Tíminn - 23.03.1977, Side 18

Tíminn - 23.03.1977, Side 18
18 MiBvikudagur 23. marz 1977 Greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins UM ÁLBRÆÐSLUR með tilliti til ytri og innri mengunar ásamt hollustu- og heilbrigðiseftirliti Seinni hluti Rykmælingar Tilgangur rykmælinga er tvenns konar. í fyrsta lagi eru þær til leiðbeiningar viö mat á heilbrigðishættu einstakra starfs- manna. í öðru lagi eru þær nauðsynlegar við leit að orsökum rykmyndunar, en þaö er skilyröi þess að hægt sé að beita tækni- legum aðgeröum til aö koma i veg fyrir rykmyndun. Rykmælingar eru gerðar til aö ákvarða hvers konar ryk er um að ræöa og hve mikiö. Venjulega er rykinu safnað á siur (filter), það vegið og siðan greint (analyserað) með tilliti til teg- undar og stærðardreifingar korna. Gerður er greinarmunur á grófuog finu rykiog magn hvors flokks um sig ákvarðað. 1 þurrgreiningaraöferðum er ryki skilið i gróft og fint ryk eftir aerodynamisku þvermáli eða stærð rykkornanna. Hugmyndin er aö likja eftir hreinsikerfi nefslimhúðar, þannig aö ryk það er safnast á siuna (filter) likist ryki sem nær aö komast niður i lungun. Við þessa aðferð er notast við rykskilju, sem skilur grófa rykiö úr loftstraumnum áður en hann fer í gegnum siuna (filterinn), sem siðan hreinsar megnið af þvi fina ryki, sem eftir er i loftinu. Rykskiljur eru aðallega af tveimur geröum, láréttar plötur og svonefndir cyklonar. Dæmi um fyrri gerðina er Hexhlet rykmæl- irinn og um þá siðari BCIRA rykmælirinn sem uppfyllir skil- yröi Jóhannesarborgar skil- greiningarinnar. Aðrar rykskilj- ur, eins og sú sem notuð er I USA (ACCIH), skilja rykiö á annan hátt. Rykmæling með rykskiljur hefur þann kost að hver ryksla (filter) geymir hið fingerða ryk, sem nefnist „respirabel” ryk, og hægt er að vega það og greina. Nauðsynlegt er að kunna skil á nokkrum skilgreiningum: 1. Total-ryk mg/rúmm.: A viö allt ryk, sem safnaö er viö sýni- töku, þ.e. bæði gróft og flnt ryk sé „votaöferð” notuð eða bæði gróft og „respirabel” ryk sé notuö rykskilja. 2. „Flnt” ryk, mg/rúmm.: Ryk meökornastærðminnien 5u og greint er með „votaðferð”. 3. „Respirabel” ryk, mg/rúmg.: Sá hluti samanlagða (total) rykmagnsins, sem safnað er á siufilter og farið hefur I gegn- um rykskilju meö ákveðna eigin eiginleika. Hvernig rykmælingar eru framkvæmdar: Rykmæling er nákvæmnis- vinna, þviumeraöræða mælingu á nokkrum milligrömmum ryks. Skilyröi þess að túlka megi niður- stöður slikra mælinga af viti er aö mælingar séu framkvæmdar af mönnum sem hafa lært mæl- ingartæknina og hlotiö vissa reynslu og ennfremur að notuð sé rétt tæki og viöhöfð rétt meðhöndlun á ryki við greining- una. Mælingar skal skipuleggja timanlega og hafa ber fullt sam- ráö viö vinnuveitendur og fulltrúa starfsmanna á vinnustað. Allar mælingar skal færa I þar til gert „protokoll”. Mælingar eru oftast tvenns konar: 1. Staðbundnar mælingar a and- rúmslofti almennt og á vissum „hættulegum” stööum á vinnu- stað. Mælingar af þessu tagi eru gerðar með kyrrstæöum rykmæli afgerð „Hexhlet” eða „BCIRA”. 2. Einstaklingsbundnar mæl- ingar.þá er rykmælingin gerðsvo nálægt vitum viðkomandi sem auðið er og rykmælirinn er borinn af viðkomandi allan vinnudaginn. A þann hátt má mæla rykmengun hvers starfsmanns fyrir sig viö hin óliku störf á sama vinnustað. Við slikar mælingar er notaður BCIRA-rykmælir. Mæla skal a.m.k. samanlagt tvo heila (8 tima) vinnudaga, sé um vaktavinnu skal mæling framkvæmd fyrir allar vaktir. Mæling skalframkvæmd við eðli- legar vinnuaðstæöur, en taka skal tillit til skemmri frávika, sem geta haft aukna hættu I för meö sér. Við breytingar á framleiðslu- háttum skal framkvæma nýja mælingar. Mælingunum er oft skipt i tvennt: - Undirstööumæling: Þessi mæl- ing felur isérnákvæma rannsókn á rykmagni og samsetningu ryks i andrúmslofti á vinnustað. Við þessa mælingu skal eftirfarandi mælt, t.d. við kisilryk: a) „Respirabel” rykmagn, mg/m3. b) Magn, mg/m3, kristallaðrar klsilsýru og kristallategund (kvarts, tridymite, cristo- balite) I a. c) Magn „inert” ryks i a (a-b), mg/m3. d) „Total”-ryk, mg/m3, þ.e. gróf — respirabel magn. Undirstöðumæling er gerö til að kanna hvort rykmengun er meiri en leyfilegt er, svo að endurbætur séu gerðar ef þörf krefur. 