Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 18
18
Fimmtudagur 26. mal 1977.
STURTUVAGNAR
Eigum á lager örfóa
WEEKS sturtuvagna 2,5 tonn
Verð kr. 300 þúsund
$ Snmband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD
Ármula 3 Reykjavik sirni 38900
Massey Ferguson
Til sölu er hjá Kaupfélagi Rangæinga
Massey Ferguson 165-8 árgerð 1973, ekinn
2100 vinnustundir.
Upplýsingar gefur Bjarni Helgason sima
99-5121 og 99-5225.
Útboð _
Gangstéttagerð
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða i allt að
12000 ferm. gangstéttasteypingu.
Heimilt er að bjóða i hluta verksins.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn
10,000 króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 2. júni kl. 11 f.h.
Bæjarverkfræðingur.
Lögtaksúrskurður
Samkvæmt beiðni sveitarsjóðs Mosfells-
hrepps úrskurðast hér með að lögtök geti
farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreidd-
um fyrirframgreiðslum útsvars og að-
stöðugjalda ársins 1977 svo og ógreiddum
fasteignagjöldum ársins 1977. Allt ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtökin geta
farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu
úrskurðar þessa.
lesendur segja
Hesturinn og
maðurinn
Þaö hefur oft veriö sagt um is-
lenzka hestamenn, aö þeir séu i
framkomu og klæöaburöi nokk-
uö luralegir, og þá ekki sizt á
hestamannamótum. A þessu
hafa þó veriö nokkrar undan-
tekningarnúá siöustu árum, en
þaö hefur þá helzt veriö kven-
þjóöin, sem er áberandi betur til
fara á slikum hesta- og manna-
mótum.
Ég minnist á þetta mál, vegna
þess fréttar i Timanum laugar-
daginn 14. mai siöastl. af hesta-
móti sem fram fór á Rangár-
bökkum. Fréttinni fylgir mynd,
þar sem Magnús Finnbogason
frá Lágafelli afhendir Bjarna
Þorkelssyni silfurbikar fyrir
bezta stóöhestinn á mótinu.
Um blessaðan hestinn er ekk-
ert að segja, en um mennina
fjóra sem myndina prýöa, ætla
ég að fara nokkrum oröum:
Magnús Finnbogason mætti
nú snúa ööru aö ljósmyndaran-
um en bakhlutanum (þetta er nú
aldrei nema verðlaunaafhend-
ing).
Knapinn, Bjarni Þorkelsson,
heföi tekiö sig betur út, ef hann
heföi staöiö við hliö gæöingsins
er hann tekur á móti hinum veg-
lega silfurbikar. Þess I staö sit-
ur hann i hnút, með óhnepptan
jakkann, og meö fæturnar út i
loftiö. Frekar ósmekklegt þaö.
Svo eru þaö tveir hestasvein-
ar, sem standa I bakgrunni
myndarinnar, báöir meö hendur
i vösum. Svona fréttamynd er
ekki til sóma þeim mönnum
sem aö slíkum mótum standa,
og þá sizt þeim, sem eru þaö
rausnalegir að gefa veglega
verölaunagripi. Þetta er hreinn
dónaskapur. Ljósmyndarinn á
mikla sök á þessari uppstill-
ingu.
Nú vil ég i fullri vinsemd og
viröingu fyrir öllum hesta-
mönnum skora á ykkur kæru
hestamenn, aö láta svona
myndir ekki birtast oftar opin-
berlega, þvi það sæmir ekki
þessari fallegu iþrótt.
Ég vil svo aö endingu, óska
öllum hestamönnum alls hins
bezta á komandi sumri.
tþróttamaöur.
Magnús á Lágafelli afhendir Bjarna Þorkelssyni bikarinn.
Heilsulindin í Naut-
hólsvík
tdagblaöinu Timanum þann 10.
þ.m.erstórfréttá forsíöuásamt
fjögurra dálka mynd frá
„Skuröinum” I Nauthólsvikinni.
öll gengur greinin út á það
eitt, aö sverta þá aöstööu sem
þarna hefur skapazt til bööunar
og afslöppunar.
1 ööru oröinu er þvi fjálglega
lýst hvernig baögestir sem
lauga sig á kvöldin og um nætur
ganga um staðinn og er þaö
ófögur lýsing, en i hinu orðinu er
þess getið, að enga aöstööu sé
þarna að finna fyrir baðgesti,
sem vilja njóta dagstundar i
skuröinum. t greininni kemur
fram, að eina lausnin sé að loka
fyrir vatniö.
Lokunarpostularnir viröast
staurblindir á þann möguleika,
að þarna sé hægt að gera virki-
lega hlýlegan útivistarstaö.
