Tíminn - 23.03.1977, Síða 3
Miðvikudagur 23. marz 1977
3
' ' . 1
Listasafn stofnað
í Kópavogi
Kaupstaðnum gefin öll listaverk úr dánarbúi
Gerðar Helgadóttur
Tjörnesingar
að hefja hrogn-
kelsaveiðar
Vilja fá
að vera
einir á
miðun-
um
næst
landi
SJ-Reykjavik — Menn eru að
byrja að leggja grásleppunet,
sagði úlfur Indriðason bóndi i
Héðinshöfða á Tjörnesi
Timanum i gær. Hér á Tjör-
nesinu eru einar 15-16 trillur,
og eru þær flestar geröar út á
grásleppuveiöar i lengri eöa
skemmri tima eftir atvikum.
Flestir bátanna eru gerðir út
frá Tunguhöfn, en þar var
verið að ryöja veg niður að
verbúðinni. Nokkrir róa einnig
héðan úr Héðinsvik og leggja
upp á Húsavik.
Undanfarin ár hafa Tjörnes-
ingar fengið heldur litinn
hrognkelsaafla, meðfram ef-
laust vegna þess að mikil sókn
hefur verið frá Húsavik og sjó-
menn þaöan hafa byrjað
veiðarnar fyrr en Tjörnesing-
ar. Oft hefur verið þröngt á
miðunum. Nú var ekki heimilt
að byrja að leggja netin fyrr
en 20. marz og vonandi verður
það til bóta. — Þetta stefnir I
rétta átt, sagði Úlfur Indriöa-
son, en helzt hefðum við viljað
fá að hafa okkar landhelgi ein-
ir hér næst landinu. Aður fyrr
voru hrognkelsamiðin talin
hlunnindi, en nú er lagt á
dýpra vatni en áður með
sterkari netum og það geta
ekki aörir en þeir sem stunda
þetta meira en bændur, sem
hafa veiöarnar sem aukagetu.
Við heföum þvi gjarnan viljaö
vera einir næst landinu.
I fyrra fengu Tjörnesingar
um 10 milljónir króna fyrir
söltuö grásleppuhrogn, og er
það veruleg undirstaða af-
komu sumra heimilanna.
Lltils háttar er reykt af
rauðmaga, en sigin grásleppa
er einungis notuð til heimilis-
þarfa. Mikið verk er að verka
grásleppuna og borgar sig
ekki fyrir þaö verö, sem fyrir
han fæst.
— Hér er vorbliðuveöur og
dálitill snjór ekki þó neitt
harðfenni eða skammdegis-
gaddur. Við sjóinn er snjó-
laust, sagði úlfur Indriðason
að lokum.
A fundi bæjarráðs Kópavogs,
sem haldinn var i dag, var lagt
fram gjafabréf frá erfingjum
Geröar Helgadóttur, mynd-
höggvara, þeim Snorra Helga-
syni, Erlendi Helgasyni, Unni
Helgadóttur og Hjördisi Helga-
dóttur, þar sem þau eru sam-
mála um að gefa Lista- og
menningarsjóði Kópavogs lista-
verk Gerðar, sem I dánarbúinu
eru, þ.e. allar frummyndir og
eitteintak af afsteypum, sem til
eru i búinu, ásamt skissum,
teikningum og tillögum.
Gjöf þessi er háð þvi skilyröi
að byggt verði listasafn i Kópa-
vqg/, sem beri nafn Gerðar
Helgadóttur og geymi listaverk
hennar og sýni og gegni að öðru
leyti hefðbundnum verkefnum
listasafns.
Með gjöfinni er gert ráö fyrir
að höfundaréttur að þeim' verk-
um Gerðar, sem gefin veröa,
fylgi með gjöfinni og að erfingj-
ar Gerðar framselji þann
höfundarétt til stjórnar hins
fyrirhugaða safns, sem gert er
ráö fyrir að verði tilbúiö á árinu
1983.
1 gjafabréfinu er gert ráð
fyrir stofnun sjóös, er verði i
vörzlu stjórnar safnsins og hafi
það meginmarkmiö að koma
fleiri af verkum Gerðar i varan-
legt efni. í sjóðinn munu renna
greiöslur vegna höfundaréttar
ásamt framlögum frá Kópa-
vogskaupstaö og öðrum aðilum.
Hér er um mjög höföinglega
og verðmæta gjöf aö ræða, þvi
Gerður hefur fyrir löngu öölazt
mikla f rægð fyrir list sina og eru
verk hennar eftirsótt jafnt
heima sem erlendis. Eru til aö
mynda margar opinberar bygg-
ingar og kirkjur á meginlandi
Evrópu skreyttar verkum henn-
ar.
Bæjarstjórn Kópavogs á eftir
að fjalla um málið og telja má
fullvist að gjöfin veröi þegin og
listasafn reist i kaupstaðnum.
Nýtt
hafnar-
hús
tekið i
notkun
Ólafsvik
— þar er m.a.
húsnæði fyrir
útibú Haf-
rannsóknar-
stofnunar-
innar
SJ-Reykjavik—Verið er aö taka i
notkun nýtt hafnarhús i Ólafsvik.
