Tíminn - 07.04.1977, Síða 8
8
Fimmtudagur 7. april 1977
Vesturgata 18, Reykjavik (6/6 1975)
Ingólfur Davíðsson: 169
Dyggtogt i gamla da )Ulð ga
Vesturgata 10 og grennd (24. marz 1976)
Vesturgata 14 (22/3. 1976)
Verzlun Geirs Zoega, Vesturgötu 6 (3. mal 1976)
Litum fyrst á Arna Eiriksson
leikara og hús þaö er hann reist
sér á Vesturgötu 18 i Reykjavlk.
1 bókinni „Hver er maö-
urinn?” eftir Brynleif
Tobiasson áriö 1944, segir m.a.
svo um Arna: „Verzlunar-
maöur allmörg ár hjá Nil-
johnius Zimsen, en siöar
lengi viö verzlun Björns
Kristjánssonar i R.vik. Kaup-
maöur i Rvik 1910—1917. Starf-
aöi lengi og mikiö i Góötempl-
arareglunni. Meöal helztu leik-
ara landsins og lengi aflfjööur
Leikfélags Reykjavikur ”.
Myndina af Arna aö leikstarfi
hefur Magnús Ólafsson ljós-
myndari tekiö. A hana er ritaö:
„Frá Reykjavlks Teater.”
Myndin af hinu sérkenni-
lega húsi Arna, Vesturgötu 18,
er tekin 6. júni 1975. Ég
læt fylgja fleiri húsamynd-
ir, teknar 1975 og 1976,
frá þessari gömlu sjómanna-
götu i Reykjavik. Flest hús-
in gömlu viö neöanveröa göt-
una eru lág, sum lágar lengj-
ur. Þökin brött og varla hætt viö
miklumleka. Gluggar hóflegrar
stæröar. Neöst húsanna (á þess-
um, myndum) gefur aö lita
verzlun Geirs Zoega, Vestur-
götu 6. Þar hangir enn krókur
niöur frá kvistdyrum, sem nú
eru lokaöar, tákn fyrri starf-
semi. Litiir eru „skipsgluggarn
ir”ábjálkabyggingunnit.v. Um
Geir J. Zoega segir Brynleifur
m.a.: „Stundaöi sjómennsku
framyfir fertugt, en var leiötogi
útlendra feröamanna á sumr-
- um. — Keypti þilskip til fisk-
veiöa i félagi viö Kristin I Engey
og Jón i Hllöarhúsum. Keypti
hann nú hvert skipiö á fætur
ööru og varö forkólfur þilskipa-
útgeröar. Hóf kaupsýslu 1880, en
lét af þilskipaútveg 1908, haföi
þá rekiö hann full 40 ár.”
Höldum vestur Vesturgötuna
og staönæmdust viö miöstööv-
ar i „þreföldum skilningi”. Til
hægri á myndinni sést veitinga-
staöurinn Naustiö, en þangaö
leggja margir leiö sina, eipkum
á kvöldin. Taka margir hraust-
lega til ágætis þorramatar —
súrsaöra sviöa, hrútspunga og
hákarls!
Til litla hússins i miöjunni
streyma menn til aö freista gæf-
unnar og endurnýja happ-
drættismiöa sina. Og á vinstri
hönd eru rafmagnstækin, miöl-
arar birtu og hita. Jú, þessi
gömlu hús leyna sannarlega á
sér. ögn vestar við götuna, I nr.
14, hefur Egill rakari spjald sitt
i glugga. Menn geta farið þaöan
sléttrakaöir i Naustiö! Lengst
t.v. sér i auglýsingu: Pylsur,
tóbak, sælgæti o.s.frv., eöa svo
var þegar myndin var tekin 22.
marz 1976.
Þaö er gamall þokkablær yfir
þessum lágu byggingum — og
talsverö tilbreytni — bárujárns-
klædd timburhús meö brött,
rauömáluö þök, múraður reyk-
háfur, grásteinshlaöinn grunn-
ur, kvistir, skarsúö, eirklætt
naustiö, „káétugluggar,”
„leikarastill” o.s.frv.
Arni Eirlksson leikari