Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. mai 1977. 5 Hvítasunnuferð í Þórsmörk hjá Farfuglum Farfuglar nefnast hópur fólks sem stundar feröalög um fjöll og fi rnindi, auk þess aö reka gisti- heimili fyrir innlenda sem er- lenda feröalanga f Reykjavlk og vföar um landiö. Flest er fólk þetta ungt aö árum og allt ungt I anda og þegar þaö skemmtir sér, er ekkert kynslóöabil til. Lengi hefur fólk þetta haldiö til á Þórsmörk yfir sumarmánuöina og gista þá I Sleppugili, sem þaö hefur verndaö og fegraö af mikl- um dugnaöi. í ár eru mörg merkis afmæli I sambandi viö Þórsmerkur feröir Farfugla, 35 ár eru liöin frá þvl aö fyrsta ferö „Fuglanna” á Þórs- mörk var farin og var þá ein- göngu feröazt á „boddýbllum” og svo auövitaö á hestum, margar svaöilferöir eru sagöar af þeim feröum þegar fariö er I þægi- legum langferöabllum alla leiö á leiöarenda. Um hvítasunnuna fyrir 25 árum var farin fyrsta skógræktarferðin á Þórsmörk og hafa þær veriö ár- viss viöburöur slöan. Tug-þús- undir trjáplantna hafa veriö gróöursettar I Sleppugilinu og eru ntl fyrstu græölingarn- ir orönir aö myndarlegum trjám. Upplástur sem fór eyöandi niöur eftir gilinu hefur nú veriö stööv- aður og gróöurinn er nú aftur I sókn. Loks er „Soffía frænka” 15 ára. Áður fyrr komu ekki margir á Þórsmörk en eftir þvl sem feröir urðu tlöari kom þörfin fyrir náö- hús („frænku”) betur I ljós. Höföu Farfuglar fyrr á árum fundiö í fögrum lundi jarðfall nokkuö sem gætt var þeirri náttúru aö allt sem I þaö var látiö yfir sumariö var horfiö aö vori, var þar reist (náö) hús eitt mikiö er féll svo vel aö lands- laginu aö glöggt auga þurfti til. aö sjá þaö. Nú um hvítasunnuna munu Farfuglar halda á Þórsmörk aö vanda og veröur hinna mörgu afmæla minnzt á tilheyrandi hátt og er ekki aö efa aö þar mun gleöin ráöa ríkjum eins og alls staöar sem „Fuglarnir” fara. sýning á ísafirði Laugardaginn 21. maí veröur opnuö sýning á myndum As- grims Jónssonar listmálara I mötuneytissal Menntaskólans á tsafiröi. Þaö eru Menningarráö tsafjaröar og menntaskólinn, sem hafa forgöngu um sýning- una. Myndirnar eru allar fengnar aö láni frá Asgrlmssafninu I Reykjavlk, og hefur forstöðu- konan, Bjarnveig Bjarnadóttir, annazt milligöngu. Þetta er I fyrsta skipti, sem haldin er sjálfstæð sýning á verkum þessa dáöa listamanns á ísa- firði, og er þaö mikiö fagnaðar- efni þeim, sem unna fögrum listum. Þarna veröa til sýnis margar þekktustu myndir Ás- gríms, bæöi málverk og vatns- litamyndir. Hinn glæsilegi salur ný byggingar menntaskólans er mjög vel fallinn til myndlistar- sýninga, og hefur þegar verið haldin ein sýning þar I vetur. Viö þaö tækifæri voru settir upp sérstakir listar, sem gefa aukiö svigrúm I rööun myndanna án þessaönaglaför setji ljótan svip á veggina. Stendur salurinn op- inn öllum þeim listamönnum, sem heiðra vilja Isafjörö meö nærveru sinni. Sýningin á Ásgrímsmyndum veröur opnuö viö hátlölega at- höfnkl. 16, kl. 4 slödegis. Meðal annars mun slra Gunnar Björnsson spila einleik á selló viö undirleik Margrétar Gunn- arsdóttur. öllum er frjáls aö- gangur endurgjaldslaust. Til þess aö ná upp I hinn mikla kostnaö viö uppsetningu sýning- ar sem þessarar, veröa seldar veitingar á staönum. Veröa þar eingöngu heimabakaöar kökur á boðstólum. Er þess aö vænta, aö bæöi ís- firðingar og fólk úr nágranna- byggöum llti inn þennan dag. Sýningin veröur opin daglega frá kl. 8 til 10 e.h. fram til 28. maí. Sunnudaginn 22. mal verö- ur hún opin frá kl. 2 tii 10. Orlof húsmæðra í Reykjavík að Hrafnagili í Eyjafirði Orlofsheimili reykvlskra hús- mæöra, sumariö 1977, veröur aö Hrafnagilsskóla I Eyjafiröi. Rétt til aö sækja um dvöl á heimilinu hafa reykvlskar húsmæöur, sem veita eða hafa veitt heimili for- stööu. Sú nýbreytni verður I sumar, aö auk reykvlskra húsmæöra munu dvelja þar húsmæöur vfðs vegar aö af Noröurlandi og Stranda- sýslu. Þessi ákvöröun var tekin á fjölmennri ráöstefnu orlofs- nefnda, er haldin var 19. marz s.l. Þegar er ákveðið um 8 hópa/þá miöað viö 50 gesti frá Reykjavík og 10 aö noröan hverju sinni. Vinsældir orlofsins hafa fariö vaxandi meö ári hverju og aösókn mikil I Reykjavlk, en eigi unnt aö efna til eins margra hópferöa og þurft hefur til þess aö fullnægja eftirspurn. Þvl veröur aö hafa þá reglu, aö sú kona, sem ekki hefur notiö orlofs áöur gengur fyrir meö dvöl. En þaö breytir þvl ekki að hver húsmóöir er auöfúsugestur meöan rúm er. Fyrsti hópurinn fer laugardag- inn 25. júní. Flogið veröur meö Flugfélagi Islands til Akureyrar. Frá og meö 1. júnl veröur tekiö viö umsóknum á skrifstofu nefnd- arinnar aö Traöarkotssundi 6. kl. 15-18 alla virka daga. Stórsigrar í aukakílóa- stríðinu á Akureyri Félagar I aukakilóafélaginu á Akureyri eru orönir um eitt hundrað og fimmtiu talsins. Það gengur upp og ofan að losa sig við aukakilóin, en einn liður i starfsemi félagsins er gönguferðir, og sýnir þessi Timamynd Karls nokkra fé- lagsmenn, sem voru i göngu- ferð á laugardaginn var, en þeir fara i langar gönguferðir vikulega. Félagarnir hafa einnig fasta tima i sundlaug Akureyrar I viku hverri, og synda þá i griö og erg til aö losna við aukakilóin. * » sja amr, ao vio erum iarnar aogrennasi — Timamynd: KS. í VERKSMIÐJU OKKAR í DUGGUVOGI framleiðum við allar helstu tegundir málningar og fúavarnarefna, bæði fyrir skipastól landsmanna og byggingariðnaðinn. , Hempel’s Mtretex malning og lökk plastmálning á tré og jám utan húss og innan Cuprínol fuavamarefni Gæði vörunnar byggjast á áratuga reynslu, rannsóknum og gæðaeftirliti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.