Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. aprll 1977 11 tftgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingasími 19523. Veröllausasölu kr. 60.00. Askriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Atvinnumál aldraðra Á fundi, sem nýlega var haldinn i öldrunar- fræðafélagi íslands, flutti formaður þess, Gisli Sigurbjörnsson, athyglisverða ræðu. Hann benti þar á, að fyrir 90 árum hefðu Þjóðverjar sett eftir- launalöggjöf og þá miðað eftirlaunaaldur við 67 ár. Siðan hefði margt breyzt og m.a. það, að 68 ára gamall maður þá hefði verið álika til heilsu og áttræður nú. Þannig væri það athyglisvert, að samkvæmt manntalinu 1. desember 1976, hefðu 9.463 karlar og 11.369 konur verið eldri en 65 ára, en þetta væri um 9% allra landsmanna. í ná- granannalöndum okkar væri þessi tala enn hærri. Þar væru um 12-14% ibúanna eldri en 65 ára. Sliks mætti einnig vænta hér i framtiðinni. Þessu fylgdu mörg vandamál, sem leiddu óhjákvæmilega til endurskoðunar á aldurstakmörkum og atvinnu- málum aldraðra. Eftir að hafa rakið þetta, fórust Gisla Sigurbjömssyni orð á þessa leið: „Við höfum ekki ráð á að dæma fjölda manns (sem hefur sæmilega heilsu, áhuga og vilja á að starfa), — úr leik fyrir það eitt, að almanakið seg- ir, að það hafi náð ákveðnum aldri, 65-67 eða 70 ár- um. Vegna siaukins fjölda þess fólks, sem nær elli- launaaldri þá aukast útgjöld trygginga og lifeyris- sjóða og er nú svo komið að viða um lönd horfir til stórvandræða i þessum efnum. Hér verður þvi að gera breytingar á — ekki aðeins vegna þess órétt- ar að mannréttindin — rétturinn til þess að starfa — er tekinn frá fólki, heldur einfaldlega vegna þess, að þjóðirnar geta fjárhagslega ekki staðið undir þessu lengur. Rétturinn til að vinna er tekinn með valdboði af fólkinu. Þegar ákveðnum aldri er náð, þá er ekki lengur leyfilegt að starfa. Aldurinn einn á ekki að ráða — það er heilsa og afköst — áhugi og starfs- löngun, sem ráða skal. Við höfum ekki ráð á að láta duglegtfólk með mikla og langa starfsreynslu að baki, hætta störfum aðeins vegna úrelts aldurs- takmarks.” Vinnufrelsið Alfreð Gislason læknir hefur nýlega birt grein i Nýjum Þjóðmálum, þar sem hann ræðir um fram- angreindan fund i öldrunarfræðafélaginu. Alfreð Gislason segir m.a.: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna,” segir i stjórnarskránni. Allir vinnufærir menn eiga rétt til starfs, og þar eiga allir jafnan rétt, án tillits til kynferðis eða aldurs. Þannig er þetta, þó ekki i reynd, og ber þar aldrað fólk mjög skarðan hlut frá borði. í rikum mæli er þvi visað frá störf- um á ákveðnu aldursstigi, án nokkurs tillits til hæfni. Þetta er ekki réttlátt, hvorki gagnvart ein- staklingunum né samfélaginu. Á þvi tapa báðir þessir aðilar. Starfsgeta er misjöfn á öllum aldri. Þegar heils- an bilar, minnkar hún eða hverfur, og skiptir þá engu, hvort um ungan eða gamlan er að ræða. Þetta er staðreynd, sem taka ber mið af. Allir vinnufærir menn eiga rétt til starfs, og eru þá meðtaldir þeir, sem skerta starfsorku hafa. Skipt- ing i aldursflokka, með mismunandi rétti i þessum efnum, er forkastanleg og verður að afnemast. Hún er óeðlileg og ber i sér vott um skort á mannúð og hagsýni.” Það er vissulega kominn timi til, að framan- greindum ummælum þeirra Gisla Sigurbjörnsson- ar og Alfreðs Gislasonar verði fullur gaumur gef- inn. