Tíminn - 23.03.1977, Síða 21

Tíminn - 23.03.1977, Síða 21
Miðvikudagur 23. marz 1977 21 Revie kallar á „fallbyssur” til liðs við sig.... — hann hefur valið þrjá skothörðustu leikmenn Englands í landsliðshóp sinn og einnig þrjá sókndjarfa varnarleikmenn Poul Mariner þakkaði Don Revie traustið ... Paul Breitner til Nýliðar Valsí DON REVIE, einvaldur enska landsliðsins í knattspyrnu hef ur gert róttækar breytingar á enska landsliðshópnum fyrir HM-leik gegn Luxemborg á Wembley í næstu viku. Vegna meiðsla hef ur Revie þurft að kalla til nokkra nýja leikmenn, en einnig hefur hann nú kallað þrjá af mark- sæknustu knattspyrnumönnum Englands til liðs við sig. Hann hefur valið hinn unga og stórefnilega leikmann Paul Mariner frá Ipswich og einnig hina gamalkunnu markaskorara Bob Latchford hjá Everton, sem hefur sýnt mjög góða leiki að undanförnu, og Malcolm Mac- Donald, Arsenal, sem hefur skor- að 24 mörk á keppnistimabilinu. Þá hefur Revie valið hinn unga og frábæra bakvörð hjá Aston Villa, John Gidmann, sem er nú bezti sóknarbakvörðurinn I ensku knattspyrnunni. Einnig hefur hann valið Paul Jones, miðvörð frá Bolton, i landsliðshópinn, en Jones er aðeins 21 árs og talinn gifurlega efnilegur. Don Revie er greinilega að þreifa fyrir sér og reyna aö finna út öflugt lið, sem getur tryggt Englendingum farseðilinn til Argentinu 1978. Meö þvi að velja hina þrjá marksæknu leikmenn — Mariner, Latchford og MacDon- ald, ætlar hann að reyna að vinna leikinn yfir Luxemborgarmönn- um með miklum mun, og þessir þrir skothörðu leikmenn fá það hlutverk að sjá um mörkin. Það er ekki að efa, að þeim takist að hrella Luxemborgarmenn, svo framarlega sem þeir ná sér á strik á Wembley. — sýndi stórkostlegan leik með Ipswich-liðinu í gærkvöldi og skoraði ,,Hat-trick,’ gegn West Ham. Liverpool varð að sætta sig við jafntefli gegn Everton Hinn frábæri miðherji á Portman Road — leikmenn liðs- 1. DEILD: Ipswich, Paul Mariner, var i^lékusterkanvarnarleikogvar ipswich-WestHam..........4:1 holHnr hntnr í accimi cinu í sta^an 0:0 pegar 25 min. voru til Everton — Liverpool..0:0 heldur betur I essinu SÍnu I leiksloka, en þá varö Tommy Middlesb. — Birmingham ....2:2 gærkvoldl, þegar Ipswich- Taylorfyrir þvi óhappi að skora Q.P.R. —Man.City. ...0:0 liðið skaust upp á toppinn » sjálfsmark, þegar hann skallaði ensku 1. deildarkeppninni, knöttinn i eigiö mark eftir horn- 2. DEILD: meí því a6 vinna sigur B.u.»-Carl,s„............3:4 í A • 1 i \/*ir IAIact Uam a ____.« ___í.i__i____ » ■ ■ ■ ' f - - - - - —— - - ■— - ■ - ~ au i cy íicz au jania iiicliii , cu pcgai Portman Road. Mariner, þeirbreyttuumleikaöferö, hrundi sem er miðherjinn sem allt ni6ur hJá Þeim °s Paul u _ i -» fua Mariner skoraði þrjú mörk á að- Englendingar ha fa svo eins 15mínútum 0P Jkom Ipswich, lengi beölð eftir, SkOraöl 4:0. Bryan „Pop” Robson tókst ,, Hat-trick'' — þrjú mörk á siðan aö minnka muninn rétt fyrir aðeins 15 mfnútum og lagði leikslok, með þvl aö skora úr vita- grunninn að sætum sigri sPyrnu Anglíu-liðsins. Orslit i ensku knattspyrnunni WestHam varðist vel framanaf urðu þessi i gærkvöldi: Nott. For, —Southampton .... 