Einhver góður maöur sagði,
að því miður kæmu rónarnir
óorði á brennivinið. Þetta er
hverju oröi sannara og þvi miö-
ur er það einnig hverju oröi
sannara, að kvöld- og nætur-
gestir i „Nauthólslæknum”
koma slæmu orði á þann ágæta
stað.
Þennan baöstaö er unnt aö
gera mjög góöan með tiltölulega
litilli fyrirhöfn.
1 fyrsta lagi þarf að setja upp
giröingu meðfram skuröinum i
hæfilegri fjarlægö og leggja siö-
an þökur á bakkana og svæöiö I
kring, en þaö hefur veriö eyöi-
lagt af bila- og vélhjólaumferö.
1 ööru lagi þarf aö setja
nokkrar ruslatunnur eöa rusla-
dalla meöfram skuröinum, svo
og aö koma upp einfaldri snyrti-
aðstöðu.
1 þriöja lagi þyrfti aö steypa
skurðbakkana og botninn og
setja stiflur með hæfilegu milli-
bili. Nauðsynlegt væri, vegna
ásóknar óæskilegra næturgesta
aö hafa rennilúgur á stiflunum,
sem draga mætti upp og læsa,
frá siökvöldi til morguns svo
vatniö geti runnið óhindraö til
sjávar, þannig aö bööun um
kvöld og nætur veröi útilokuð.
Þetta ættu borgaryfirvöld aö
sjá sóma sinn i aö láta gera og
ekki mun standa á þeim sem
skurðinn stunda aö leggja fram
vinnu endurgjaldslaust, þannig
aö þetta ætti ekki aö þurfa aö
kosta meira en spegill og ljósa-
króna.
Ef borgaryfirvöld sjá sér
þetta hins vegar ekki fært er
ekki um annað að ræöa, en þeir
sem lækinn stunda, stofni meö
sér samtök til að hrinda málinu
i framkvæmd.
Það er ýmislegt sem mönnum
hefur efiaust yfirsést, þegar
rætt er um lokun skuröarins.
Þarmættinefna.aðí skurðinum
er ávallt tært vatn vegna
stööugrar og hraörar endur-
nýjunar vatnsins.
Þetta er gagnstætt þvi sem er
I sundlaugum, þar sem endur-
nýjun vatnsins er ákaflega hæg
og baðgestir svamla þar í vatni
gegnmenguðu af svita og þvagi
sjálfs sin og annarra.
Sjálfsagt er ekki á allra vit-
oröi, að sviöi i augum og önnur
óþægindi orsakast ekki af klórn-
um I sundlaugarvatninu heldur
af svita og þvagi sem sund-
laugargestir láta frá sér.
Þaö hefur áður komiö fram,
að vatniö í skuröinum er á
stöðugri hreyfingu.
Ugglaust gera lokunar-
postularnir sér ekki ljóst hve
straumþunginn er mikill.
Sjálfsagt gera þeir sér heldur
ekki ljóst hvaða áhrif þaö hefur
þegar 39 stiga heitur vatns-
flaumur leikur um likamann.
Þessi vatnsflaumur hefur það
góö áhrif á líkamlega og um leið
andlega heilsu manna, aö i
rauninni ættu engir aö hafa
áhuga fyrir lokun skuröarins
aörir en þeir, sem hafa nudd aö
atvinnu og er þá átt viö þá sem
hafa likamsnudd aö atvinnu, en
ekki hina sem sifellt eru að
nudda og pexa út af öllu og
engu.
Miklu meira og itarlegar
mætti um þetta rita, en hér skal
botninn sleginn með nokkrum
orðum til borgaryfirvalda.
Lokið ekki fyrir vatnið I
skurðinn. Lokið a.m.k. ekki fyrr
en þið hafið spurt manninn sem
þjáist af lömun hvar og hvernig
hann hafi öðlazt þann þrótt sem
hann hefur náö. Spyrjiö hann
hvort loka beri skurðinum. Ef
hann svarar játandi, skuluð þiö
loka.
Spyrjið einnig konuna sem
þjáöist i baki, en hefur nú náö
undraverðum þrótti.hvort hún
vilji láta loka fyrir heita vatniö i
skurðinn.Ef húnsvarar játandi,
þá skuluð þiö loka.
Spyrjiö einnig alla þá, sem
eftir eril dagsins koma meö
þrautir I hálsi og herðum, láta
vatnsflauminn úr rörinu leika
um sig og fara siðan til sins
heima afslappaöir og meö bros
á vör, hvort loka beri fyrir vatn-
iö i skurðinn.
Ef þeir svara játandi, skuluð
þið loka, en fyrr ekki.
Með þökk fyrir birtinguna.
„Skurðfélagar”.