2. Eftirlitsmæling: Þessi mæl- ing skal framkvæmd reglulega á vinnustað, þar sem undirstööu- mæling hefur sýnt að rykmengun er innan leyfilegra marka. Meö eftirlitsmælingu er ætlunin að fylgjast með að rykmengun hafi ekki aukizt siðan undirstööumæl- ing var gerð. Þessar mælingar skulu gerðar: 1. Meö rykskilju skal „respirabel”-rykmagn, mg/m3, ákveðiö. 2. An rykskilju skal „total”- rykmagn mg/m3, ákveðið. Smásjárrannsóknir er rétt að nefna. Þær er hægt aö nota til að bera kennsl á efni meö sérkenn- andi útliti eða optiska eiginleika, t.d. viö rannsókn á asbestþráð- um. Mat á niðurstöðum ryk- mælinga Eins og viö rykmælingarnar og rannsókn á rykinu, gildir hér að mat á niðurstööum skal einungis vera I höndum manna sem reynslu hafa á þessu sviöi. Hættumörk (Threshold limit): Hættumark á við mesta magn efnis I andrúmslofti á vinnustaö (mengun), sem álitiö er að lang- flestir starfsmenn þoli 1 lengri tima án þess að biða heilsutjón eða verða fyrir óþægindum á annan hátt, eins og t.d. ertingu i augum, nefi, öndunarfærum, svæfandi áhrifum o.s.frv. Þessi mörk eru byggö á langri reynslu i iönaöi ásamt tilfaunum með ýmis efni á mönnum og dýrum. Engin skörp skil frá læknisfræðilegu sjónarmiöi, eru viö nefnd hættumörk. Magn efnis er venjulega mæit i mg/m3 lofts sé um ryk að ræða, en i litrum/milljón litra lofts (ppm: parts per million), sé um lofttegund rð ræða. Greint er og milli meðalgildis- marka, þar sem átt er viö vegið meöalgildi yfir 8 tima vinnudag og40tima vinnuviku og hámarks- gildis, sem er hæsta leyfilega vegna meöalgildið á 15 minútum. Hámarksgildi eru notuö við sérlega hættuleg efni eins og viss- ar lofttegundir, en meðalgildi viö rykmælingar og minna bráð- hættuleg efni. Þegar fleiri en eitt hættulegt efni eru i andrúmslofti.er reiknað með að þau samverki og skal taka tillit tilþeirra allra viö mat á heil- brigöishættu. Við mat á mengun á vinnustað og heiibrigðishættu eru niðurstöð- ur rykmælinga bornar saman viö uppgefin hættumörk. Nauðsyn- legt er að ákveöa hvaöa hættu- mörk á að nota og ber þá að taka mið af aðferð þeirri, sem notuö er við mælinguna. Krabbameinsvaldar. 5 Nokkrar kröfur heilbrigðis- yfirvalda til ÍSALS. Af þvi sem hér hefur verið rakið er hægt að gera kröfu til álversins I Straumsvik um aö leggja fram skýrslu þar sem eftirfarandi þarf að svara: a) Hverjar hafa verið árlegar mælinganiöurstöður lslenzka ál- félagsins á ryki, lofttegundumm hávaða o. fl. á vinnustöðum frá 1969 fram á þennan dag. Skal get- iö tegundar og magns þessara mengunarvalda á vinnustöðum og I andrúmslofti starfsmanna. b) Hvaða hættumörk hefur ís- lenzka álfélagiö haft til viömiðun- ar þegar það hefur metiö heilsu- farshættu út frá niðurstöðum þessara mælinga? c) Hvaöa ráðstafanir hefur Is- lenzka álfélagiö gert til að minnka hættulegt magn ryks eða lofttegunda i andrúmslofti á vinnustöðum i verksmiðjunni? d) Hverjar hafa niöurstöður rykmælinga, hávaðamælinga eða mælinga á lofttégundum orðið eftir slikar aögerðir? e) Hvernig er mengun and- rúmslofts á vinnustööum háttað i álverinu i dag? / f) Hvaða ráðstzffanir hafa af hálfu Islenzka ffifélagsins veriö gerðar til að bæta núverandi ástand hvað varðar mengun and- rúmslofts á vinnustööum fyrir- tækisins? g) Hvaða rannsóknir hafa verið framkvæmdar á öllum starfs- mönnum