Tíminn - 23.03.1977, Page 12
12
Ilillili
Mi&vikudagur 23. marz 1977
Mi&vikudagur 23. marz 1977
13
Listasafn Islands (málverk eftir Jóhannes Kjarval)
Jón Arason og synir hans, heitir þessi Kjarvalsmynd
Þrjár meiriháttar málverka-
sýningar voru opnaöar um sl&-
ustu helgi. Kjarvalssýning meö
rúmleg fimmtiu myndum,
Baltasaropnaði á Kjarvalsstöö-
um i vestursal og Sigriöur
Bjömsdóttir opnaöi sýningu á
verkum sinum i Norræna-hús-
inu.
Kjarvalssýningin
Kjarvalssýningin 1977 veröur
aö telja meiri háttar viöburö,
þvi fæstar þessara mynda hafa
áöur komiö fyrir almennings
sjónir. Góöir menn, einstakling-
ar hafa tekiö þær ofan af vegg
heima hjá sér og lánaö þær til
sýningarinnar, og er þetta
dæmalaust örlæti, og þaö sama
hafa nokkrar stofnanir gert, en
örfáar myndirnar eru í eigu
borgarinnar.
Borgarstjórinn I Reykjavik
ritar ávarp, sem birt er i sýn-
ingarskrá og þar segir m.a.
þetta:
„Frá þvi aö Kjarvalsstaöir
tóku til starfa áriö 1973, hafa
veriö haldnar i húsinu nokkrar
sýningar á myndum Jóhannes-
ar S. Kjarvals, enda aö þvi
stefnt, aö eystri salur hússins
skyldi sérstaklega ætlaöur til
sýninga á verkum hans. Stund-
um hefur þó salurinn veriö tek-
inn til annarra sýninga þannig,
aö sýningar á myndum Kjar-
vals hafa ekki veriö óslitiö hér I
húsinu.
Nú er opnuö hér ný sýning á
myndum Kjarvals. Safnaö hef-
ur veriö saman myndum, sem
allar eru i einkaeign, aö undan-
teknum tveim stærstu myndun-
um, sem eru eign borgarinnar.
Fæstar þessar myndir hafa áö-
ur verið sýndar opinberlega á
sýningu, og þvi er mikill fengur
aö þvi, aö borgarbúar og aftrir,
sem hingaö eiga leiö sina, fái
tækifæri til aö kynnast þeim.
Myndirnar spanna yfir langt
timabil. Sú elzta er frá árinu
1917,ensúyngstafráárinu 1968,
en það ár fór Kjarval á sjúkra-
hús og átti þaöan ekki aftur-
kvæmt. Málaði hann ekkert eft-
ir þaö. Aö visu eru allmiklar
eyöur i sýningunni, þ.e. ákveðin
tlmabil vantar, en tilgangurinn
er fyrst og fremst aö kynna
sýnishorn af hinni ótrúlega fjöl-
breyttu list Kjarvals. Fræöilegt
yfirlit yfir hin einstöku timabil I
listferli Kjarvals veröur aö biöa
betri tima.”
Þaö skal strax tekiö fram, aö
hér er um framúrskarandi góöa
sýningu aö ræða og fjölbreytta.
Þarna er aö sjá bæði frægar
myndir og eins myndir, sem
enginn vissi aö væru til. Nýjar
hliöar hafa komið i ljós á lifs-
verki meistarans, sem var þó
stórbrotinn fyrir. Einkum eru
þaö eldri myndimar sem koma
skemmtilega fyrir sjónir og má
t.d. nefna mynd af Jóni Ara-
syni og sonum hans, en sú mynd
var máluö árið 1921.
Myndimar völdu þeir Alfreö
Guðmundsson, forstööumaöur
Kjarvalsstaöa og listamennim-
ir Jóhannes Jóhannesson og
Guðmundur Benediktsson.
Baltasar
Baltasar sýnir finímtiu mál-
verk aö þessu sinni og 40 teikn-
ingar úr myndasafni Guöna
Jóns Guöbjartssonar af ölíum
ábúendum GrImsneshreR)s, en
þær myndir voru teiknaöar á
árunum 1965-1966.
Baltasar B. Samper er sem
kunnugt er spænskur aö ætt, en
hefur dvalizt hér á landi, eöa
hefur veriö búsettur hér svo
lengi, aö hann hefur fyrir löngu
samlagast vorri þjóö. Samt hef-
ur uppruninn llklega gefiö hon-
um nokkra sérstööu sem mynd-
listarmaöur, þvi glöggt er
gestsaugaö eins og þar stendur.
Þaö er dálitiö öröugt aö meta
málverk þessa listamanns, en
þvi veldur óvenjuleg þróuö
tækni, sem I raun og veru bjarg-
ar öllum myndum frá þvi aö
veröa verulega vondar. Þetta
veldur þvi, aö stundum viröast
verk Baltasars vera yfirborös-
leg I öllum sinum glæsileik.
