Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 32
32
Fimmtudagur 7. april 1977
Anton Mohr:
Árni og Berit
Ævintýraför um Asíu
aði að þau vildu biða
hans i Samarkand. Hann
langaði svo mikið til að
ferðast með þeim austur
Siberiu, skrifaði hann.
Jafnframt þessu bréfi,
hafði Alexej lika skrifað
Sörensen. í bréfi þessu
lagði Alexej fyrir Sören-
sen að gera allt sem i
hans valdi stæði til þess
að dvölin i Samarkand
yrði þeim sytkinunum til
ánægju. Ekkert mætti
spara til þess að þeim
gæti liðið sem bezt.
Um kvöldið ræddu
börnin mikið um það,
hvað þau ættu að gera.
Gátu þau farið að dvelja
hér i vikur og ef til vill
mánuði? þau höfðu þeg-
ar notið svo lengi gest-
risni hans og ástúð? Attu
þau ekki að halda áfram
ferðinni til frænda sins á
Hawaiieyjum. Þau
höfðu nú verið á ferðinni
i rúmt ár, en voru þó enn
lengra frá ákvörðunar-
staðnum, en þegar þau
fóru frá Noregi. Þeim
veitti vist ekki af að
halda áfram ferðinni.
Að hinu leytinu var
það freistandi að dvelja
hér dálitinn tima. Hjón-
in sem þau dvöldu hjá,
voru þeim mjög góð, og
hér var svo kyrrt og rótt
og heimilislegt.
Eftir allt ferðalagið og
erfiðleikana var svo un-
aðslegt að hvila sig og
njóta næðis á ágætu
heimili. Alexej var lika
svo óhemju rikur, að
ekki munaði hann um
það þótt þau lifðu á hans
eignum nokkrar vikur.
Þá var það þungt á
metunum, að hafa von
um samfylgd Alexej, —
og fyrir Berit var það
aðalatriðið. Það var
heldur ekki þægilegt
fyrir þau, að ferðast al-
ein um þetta ókunna
land. Niðurstaðan varð
þvi sú að þau skyldu
doka við og sjá hvernig
rættist úr þessu.
6.
Næstu vikur urðu
þeim systkinunum sann-
arlegir friðar- og
hvildartimar. Hið kyrr-
láta heimili, fagri trjá-
garður, ágætu húsráð-
endur og veðurbliðan
allt þetta hafði þau áhrif
á þau Árna og Berit, að
yfir þau færðist ró og
kyrrð sem þau höfðu
aldrei notið fyrr, siðan
þau lögðu upp frá heim-
ili sinu i Noregi.
Sörensen fór venju-
lega snemma á fætur.
Hann borðaði morgun-
verð klukkan sjö og fór
svo riðandi i eftirlitsferð
um hina viðlendu akra,
sem voru i eigu Alexej. :
Árni f ór oft með honum i
þessar eftirlitsferðir og -
kynntist þannig fram-
leiðslustörfunum og
hinni miklu eign. Suma
dagana er þeir heim-
sóttu þá vinnuflokka er
voru að störfum lengst
frá heimili þeirra hjóna,
voru þeir fram yfir há-
degi i ferðalagi.. Oft
varð Sörensen að stanza
á leiðinni, til þess að
kynna sér vinnubrögðin
og gefa fyrirmæli um
vinnuna.
Hér á þessari eign var
aðallega rekinn búskap-
ur. Þarna var mikið af
nautgripum, mjólkurbú
og smörgerð. Það var
einkum vegna smjör-
gerðarinnar, að Sören-
sen hafði ráðizt hingað.
Engi og beitilönd voru
hér svo viðlend að á
eigninni allri mátti hafa
um 7000 kýr. Arna þótti
ánægjulegt að lita yfir
þessar geysiiegu naut-
gripahjarðir, sem
dreifðu sér um beiti-
landið. Hér virtist bað-
mullarræktin vera horn-
rekan, en það sagði Sör-
ensen að væri ekki skyn-
samlegt.