Umsiðustu mánaðamót var farið
að nota nýja 30 tn hafnarvigt og i
húsinu er aðstaða fyrir hafnar-
verðina.
Þarna er einnig húsnæði fyrir
útibú frá Hafrannsóknastofnun-
inni, sem væntanlega tekur til
starfa i lok þessa árs, að sögn
Alexanders Stefánssonar oddvita
i Ólafsvik. Hann kvaðmjög mikinn
áhuga vera á að útibúið tæki til
starfa enda kæmi það ugglaust til
meö að hafa mikiö gildi fyrir
hvers kyns athuganir i sambandi
viö sjávarútveginn. I húsinu
veröur aðstaða til að rannsaka
afla og aflasamsetningu, og fylgj-
ast með hreyfingum i fiskuppeldi
á Breiðafirði.
Tengt þessu húsi veröur bygg-
ing f yrir Ferskfiskeftirlit rikisins,
en henni er ólokið.
Nýr leikskóli og
oliumöi á götur
Þá er veriö aö byggja leikskóla
á Ólafsvik. Hann var kominn
undir þak fyrir áramót og er nú
verið aö bjóða út innréttingar.
Hús þetta er byggt samkvæmt
ströngustu kröfum um leikskóla
eftir teikningum samþykktum af
men ntamálaráðuney tinu.
Pláss verður fyrir 80 börn
hálfan daginn eöa 45 börn allan
daginn. Leikskóh er starfandi á
Ólafsvik og eru þar 45-50 börn og
flyzt hann væntanlega i nýja hús-
næðið i haust.
Þá er unniö að undirbúningi
gatnagerðarframkvæmda á
Ólafsvik. Búið er að gera samn-
ing við Miðfell h.f. um að leggja 2
km oliumöl á götur i Ólafsvik i
sumar.
Fjölmargar heilsu-
gæzlustöðvar í smiðiun
— en mun fleiri byggingar vantar þó til að fullnægja þörfinni
Heilbrigðisráðherra Matthlas
Bjarnason flutti I gær ítarlega
skýrslu um þróun heilbrigðis-
mála, en skýrslan er sú fyrsta
sinnar tegundar. Skýrslan skýr-
ir frá nokkrum þáttum I þróun-
inni slðan heilbrigðisráðuneytið
var sett á stofn með sérstökum
lögum árið 1970.
MÓ-Reykjavik — Nd er í bygg-
ingu fyrir heilsugæziu alls um
9.000 fermetra húsnæði hér á
landi. 1 hönnun og frumathugun
er um 2.500 fermetra húsnæði,
en áætluð viðbótarþörf fyrir
húsnæði undir heilsugæzlu hér á
landi er talin tæplega 14.000
fermetra húsnæði, sem ekki
hefur verið veitt fé til á fjáriög-
um. Samtals er gert ráö fyrir að
húsnæðisþörf fyrir heilsugæzlu
á öllu landinu sé 25.400 fermetr-
ar, þar af 18.000 fermetrar utan
Reykjavikur, en 7.400 I
Reykjavlk.
Þetta kemur m.a. fram i
skýrslu heilbrigöisráðherra,
sem útbýtt var á Alþingi i gær.
Þar kemur einnig fram, aö nú
eru i notkun 59 ibúðir fyrir
starfslið i heilbrigðisþjónustu,
og i byggingu eru fimm ibúðir.
Til þess að fullnægja þörfinni
vantar um 88 ibúðir og svarar
það til 13.000 fermetra
húsnæðis.
Þá kemur fram i skýrslunni
að hér á landi eru 50 mismun-
andi sjúkrastofnanir starfrækt-
ar, og eru legurúm i þessum
stofnunum 4.030.
I skýrslunni kemur fram, aö i
nov. sl. voru 64 heilsugæzlu-
læknar i fullu starfi hér á landi
og 2 i hálfu starfi. Þá voru 24
hjúkrunarfræðingar i fullu
starfi og 8 i hálfu starfi. Ljós-
mæður voru 9 i fullu starfi og 5 i
hálfu starfi.
Einnig er þar áætlun um þann
fjölda lækna, hjúkrunarfræð-
inga og ljósmæðra, sem bæta
þarf við i heilsugæzlustöövunum
á næstu árum, og er þar gert ráð
fyrir 70 læknum til viöbótar, 80
hjúkrunarfræðingum og einni
ljósmóður. Þetta miöast við, að
fjöldi lækna á heilsugæzlustööv-
um i dreifbýli veröi sá, að til
jafnaöar kom komi 1.500-2.000
ibúar á hvern lækni, en i
Reykjavik og tilsvarandi þétt-
býliskjörnum komi 2.000-2.500
ibúar á hvern lækni.
Samkvæmt lögum frá 1973 um
heilbrigðisþjónustu er landinu
skipt i 27 heilsugæzluumdæmi.
Innán þessara umdæma eru 40
starfssvæði.
Utan Reykjavikur eru 39
starfssvæöi, og er þar gert ráð
fyrir 13 heilsugæzlustöövum,
þar sem einn læknir starfar (H
1) og 26 heilsugæzlustöðvum,
þar sem tveir læknar starfa (H
2) .