Obeizlaö litaflóö, rauöir hestar
og gulir meö reistan makka
renna yfir iandiö.
Ef til vill á þetta rætur aö
rekja til upprunans, úr hinum
ástriöufulla spænska heimi, aö
fólk í listum
Sigriöur Björnsdóttir meö hluta verka sinna.
Jóhannes Kjarval áriö 1935
ÞRJÁR
STÓRAR
SÝNINGAR
Málverk eftir Baitasar.
annaö litakort sé I Spánverjum,
en Skandinövum, en væri þó
langsótt skýring.
Svipaöa sögu er aö segja af
landslagsmyndum Baltasars,
þær eru all hávaöasamar I litn-
um, a.m.k. ef boriö er saman
viö nákvæmnina I teikningunni.
Myndin af Lómagnúpi er of lik
hinni frægu Lómagnúpsmynd
Jóhannesar Kjarvals, þ vi þaö er
nú einu sinni til staöir á Islandi,
sem búiö er aö mála.
Þetta eiga þó ékki aö vera
neinar aöfinnslur, þetta er stór
og glæsileg sýning, heldur aö-
eins hugsaö sem ábending.
Bezt viröist Baltasar takast
upp viö mannamyndimar, hvort
sem um er aö ræöa „venjuleg”
portret, eöa óvenjuleg, eins og
t.d.myndina af Thor Vilhjálms-
syni. 1 þessum myndum er
ávallt eitthvaö ekta og traust-
vekjandi.
Sama er aö segja um skipa-
myndir.
Þaö kann aö hljóma eins og
fjarstæöa, aö málarigeti veriö i
vissri hættu staddur, vegna
leikandi kunnáttu og mikillar
tækni. Svo er þó ekki, sá sem
kemst of létt frá verki sinu
stofnarekki alltaf tilheilabrota,
eöa gefur sér tima til djúpra
hugleiöinga.
Yfir sýningunni sem heild er
glæsileiki, og vil ég hvetja menn
til þess aö skoða hana.
Sigríður
Björnsdóttir
Sigrlöur Björnsdóttir opnaði
málverkasýningu I Norræna
húsinu 19. þessa mánaðar, en
hún hefur þrivegis áöur haldiö
einkasýningar I Reykjavik.
Sá sem þessar linur ritar hef-
ur þó ekki fyrr komiö á sýningu
á verkum hennar, en myndir
hefur hún átt á ýmsum samsýn-
ingum.
Sigriöur Björnsdóttir málar
yfirleitt ljóörænar abstrakt-
myndirog hún gefur þeim engin
nöfn. I yfirlýsingu eöa ljóöi, sem
birt er i sýningarskrá stendur
þetta:
„Barn er gætt frjórri forvitni
hugmyndaf lugi og sköpunar-
gleöi.
Hversu mikiö af þessum
upprunalegu
verömætum mannsins tekst
okkur
aö varöveita og rækta?
Listin er sviö fyrir óheft hug-
myndaflug, sem samfélagiö
ieitast viö aö bæia og beina I
þrönga farvegi.
Ég gef myndum minum engin
nöfn. Aö gefa þeim nöfn væri aö
þröngva minni eigin reynslu og
sýn upp á áhorfandann. Heldur
vildi ég, aö þær gætu veriö hvati
fyrir frjáist hugmyndaflug ann-
arra.”
Margar af myndum Sigriöar
Björnsdóttur eru skinandi vel
gerðar, en I þær skortir þó
ákveöin, persónuleg einkenni
höfundar.
Yfir sýningunni er léttleiki og
gleöi.
Sýning Sigriöar Bjömsdóttur
veröur opin til 28. þessa
mánaöar.
Jónas Guömundsson
Frá vinstri: Jón Proctor/ Kristján E. Jónasson, Abigael
Williams/ Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Betty Parris/Anna
Asmundsdóttir, séra Samúel Parris/ Ingimundur Jónsson
Leikfélag Húsavíkur
I deiglunni
Leikfélag Húsavikur
t deiglunni, höfundur: Arthur
Miller
Leikstjóri: Haukur J. Gunnars-
son
Leikmynd: Sveinbjörn Magnús-
son Haukur J. Gunnarsson
Leikfélag Húsavikur frum-
sýndi þriöjudagskvöldiö 15.
þ.m. sjónleikinn t deiglunni, eft-
ir Arthur Miller. Frumsýning-
argestirfylltu húsiö og þökkuöu
leikurum og leikstjóra I leikslok
meö áköfu lófataki fyrir góöa og
áhrifamikla sýningu. Ekkert
skorti á aö fram kæmi, svo sem
Arthur Miller ætlast til, aö mik-
ill er máttur þess illa á okkar
jörö, enn fremur og eigi siöur
boöskapur leikritsins um mann-
lega fegurö. Gamla konan, Re-
bekka Nurse, og ungi bóndinn,
Jón Proctor, fórna lifi sinu
vegna sannleikans og til styrkt-
arþeim.sem eftir lifa. Ef til vill
risglæsileikiog mannleg fegurö
hæst hjá konu Jóns, Ellsabetu
Proctor. Hún ann mjög manni
sinum og vill samt ekki, aö hann
bjargi lifi sinu meö þvi aö
bregöast sannleikanum.