álversins árlega, frá 1969 og fram á þennan dag? h) Hverjar eru niðurstöður þessararrannsóknarmeð tálliti til atvinnusjúksóma eða annarra kvilla t.d. á tiðni sjúkdóma i önd- unarfærum við ráðningu og við árlegt eftirlit með sömu starfs- mönnum, hve margir starfsmenn hafa hætt störfum við álverið vegna óþæginda frá mengun and- rúmslofts á vinnustööum og hvað hefur orðið um þessa menn? Hefur þeim batnað eöa hafa þeir hlotið varanlegt mein vegna starfs sins i álverinu? i) Hefur héraðslækninum i Hafnarfiröi verið tilkynnt um þá starfsmenn sem fengiö hafa at- vinnudjúkdóma vegna starfa i ál- verinu? j) Hver er slysatiðni, tegundir slysa og dreifing eftir störfum i alverinu frá 1969 og fram á þennan dag? k) Hvaða ráðstafanir hefur ís- lenzka álfélagið gert til að koma heilbrigöisþjónustu sinni i þaö horf, sem nauðsynlegt er taliö við slikan atvinnurekstur þar sem góöar venjur eru I iðnaði? 6. Aögeröir i aðsigi af hálfu heilbrigOisyfirvalda. Heilbrigði- isyfirvöld munu nú sem fyrr beita sér fyrir öllum þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru taldar til varnar mengun á vinnustöðum álversins svo og þeirri heilsu- gæzlu sem nauðsynleg er og við á viö slika starfrækslu. Mun verða haft samráð við fulltrúa starfsmanna og forráða- mannaverksmiöjunnar I þessum efnum hér eftir sem áður. Að eftirfarandi málum hefur Heilbrigöiseftirlit rikisins unnið að undanförnu: 1. Heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavikur veröur falið I samráði við fyrmefnda aðila að framkvæma á næst- unni heyrnarmælingar á öllum starfsmönnum fyrirtækisins svo og siðara reglulegt eftirlit með heyrn starfsmanna. 2. Fenginn hefur veriö sérfróður ráðgjafi frá Atvinnuheil- brigðismálastofnuninni i Osló, sem hefur margra ára reynslu af málum er varöa mengun vinnustaða og sérstaklega I ál- verum og er hann þekktur á alþjóðavettvangi . i þessum málum. Mun hann koma hing- að til lands. 12. apr. næstkom. og vera til aöstoðar við skipu- lag mengunarvarna, eftirlit með mengun vinnustaða, rannsóknum á mengunarvöid- um svo og vissum heilbrigðis- rannsóknum en hann hefur ný- verið unnið að sliku skipulagi fyrir áliðnaðinn I Noregi ásamt fulltrúum launþega og atvinnu- rekenda. 3. Heilbrigðiseftirlit rfkisins hefur með fjárhagsaðstoö Heil- brigöis- og tryggingamála- ráðuneytisins keypt nauösyn- leg rykmælingatæki sem notuð verða til rykmælinga (og flúor- mælinga I ryki) i verksmiöjum landsins. 4. Heilbrigöiseftirlit rikisins mun á næstunni auglýsa stöðu heil- brigðisráðunauts og verður hún ætluð tæknifræðingi og mun þá bætast aðstaða stofnunarinnar til eftirlits með mengunarmál- um á vinnustööum þótt ljóst sé að stofnunin þurfi hið fyrsta að fá meira starfslið og fjármagn eigi að vera hægt að halda uppi skipulegu og raunhæfu eftirliti með hinum mörgu málaflokk- um er undir stofnunina heyra. 7. Hreinsibúnaður Með tilvisun til reglugerðar númer 164 um varnir gegn meng- un af völdum eiturefna og hættu- legra efna og laga númer 79/1966 um lagagildi samnings milli is- lenzku rikisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Ltd. um ál- bræðslu vil> Straumsvik, ritaöi Is- Hættumörk fyrir nokkmr efni sem fyrir geta komíS f andrúmslofti starfamanna í álverum. Efni U.S.A. 1971 Noregur 1973 Svíþjóð 1974 Danmörk 1976 Inert ryk, heildarmagn lo mg/nr lo mg/nr lo mg/rn^ — lo mg/nr áloxið lo mg/m^ ’Z lo mg/m'5 'Z lo mg/m lo mg/nr’ Plúoríð Lífrænt Inert ryk 2.5 mg/m5 2.5 mg/m5 2.5 mg/m^ •z 5.o mg/nr 2.5 mg/m5 'Z 5.0 mg/nr Plúorvetni 3 ppm 3 ppm 3 ppm 3 ppm Brennisteinsdíoxið lokgjöm t jörusamhönd, (hensenleysanleg)+ 5 ppm 5 ppm 0.2 mg/nr5 2 ppm 2 ppm 0.2 mg/m^ A.sbest (nema krokidolit sem yfirleitt er bannað) 2 þr./cm^ 2 þr./om^ 2 þr./cm^ 2 þr./cm^

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.