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Leysir Tindeman tungumáladeiluna? Belgísku kosningarnar snerust um hana Leo Tindeman SAGAN SEGIR, aö þegar Grimur Thomsen var sendi- maöur Dana i Brússel, hafi hann eitt sinn veriö spuröur aö þvi, hvaða mál væri talað á ís- landi. Grimur svaraöi snöggt: Viö tölum belgisku. Þetta svar Grims skýrir allvel orsök þingkosninganna, sem fóru fram i Belgiu 17. þ.m., rúm- lega ári fyrr en kjörtimabilinu lauk. Kosningar þessar áttu fyrst og fremst rætur að rekja til vaxandi þjóðernisdeilna eða tungumáladeilna i land- inu. Belgiumenn hafa ekki eigið sameiginlegt tungumál, heldur eru talaðar tvær mál- lýzkur i landinu eða flæmska, sem likist hollenzku og töluð er i norðurhluta landsins, Flandern (Flæmingjalandi) og vallónska eða franska, sem er töluð i suðurhluta landsins, Vallóniu. Loks blandast svo saman flæmska og franska i Brússel, en þó er franska þar yfirgnæfandi. Þegar Belgia varð sjálfstætt riki fyrir um 147 árum, voru Vallónar i meirihluta og flestir forustu- menn landsins voru lengi vel úr hópi þeirra. Vallónski landshlutinn var lika stærri en sá flæmski. Þetta breyttist hins vegar eftir þvi, sem iðn- aðurinn efldist. Flæmingjar sóttu fram og landshluti þeirra var lika betur i sveit settur, m.a. meö tilliti til sam- gangna, þar sem Antwerpen er hin mikla miðstöð. Nú er svo komið, að Flæmingjar telja um 5.5 milljónir, en Vallónar ekki nema um 3 milljónir, en auk þess er svo höfuðborgin blönduð með á aðra milljón ibúa, en frönsku- mælandi menn eru þar þó i verulegum meirihluta. Það hefur aukið á ríginn milli landshlutanna, að efnahagsaf- koma er almennt mun betri i þeim flæmska. Flæmingjar telja sig veröa að leggja fé af mörkum til eflingar Vallón- um, en Vallónar telja, aö þeim sé haldið niðri og helzta leiðin til viðreisnar fyrir þá sé aukið frjálsræði. TILDRÖG þingkosninganna nú voru þau, að rikisstjórnin var mynduð af þremur flokk- um, Kristilega flokknum, Frjálslynda flokknum og þjóð- ernisflokki Vallóna. Helztu andstöðuflokkarnir voru Jafn- aðarmannaflokkurinn og flæmski þjóðernisflokkurinn. 1 héraðsstjórnarkosningunum, sem fóru frám siðastl. haust, missti vallónski þjóðernis- flokkurinn fylgi til jafnaðar- manna. Þetta varð til þess, að forustumaður hans, Paul Gendebien, sem er barón að tign, taldi flokknum nauðsyn- legt að taka upp róttækari stefnu, og hefur hann siðan oft veriö nefndur rauði baróninn. t samræmi við þetta setti hann róttækari skilyröi fyrir áfram- haldandi stjórnarsamvinnu en Leo Tindeman forsætisráð- herra og leiðtogi Kristilega flokksins vildi fallast á. Hann ákvað þvi að efna til kosninga og freista aö þeim loknum að mynda rikisstjórn, sem væri óháð þjóðernisflokkum. Til þess að gera sér grein fyrir stjórnmálaþróuninni i Belgiu siðustu tvo áratugina eða eftir að þjóöernisbaráttan eða tungumálabaráttan færð- ist i aukana, er ekki ófróðlegt að rifja upp úrslit þingkosn- inganna 1961. 