tiðindi, sem hljóta að ýta við fólki og vekja það til fulls. Hér verður að gripa til róttækra ráða. Og þetta er einnig rækileg áminning um, að alla forsjá verður að hafa um tryggar varnir við sérhverja þá verksmiðju, sem reist verður i fram- tiðinni, svo að sagan úr Straumsvik endurtaki sig ekki. En það er ekki aðeins gegn útlendri stóriðju, sem við verðum að vera á verði. Við verðum einnig að vera á verði gagnvart sjálfum okkur. Sumt af þeim sóðaskap, sem - viðgengizt hefur hjá okkur, er kannski ekki beinlinis af hættulegu tagi fyrir lif og heilsu, en þó til leiðinda og skammar. Það á við um margháttaða misbresti i umgengni, sem harla viða blasa við, til dæmis bæði á fjörum og þurru landi i grennd við mannabyggð. En sumt af skeytingarleysi okkar er beinlinis háskalegt. Olia og annar þess háttar hroði, sem settur er i sjó, veldur áreiðanlega miklum fugladauða, og fleiri lifverur eru þar i hættu, og frá- gangur á skolpræsum, sem leidd eru i sjó fram, hef- ur einmitt verið til umræðu siðustu daga, sérstak- lega i Reykjavik, þar sem sjór við ströndina virðist sums staðar mora af skaðvænlegum bakterium, sem taldar eru hafa borizt hingað mjög i seinni tið með fólki úr Suðurlandaferðum. Við megum ekki láta útlendinga hlunnfara okkur en við verðum lika að hafa gát á okkur sjálfum. —JH ERLENT YFIRLIT Ráðherratign hefur ekki breytt Anker Sigur fyrir ágústsamkomulagið Anker Jörgensen ÚRSLIT þingkosninganna I Danmörku uröu mikill per- sónulegur sigur fyrir Anker Jörgensen forsætisráöherra. Flokkur sósialdemókrata hef- ur nii aöeins fjórum þingsæt- um færra en hann hafði áöur en flokkar Glistrups (Fram- faraflokkurinn) og Erhards Jakobsen (miödemókratar) komu til sögunnar. Þeir hjuggu svo stórt skarð I fylgi sósialdemókrata, þegar þeir komu til sögunnar i desember- kosningunum 1973, aö þing- mannatala sósialdemókrata hrapaöi Ur 70 i 46. Einkum var brottför Jakobsens úr flokki sósialdemókrata tilfinnanleg, en hann hlaut 14 þingsæti i þingkosningunum 1973. Ýmsir töldu, aö dagar Ankers Jörgensens sem leiötoga sósialdemókrata væru taldir eftir þetta áfall flokksins, en hann var nýlega tekinn viö forustunni af Krag, sem haföi valiö hann eftirmann sinn, án teljandi samráös viö aöra leiö- toga flokksins. Flokkurinn var hins vegar ekki viö þvi búinn aö skipta um foringja. Eftir kosningarnar i janúar 1975 fékk Anker Jörgensen tæki- færi til aö mynda minnihluta- stjórn sósialdemókrata, sem hefur farið meö völd siöan. Forusta hans hefur veriö á þann veg, aö hann hefur unnið sér sivaxandi traust og þó sér- staklega eftir aö hann náöi i ágústmánuöi siöastl. sam- komulagi viö miöflokkana (Radikala flokkinn.Kristilega flokkinn og miödemókrata) um nokkur meginatriöi i efna- hagsmálunum, þar sem stefnt varaö þvi aö halda kaupgjaldi og verölagi i skefjum. íhalds- flokkurinn lýsti sig siöar fylgj- andi þvi. Framkvæmd þess strandaði hins vegar á Vinstri flokknum, og leiddi þaö til kosninganna nú. Sósialdemó- kratar tefldu Anker mjög fram i kosningabaráttunni, og þvi meira sem leiö aö lokum hennar. Sigur þeirra I kosn- ingunum nú var i fyrsta lagi persónulegur sigur hans og I ööru lagi sigur ágústsam- komulagsins svonefnda. ÞAÐ veröur ekki sagt um Anker Jörgensen, aö hann sé glæsimenni og eigi gengi sitt þvi aö þakka. En framkoma hans vekur traust, og hann hefur sýnt bæöi festu og lagni sem stjórnaridi. Hann er alinn upp sem munaöarleysingi, gekk ungur i þjónustu verka- lýðssamtakanna og vann sér brátt vaxandi álit þar. Jens