Leikritiö er byggt á sannsögu-
legum atburöum, er geröust I
Salem i Massachusetts-fylki i
Bandarikjum Noröur-Ameriku
áriö 1692. Þar bjuggu púritanar,
strangtrúaöfólk, sem flúiö haföi
frá Englandi vegna trúarof-
sókna tæpum fjórum áratugum
áöur en þeir atburöir geröust,
sem leikritiö fjallar um. Yfir-
völd og prestar héldu aö fólkinu
galdratrú og þeir sem ásakaöir
voru um ástundun galdrakonst-
ar voru hengdir. Þeir, sem
ásakaöir voru áttu sér þó eina
leið tíl aö bjarga lifi sinu, þá leiö
aö viöurkenna sök sina um sam-
neyti viö hann i neöra og ásaka
aöra samborgara um galdra.
Ekki voru geröar miklar kröfur
um sannanir, ákæran nægöi.
Þvi var tilvaliö, ef manni þótti
aö náungi manns væri til óþæg-
inda meö einhverjum hætti aö
ákæra hann fyrir galdra. Sá
ákæröi varö aö sanna sakleysi
sitt og þaö gat hann ekki, þvi aö
sökin var ósýnileg. Stúlkan,
Abigael Williams, girntist bónd-
ann, Jón Proctor, hún greip
tækifæriö þegar þaö bauöst og
ákæröi konu hans.
Ýmsum kann ab finnast, ab
efni leikritsins eigi ekki erindi
til Islenzkra lesenda árib 1977,
en þegar M iller skrifaöi þaö áriö
1952, mun hann hafa haft I huga
atburöi, sem þá voru aö gerast i
Bandarikjunum. Þeir atburöir
hafa löngum veriö kenndir viö
bandariska þingmanninn
McCarthy, sem sá óvini Banda-
rikjanna i hverju horni. Hann
ofsótti fjölda manns, þeirra á
meöal ýmsa þekkta mennta-
menn og rithöfunda, og mun
Arthur Miller sjálfur hafa orðiö
fyrir baröinu á þessum ofsókn-
um. Þessir atburöir eiga sér
hliöstæöur á öllum timum og
alls staöar i veröldinni. A Is-
landi lenda menn i fangelsi
vegna ákæru án saka og stór-
kostlega rógsherferö er gerö aö
mönnum i f jölmiölum i þeim til-
gangi einum aö myröa mannorð
þeirra. Abigael Williams geng-
ur laus meöal okkar Islendinga,
þess vegna kemur hún okkur
viö.
Heildarsvipur leiksins hjá
Leikfélagi Húsavikur er sterkur
og áhrifamikill. Hin veigameiri
hlutverk i leiknum eru þannig
skipuö: Séra Samuel Parr-
is/Ingimundur Jónsson, Abigael
Williams, ung frænka hans/Sig-
rún Sigurbjörnsdóttir, Jón
Proctor, bóndi/Kristján E.
Jónasson, Elisabet Proctor
kona hans/Kristjana Helgadótt-
ir, Maria Warren/Guörún K.
Jónsdóttir, Francis Nurse,
aldraöur bóndi/Bjarni
Sigurjónsson, Rebekka Nurse,
kona hans/Herdis Birgisdóttir,
séra Jón Hale/Einar Njálsson,
Danforth, varalandstjóri/ Sig-
uröur Hallmarsson.
Hinir reyndu leikarar leik-
félagsins, Siguröur Hallmars-
son, Einar Njálsson, Herdis
Birgisdóttir, Bjarni Sigurjóns-
sonj Kristjana Helgadóttir og
Ingimundur Jónsson gera allir
hlutverkum sinum góð skil svo
sem af þeim mátti vænta.
Kristján E. Jónasson hefur oft
áöur veriö á fjölunum en i hlut-
verki Jóns Proctors vinnur hann
mikinn leiksigur. Ungu stúlk-
umar, Guörún K. Jóhannsdóttir
og Sigrún Sigurbjörnsdóttir
sýna mjög góöan leik i erfiöum
hlutverkum sinum.
Þau, sem fara aö horfa á sjón-
leikinn, I deiglunni, hjá Leikfé-
lagi Húsavikur veröa óhjá-
kvæmilega fyrir miklum áhrif-
um og fá efni til ihugunar.
Þorm. J.
Fró vinstri: Jón Proctor/ Kristján E. Jónasson, Herrick, fógetl/
Þorsteinn Jónsson, Rebekka / Ingimundur Jónsson, Danforth
varalandstjóri/ Siguröur HallmarssonNurse/ Herdis Birgisdóttir,
Hathorne, dómari/ Ingimar S. Hjálmarsson, séra Samúel Parris