1 þeim kosning- um urðu úrslitin þessi: Kristi- legi flokkurinn, sem er hægri- sinnaður miðflokkur, fékk 96 þingsæti, Jafnaðarmanna- flokkurinn 84, Frjálslyndi flokkurinn, sem er talinn i- haldssamur, 20, þjóðernis- flokkur Flæmingja 5, kommúnistar 5 og aðrir 2. t þingkosningunum, sem fóru fram 1974, urðu úrslit þessi: Kristilegi flokkurinn 72, Jafn- aðarmannaflokkurinn 59, Frjálslyndi flokkurinn 33, þjóðernisflokkur Flæmingja 22, þjóðernisflokkur Vallóna 13, franski flokkurinn i Brússel 9 og kommúnistar 4. Þessar tölur sýna, aö þjóð- ernisflokkarnir hafa náð veru- legu fylgi á þessum tíma, aðallega á kostnað stærstu flokkanna, Kristilega flokks- ins og Jafnaöarmannaflokks- ins. Sitthvaö hafði þó verið reynt á þessum tima að koma til móts við kröfur þjóðernis- sinna, m.a. komið á eins konar menningarlegri heimastjórn hjá Flæmingjum og Vallón- um. Kröfur þjóðernissinna ganga hins vegar lengra. Helzt vilja þeir, að Belgia verði sambandsrlki þriggja rikja eða Flæmingjalands, Vallónlu og Brússel, sem öll hafi viðtæka sjálfstjórn. Margir óttast hins vegar, að það geti leitt til þess, að Belgla liðist alveg sundur. 1 KOSNINGUNUM, sem fóru fram 17. þ.m. bar þjóð- ernismálin einna mest á góma. Þetta var heppilegt fyr- ir Tindeman, þvi að stjórn hans hafði gengið illa að fást við efnahagsmálin. Atvinnu- leysier mjög mikiö I Belgiu og hefur stjórnin veriö heldur at- hafnalitil I baráttunni við það. Úrslitin þykja bera þess merki, að meginþorri kjós- enda vill fara gætilega i þjóö- ernismálunum, en þó fá fram breytingar. Stóru flokkarnir hétu þvi að vinna aö aukinni sjálfstjórn landshlutanna, en þó með gát. Þessi stefna virð- ist hafa fallið i allgóöan jarð- veg, þvi að Kristilegi flokkur- inn bætti við sig 8 þingsætum, Jafnaðarmannaflokkurinn 3, en Frjálslyndi flokkurinn stóð i stað. Þjóðernisflokkur Flæmingja tapaði tveimur þingsætum, en þjóðernisflokk- ur Vallóna 8 eða nær tveimur þriðju hlutum af þingmönnum sinum. Kommúnistar töpuðu tveimur þingsætum. Þingsæt- in skiptast nú þannig: Kristi- legi flokkurinn 80, Jafnaðar- mannaflokkurinn 62, Frjáls- lyndi flokkurinn 33, þjóðernis- flokkur Fl^emingja 20, franski þjóöernisflokkurinn i Brússel 10, þjóðernisflokkur Vallóna 5 og kommúnistar 2. Geta má þess, að á kjörtimabilinu höfðu þrir þingmenn gengið úr þjóöernisflokki Vallóna i mót- mælaskyni við stefnu rauða barónsins og tekið upp sam- vinnu við Frjálslynda flokk- inn. Hann bætti nú talsvert við fylgi sitt i Vallóniu, en tapaöi I Flæmingjalandi og fékk þvi sömu þingmannatölu og i kosningunum 1974. Báðir stærstu flokkarnir unnu á I öll- um landshlutum. I samræmi við úrslit kosn- inganna, hefur Tindeman ver- iö faliö að mynda rikisstjórn. Hann mun helzt vilja mynda samsteypustjórn þriggja stærstu flokkanna og freista þess að ná samkomulagi um stjórnarskrárbreytingu, sem gengur hóflega til móts við óskir þjóðernissinna. Sagt er, aö Jafnaðarmannaflokkurinn sé þessu ekki andvigur, en hins vegar getur orðiö erfiðara að ná samkomulagi um efnahagsmálin. Þ.Þ. X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.