2:1 Oldham — Charlton ........1:1 Leikur Everton og Liverpool á Goodison Park var mjög jafn i fyrri hálfleik, en i siöari hálfleik tóku leikmenn Liverpool leikinn i sinar hendur, en þeim tókst ekki að skora. Munaði þar mestu um aö hinir leikreyndu leikmenn John Toshack og Ian Callaghan gátu ekki leikið með, vegna meiösla. David Fairlough sýndi stórleik, en þessi markheppni leikmaður haföi ekki heppnina með sér — hann tók einu sinni stórglæsilegan sprett, þegar hann fékk knöttinn á eigin vallarhelm- ingi, tók á rás fram völlinn og lék á hvern leikmann Everton á fætur öörum. En þegar hann var kom- inn á auðan sjó, brást honum bogalistin og skot hans hafnaöi fram hjá. sviðs- ljósinu Valsmenn unnu sigur (3:0) yfir Skagamönnum í fyrsta leik Meistarakeppni K.S.t. i knatt- spyrnu, sem fór fram á Melavell- inum i gærkvöldi. 416 áhorfendur sáu leikinn, sem var mjög fjörug ur og oft á tiðum vel leikinn — og fóru þeir ánægðir heim, enda lof- ar leikurinn gófiu fyrir knatt- spyrnuna i sumar. Markakóngar Vals, þeir Ingi Björn Albertsson — sem tók út eins leiksleikbann.sem hann hlaut i fyrra, Herrfiann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson, sem eru meiddir, léku ekki með. Ungir nýliðar tóku stööu þeirra og skil- uðu þeir hlutverkum sinum vel. Magni Pétursson og úlfar Más- son, skoruðu sin fyrstu mörk fyrir Val — I sinum fyrsta leik og Atli Eövaldsson bætti þvi þriöja við. Ray Kennedy, hinn baráttu- glaði miðvallarspilari Liverpool, er aftur kominn I landsliöshópinn — hann er frábær sóknartengilið- ur, sem getur skorað hörkumörk, þegar hann kemst á skrið. (JOHN GIDMAN...hinn sókn- djarfi bakvöröur Aston Villa var valinn I enska landsliös- hópinn I gærkvöldi. Ham- borgar? Hamburger SV tilkynnti i gærkvöldi, aö féiagið hefði áhuga á að kaupa v-þýzku HM-stjörnuna Paul Breitnar frá Real Madrid. Forráða- menn Hamburger SV hafa rætt við forráðamenn Reai Madrid — og ef af kaupunum veröur, þá er reiknaö með aö spánska liðiö vilji fá 400 þús. sterlingspund fyrir Breitner, sem lék stórt hlutverk hjá V- Þjóöverjum, þegar þeir tryggðu sér heimsmeistara- titilinn 1974. Breitner sem lék þá meö Bayern Miinchen, tilkynnti fyrir stuttu, að hann vildi koma aftur til V-Þýzka- lands. Bobby Moore ætlar að leggja skóna á hilluna ... — eftir þetta keppnistímabil r Sigmundur O. Steinarsson ÍÞRÓTTIR BOBBY MOORE, knattspyrnu- kappinn heimsfrægi, sem leikur meö Fulham, tilkynnti i gær- kvöldi, að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistimabil. Moore, sem er fyrrum fyrirliði West Ham og enska landsliðsins, sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn i Eng- landi 1966, er tvimæialaust einn frægasti knattspyrnumaður heims — hann á t.d. heimsmet i aö leika landsleiki i knattspyrnu, Moore hefur klæðzt ensku lands- liðspeysunni alls 108 sinnum. Tvö félög eru nú búin að bjóða Moore að gerast framkvæmda- stjóri hjá sér, eftir að hann er bú- inn að leggja skóna á hilluna. Það eru Lundúnaliðin Fulham, sem Moore hefur leikið með undanfar- in ár, og Reading, sem leikur í 3. deild. Moore hefur ekki enn gert upp við sig, hvaö hann gerir eftir að hann hættir að leika knatt- spyrnu. BOBBY MOORE...ætlar nú að hætta að leika knattspyrnu eftir iitrikan keppnisferii.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.