Tíminn - 07.04.1977, Side 16
16
Fimmtudagur 7. april 1977
gébé Reykjavik. — í kvöld,
skirdag, 7. aprll, veröur frum-
sýning á Stóra sviöi Þjóöleik-
hússins á nýjum sovézkum
ballett: Ys og þys útaf engu,
byggöum á samnefndum
gamanleik Williám Shake-
speare. Ballettmeistari Þjóö-
leikhússins semur dansana og
stjórnar sýningunni, en tónlist
er eftir sovézka tónskáldiö
Tikhon Khrennikov. Tæplega
þrjátiu manns koma fram I
sýningunni, þar á meöal tveir
dansarar erlendis frá, Maris
Liepa frá Sovétrlkjunum og
Þórarinn Baldvinsson, sem
starfar i Bretlandi. Vegna
gestadansaranna, veröur ein-
ungis hægt aö hafa mjög fáar
sýningar á ballettinum, en
önnur sýning veröur á annan i
páskum.
Leikmynd og búninga gerir
Jón Þórisson og er þetta fyrsta
verkefni hans hjá Þjóöleik-
húsinu. Jón hefur um árabil
veriö leikmyndateiknari hjá
Leikfélagi Reykjavikur og auk
þess unniö mikiö fyrir sjón-
varp.
Stúlkurnar i Islenzka dans-
flokknum koma fram I sýning-
unni: Auöur Bjarnadóttir, As-
dfs Magnúsdóttir, Helga Bern-
hard, Helga Eldon, Guömunda
Jóhannesdóttir, Nanna ólafs-
dóttir, ólafia Bjarnleifsdóttir
og Birgitta Heide. Þá koma
fram leikararnir Bessi
Bjarnason, Sigmundur Orn
Arngrimsson og Ólafur Thor-
oddsen, og auk áöurnefndra
karldansara þeir örn Guö-
mundsson, Einar Sveinn
Þóröarson og Eirikur Eyvind-
arson.
Þórarinn Baldvinsson, ann-
ar gestadansara sýningarinn-
ar, hefur um árabil starfaö
sem dansari I Bretlandi. Siö-
ast dansaöi hann hér aöalhlut-
verkiö i ballettinum Coppelíu,
sem Þjóöleikhúsiö setti á sviö.
Maris Liepa er einn frægasti
sólódansari Bolshoi-balletts-
ins I Moskvu og hefur starfaö
þar sl. 17 ár. A þessum tima
hefur hann komiö fram í öllum
helztu hlutverkum sigildra
balletta og einnig i nú-
tímaballettum. Hann hefir
hlotiö fjölda verölauna, sett
upp ballettsýningar og dansaö
I fjölda kvikmynda. Hann
hefir kennt viö ballettskólann i
Moskvu siöan 1963, og nýlega
var hann kvikmyndaöur i
eftirlætishlutverki sinu I nú-
timaballettinum Spartacus.
Tikhon Khrennikov er eitt
virtasta núlifandi tónskáld
Sovétrikjanna. Hafa óperur
hans og sinfónlur veriö fluttar
viöa. Hann hefir I tæp þrjátiu
ár veriö forseti Tónskálda-
sambandsSovétrikjanna og er
einnig prófessor viö Tónlistar-
háskólann I Moskvu.
Aö lokum skal þaö tekiö
fram, aö sýningin á Ys og þys
útaf e.iguer meöal þeirra sýn-
inga, sem fastagestir leik-
hússins eiga aögang aö sam-
kvæmt áskriftarkortum, og er
þeim hérmeö bent á, að þessi
ballettsýning er ein þeirra sjö
sýninga, sem áskrift vetrarins
gildir aö. Eins og fyrr segir, er
frumsýningin I kvöld, skirdag,
en önnur sýning á annan I
páskum.