Tíminn - 07.04.1977, Page 4
4
Fimmtudagur 7. april 1977
— segir hinn bráðefnilegi skákmaður Jón L.
Arnason, sem er aðeins 16 ára
Gsal-Reykjavik. „Ég fékk fyrst verulegan áhuga á
skák, þegar Fischer og Spassky kepptu i Laugar-
dalshöll um heimsmeistaratitilinn árið 1972”, sagði
hinn ungi skákmaður, Jón L. Árnason, i samtali við
Timann i gær. Skákþing íslands stendur yfir um
þessar mundir, sem kunnugt er, og hefur Jón staðið
sig frábærlega vel i landsliðsflokknum það sem af
er. Hefur hann hlotið fimm vinninga úr fimm skák-
um.
Jón L. Arnason hefur stabib sig frábærlega vel á Skákþinginu og
sigrab alla keppinauta sina i fyrstu fimm umfcrbunum.
Timamynd: Gunnar
Þetta er i fyrsta sinn, sem Jón
tef lir i landsliðsflokki á Skákþingi
íslands, en hann er ekki eini fjöl-
sky ldum eðlimurinn þar, þvi
bróðirhans, Asgeir Þ., teflir einn-
igilandsliðsflokki. —Ég kunni að
visu mannganginn löngu áður en
heimsmeistaraeinvigið var háð
héma, sagði Jón i' gær, en ég
stundáði ekkert skák fyrr en eftir
einvigið. Þá gekk ég i Taflfélag
Reykjavikur, en Asgeir var áður
genginn i félagið — og siðan hef
ég „stúderað” skák nokkuð.
Jón hóf nám við Menntaskólann
i Hamrahlið siðastliðið haust, og
hann er i hinni frægu skáksveit
skölans.
A siðasta ári tefldi Jón i áskpr-
endaflokki á Skákþingi Islands,
en stóð sig ekki nema rétt i
meðallagi, vann 3 skákir, gerði 7
jafntefli og tapaði 1 skák.
En frá þeim tima hefur hann
heldur betur sótt i sig veörið.
Landsliösflokkur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
l.Omar Jónssón (2220) 0 0 0
2.Gunnar Gunnarsson (2225) A 0 % \
3.Hilmar Karlsson (2210) Vx Vx 'k
L\. Jón L. Arnason (2330) 1 1 \
5.Gunnar Finnlaugsson (2225! 0 A 0
é.Kargeir Pétursson (2325) 1 A
7.Asgeir Þ. Arnason (2220) i 0 1 1 ix
S.Helgi Olafsson (2380) A i m 1
9.Þórir Olafsson (2275) 0 0 0 0
lO.Björn Þorsteinsson (2370' % 0 1 Ö
ll.Þröstur Bergmann (2185) Vx y* 0 0
12.Júlíus Friöjónsson (2320] 1 0 Á 0
Hann tefldi i fyrsta sinn i A-flokki
á haustmóti Taflfélags Reykja-
vikur og bar þar sigur úr býtum.
Er hann yngsti skákmeistari
Taflfélags Reykjavikur i þau fjöl-
mörgu ár sem keppt hefur verið
um þann titil, en Jón var 15 ára
þegar hann sigraði á mótinu.
A Skákþingi Reykjavikur á s.l.
ári varð Jón i öðru sæti, á eftir
Helga Ólafssyni.
Með þessari glæsilegu frammi-
stöðu hækkaði Jón heilmikið i
stigum. Fyrir þessa keppni var
hann með 2195 stig, en núna hefur
hann 2385 stig, eða 190 ELO stig-
um meira. Jón hefur nokkrum
sinnum teflt erlendis, um siðustu
áramót fór hann ásamt Helga
ólafssyni á mót i Sviþjóð, svo-
nefnt Rilton-Cup — og hlaut hann
þar 5,5vinninga af 9 mögulegum,
en Helgi hálfum vinningi meira.
Jón L. Arnason er mjög vax-
andi skákmaður, sem á örugg-
lega eftir að láta mikið að sér
kveða i framtiðinni, og þessi góða
byrjun hans i landsliðsflokki núna
vekur óskipta athygli. Sjálfur vill
Jón heldur litið gera úr frammi-
stöðu sinni, enda hæverskur, og
bendirá að hann eigi eftirað tefla
við mjög sterka skákmenn i siðari
hluta mótsins.
Til gamans skulum við Uta á
tvær vinningsskákir • Jóns frá
Frh. á bls. 39
Jón L. Árnason:
Hefur sigrad i
öllum skákunum
fram til þessa
— hefur hlotið 5 vinninga og
hefur forystu i landsliðsflokki
Gsal-Reykjavik — Jón L. Arnason
sigraði Gunnar Gunnarsson i
fimmtu umferb i landsliðsflokki á
Skákþingi tsiands i fyrrakvöld og
heldur þvi sinu striki: ab sigra
andstæbinga sfna hvern af öbrum.
Skák þeirra þótti mjög skcmmti-
leg og er hún birt hér fyrir ofan.
önnur úrslit f landslibsflokki urbu
þau ab Margeir Pétursson vann
Þröst Bergmann og Asgeir Þ.
Arnason, bróbir Jóns L. vann
Björn Þorsteinsson.
Staðan i landsliðsflokki er
nokkuö óljós vegna ótefldra bið-
skáka og frestaöra skáka, en
staðan aö loknum fimm umferð-
um er þessi:
1. Jón L. Arnason 5 vinningar
2. Asgeir Þ. Arnason 3.5 vinn-
ingar
3. Helgi ólafsson 3 vinningar (2
ótefldar)
4. Gunnar Gunnarsson 2,5 vinn-
ingar (+ biöskák)
5. Margeir Pétursson 2 vinningar
(+ biðskák og 1 ótefld)
6. -8. Július Friðjónsson, Hilmar
Karlsson og Björn Þorsteinsson
I, 5 vinningar (J: 1 ótefld) (H: +
biöskák og 1 ótefld) (B: + bið-
skák)
9.-10. Þröstur Bergmann og
Gunnar Finnlaugsson 1 vinningur
(Þ: +1 ótefld) (G: + biðskák
og 1 ótefld)
II. Ómar Jónsson 0,5 vinningur
(+ biðskák)
12. Þórir ólafsson 0 vinningur (1
ótefld)
N HEumn
*rrni,i'
Vandaðar vélar
borga
bezt
HEUmR HEYÞYRLUR
2ja og 4ra stjörnu
••
HFHAMAR
véladeild
sími 2-21-23
Tryggvagötu
Reykjavík.