Otto Krag taldi rétt, þegar hann valdi eftirmann sinn, aö hann yröi úr verkalýöshreyf- ingunni, þvi aö tengslin milli hennar og flokksins mættu ekki rofna, og þvi varö Anker fyrir valinu hjá honum. Ýmsir töldu hann þá ekki nógu menntaðan til aö taka viö stjórnarforustunni og aö eöli- legra heföi veriö aö fela hana háskólagengnum manni. Nú efast enginn um, aö Krag valdi rétt. Þaö hefur ekki dregiö úr áliti Ankers, aö hann hefur ekki látiö ráöherratign- ina stiga sér til höfuðs heldur lifir óbreyttu lifi sem áöur og býr t.d. áfram i þriggja her- bergja ibúö. Kosningarnar uröu álika mikill persónulegur ósigur fyrir aöalkeppinaut Ankers, Poul Hartling, og þær uröu persónulegur sigur fyrir hann. Hartling vann sér mikiö álit sem forsætisráöherra minni- hlutastjórnar Vinstri flokksins á árinu 1974. I þingkosningun- um, sem fóru fram I janúar 1975, tvöfaldaöi hann þing- mannatölu flokksins, eöa i 42 úr 22. Eftir þær kosningar hélt hann hins vegar klaufalega á málunum,og hefursiöan veriö erfiöur i samstarfi. Vegna á- greinings i flokknum, kom hann i veg fyrir aö ágústsam- komulaginu væri fylgt og leiddi þaö til kosninganna nú, eins og áöur segir. Hartling hefur taliö sig fylgja ábyrgri stefnu meö hinni neikvæðu af- stööu sinni, og má reyndar segja, aö talsvert sé rétt i þvl. Kjósendurhafa hins vegar tal- iðþessa afstööu hans óábyrga, eins og staöan er i þinginu. Þess vegna missti Vinstri flokkurinn nú allt þaö fylgi, sem hann fékk I kosningunum 1975 og raunar meira, þvi aö nú hefur hann aöeins 21 þing- mann. ÞAÐ mun veröa fyrsta verk Ankers Jörgensen eftir kosn- ingarnar aö reyna að mynda meirihlutastjórn þeirra Poul Hartling flokka, sem stóöu aö ágúst- samkomulaginu, en þeir hafa nú orðið hreinan meirihluta á þingi. Samanlagt juku þeir mikiö fylgi sitt. Sósialdemó- kratar bættu viö sig 13 þing- mönnum, miðdemókratar 7 og ihaldsmenn 5, eöa samtals 25 þingmönnum. Tveir flokkanna töpuöu hinsvegar þingsætum, eöa radikalir 7 og kristilegir 3. Hreinn vinningur flokkanna, sem stóöu aö ágústsamkomu- laginu, var þvi 15 þingsæti og nægir þaö til aö tryggja þeim röskan þingmeirihluta. Senni- lega veröur þaö erfitt fyrir Anker aö sameina þessa flokka um rikisstjórn, og er þvi ekki ósennilegt, aö niöur- staöan verði sú, aö minni- hlutastjórn sósialdemókrata haldiáfram. Anker Jörgensen segir þó ákveöiö, aö hann kjósi heldur aö mynda meirihluta- stjórn. Segja má, aö þaö hafi orðið nokkurt áfall fyrir ágústsam- komulagiö, aö þeir tveir flokk- ar sem studdu þaö einna bezt, uröu fyrir fylgistapi, þ.e. radi- kalir og kristilegir. Þar er þessað gæta.aö radikalir hafa veriö aö skipta um foringja og var óráöiö hver hann yröi, og hefur þaö vaf alaust haft sitt aö segja. Þá hafa margir sem vildu styöja ágústsamkomu- lagiö, taliö eölilegast aö kjósa flokk Ankers. Réttarsam- bandiö svonefnda náði nú enn aö nýju talsveröu fylgi, sem þaö hefur sennilega fengiö aö einhverju leyti frá radikölum og kristilegum. Aöalmál þess var andstaða við þátttöku Danmerkur i Efnahagsbanda- laginu. Loks hafa miödemó- kratar sennilega náö ein- hverju fylgi frá þessum tveimur flokkum, en Erhard Jakobsen er kraftmikill leið- togi ogóragur við aö hafa sér- skoöanir, sem bæöi geta aflaö vinsælda og óvinsælda. Þá má segja, aö sigur ágúst- samkomulagsins sé ekki sizt fólginn i þvl, aö allir flokkarn- ir, sem eru til vinstri viö sósialdemókrata, töpuöu fylgi, þótt þeir teldu sig eiga von á þvi gagnstæöa. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.