„Turkestan er fyrst og
fremst vel fallið til
baðmullarframleiðslu
en ekki til kvikfjárrækt-
ar”. sagði hann. „Land-
ið er alltof dýrmætt til
þess, að það sé notað
fyrir beitiland. Hér eru
frá hendi náttúrunnar
beztu baðmullarakrar
Rússlands. Þegar allt
þetta mikla beitiland er
lagt undir plóginn, og
fullkomnar vatnsveitur
barnatíminn
gerðar, þá getur Rúss-
land fullnægt sinum
þörfum af baðmull.
Kýrnar ætti að flytja
eitthvað lengra norður.
Viða eru ágæt beitilönd,
og enn betra loftslag
fyrir kvikfé en hér”.
Sörensen varð svo á-
kafur þegar hann var að
útlista þetta fyrir Árna,
að hann gelymdi sér al-
veg. Hann hélt hestinum
kyrrum og renndi aug-
um út yfir sléttuna.
Nokkrum dögum siðar
er þeir Arni og Sörensen
voru á slikum eftirlits-
ferðum, hélt Sörensen á-
fram að tala um þetta
efni. Árni skildi það af
þessu tali hans að hann
var hugsjónamaður og
lét sig dreyma um stór-
byltingar i ræktunar-
málum. Nú var það
Siberia sem hann hafði i
huga. Hann hafði ferðazt
viða um Siberiu og taldi
að þetta mikla land-
flæmi ætti mikla framtið
fyrir sér.
„Það er alveg fjar-
stæða að við Vestur
Evrópumenn skulum
lita á Siberiu sem saka-
mannanýlendu fyrir
pólitiksa afbrotamenn
og glæpamenn. Þetta
var engin f jarstæða fyrr
á timum þegar landið
mátti heita ónumið. En
nú á þetta ekki við, og
þvi siður i framtiðinni.
Það mun koma i ljós er
árin liða. Frá náttúr-
unnar hendi er Siberia
auðugt og fr jósamt land,
sem biður eftir að auð-
æfi landsins séu nytjuð.
Hér er allt af öllu: skóg-
ar, grassléttur, akur-
lönd, beitilönd, málmar
og kol, og allt er þetta
stórkostlegt að vöxtum
og gæðum. 1 Austur-ÍJr-
al t.d. járn, kopar, plat-
ina og gull og fyrir sunn-
an Tomsk eru ágætar
kolanámur. Hér er nóg
vatnsafl og nóg olia, og
allt sem þarf til að skapa
stóriðnað”. Sörensen
þagnaði augnablik til að
hugleiða þessa miklu
möguleika en svo hélt
hann áfram:
„En hér vantar vegi
og jámbrautir, en eink-
um fólk. Ennþá er þetta
allt að mestu ónotað.
Veiztu það, að Siberia er
nær helmingi stærra
land en öll Evrópa en i-
búar á þessu mikla land-
svæði eru ekki nema 18
milljónir (Nú liklega um
30 milljónir). Þó má
geta þess að um helm-
ingur af Siberiu er full
kaldur fyrir Evrópu-
menn, en samt er ótak-
markað land til fólks-
fjölgunar. Þegar fólki
fjölgar, mun Siberia
verða aðal iðnaðarland
Rússaveldis. Þá munu
kolin úr námum hérað-
anna sunnan Tomsk not-
uð til að bræða málm-
anna frá Úral. Það er
jekkivist, að ég lifi þessar
breytingar, en þú, Árni,
þú ert ungur og þú átt
langt lif fyrir höndum.
;Þú munt vissulega lifa
jþá tima er iðnaðurinn i
jSiberiu verður talinn
Ijafngilda iðnaði Amer-
iku og Englands. Þá
minnist þú ef til vill
þess, er ég hef nú sagt.”
(Allir þessir spádóm-
ar danska bóndans eru
nú komnir fram. Það er
Úralhéruðin og Vestur-
Siberia, sem hafa staðið
undir stóriðnaði Rúss-
lands).
7.
Berit var sjaldan með
i þessum ferðum.
Undanfarna mánuði
hafði hún átt i svo mikl-
um erfiðleikum i stöðug-
um ferðalögum, að hún
naut þess að hvilast og
þurfa engar ferða-
óVixrcrcfinr a/S híífíi Wiin