Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 26. mai 1977. Þorvaldur Þorvaldsson: Ræktun lands og lýðs Um fátt er meira rætt I okkar þjóöfélagi en skólamálin. Ber þarmargttil,miklar breytingar eru á döfinni, og þjóöfélagiö ver ómældum fjármunum 1 þessa starfsemi', enda þótt menn deili um arðsemina. Grunnskólalögin voru lengi á dagskrá, en meö samþykkt þeirra og gildistöku hlaut aö burfa aö endurskoöa öll lög um framhaldsskóla, þannig að þeir tækju eðlilega viö af grunn- skólanum. Fyrir fáum dögum var lagt fyrir alþingismenn og þjóöina alla frumvarp til laga um fram- haldsskóla. Má segja, að meö frumvarpi þessu sé farið inn á nýjar brautir i mörgum grein- um. baö sem nýtt er i frum- varpinu, miðaö við þaö ástand sem rikir, er einkum tvennt. 1) Reyna á aö sameina sem flestar námsbrautir 1 einni skólastofnun, þannig aö sér- skólarnir leggist niður meö tímanum. 2) Ollu námi, verklegu og bók- legu, er gert jafnhátt undir höföi, kostnaðarlega. Sjálfsagt tekur það mörg ár aökoma öllum þeim nýjungum, sem þessi lög boöa, i fram- kvæmd, en þá er spurningin: Veröa menn þá ánægöir? Veröa allir menn nokkurn tima ánægð- ir meö skóla, sem hnepptir eru 1 viðjar og falla inn 1 kerfi? Sagan sýnir okkur, að oft hafa þeir skólar á aö skipa áhuga- sömustu nemendunum, að ekki sé minnst á áhugasömustu kennurunum, sem eru utan viö lög og kerfi, og geta fariö sinar eigin brautir. Sá eldmóður, sem fylgir sliku starfi að feta sig eftir nýjum braiitum og reyna eitthvað nýtt, skilur alltaf eftir sig einhver spor. Lýðskólarnir á Norðurlöndum hafa reynzt furöu lifseigir, og þeirra er jafnan getið af göml- um nemendum meö þakklæti og hlýju. Þaö sem jafnan er taliö þeim helzt til gildis er frelsiö. Þar er enginn þvingaöur til neins, enginn kennari bundinn af námsskrá, enginn nemandi þrúgaöur af námsskyldu eöa þvi að þurfa aö skila tilskyldum árangri til að öölast einhver réttindi. Nemendur leita ekki þangaö vegna réttinda, þeir sækjast eftir frjálsu námi og fé- lagsskap. Lýðskólahreyfingin hefur aldrei náð aö festa rætur hér á landi. Héraösskólarnir áttu aö feta i spor þeirra og geröu þaö nokkuð i fyrstu en svo uröu þeir gagnfræðaskólar og ánetjuöust námsskrám landsprófanna og þá var frelsiö glataö að miklu leyti. Undanfarin ár hefur veriö farið inn á nýjar brautir 1 sumum héraösskólunum hvaö varðar námsfyrirkomulag og kennslutilhögun. Má þar nefna að vissar námsgreinar hafa veriö teknar 1 önnum á hluta úr vetri og öörum ýtt til hliöar á meðan o.s.frv. Allt sllkt er góðra gjalda vert, ekki slzt ef slíkar breytingar falla nemend- um vel i geð og örva þá til auk- inna starfa. Nú standa héraösskólarnir á erfiöum timamótum. Mörg sveitarfélög, sem fram aö þessu hafa ekki getaö veitt börnum slnum unglingsmenntun heima Ihéraði, keppast nú viö aö bæta aöstöðuna heima, svo aö unglingarnir geti dvalizt þar sem lengst. Er nú svo komiö, aö sumir héraösskólanna sjá fram á minnkandi aösókn meö hver ju ári. Er þaö þeim mun sárara sem undanfarin ár hefur stórum fjárhæöum veriö variö til þess aö bæta aöstööu nemenda og kennara á þessum stööum, svo að öfundsvert hefði þótt á frumbýlingsárum þeirra. Um framtið héraösskólanna er nú rætt og menn spyrja eðli- lega margra spurninga, sem erfitteraö svara. Eitt eru menn þó sammála um, þaö er ekki hægt aö leggja þá I eyöi, þar eö við þurfum aö nýta þá aöstööu sem þar býöst. Þvi kann aö vakna sú spurning: Hvernig væri nú aö söðla um og gera þá aö lýöskólum eins og uppruna- lega var ætlunin meö stofnun þeirra? Margir héraösskólanna standa á jörðum, þar sem jarö- hiti er nægur og landrými gott, enda var i upphafi ætlunin, aö búskapurinn á skólajöröunum sæi nemendum fyrir mjólk. Þarna eru þvi miklir möguleik- ar, væru þeir nýttir sem skyldi. Töfraorö skólamálanna i dag er verknám. A þennan þátt kennslu hefur aö visu áöur verið minnzt, en minna oröiö úr fram- kvæmdum, og fjárskorti um kennt. Nú skal upp renna betri tið i landi hér og hagur verknámsins bættur svo að þjóöin læri aö þjálfa hendur til hagleiks ekki siður en huga til andlegra afreka. t framkomnu frumvarpi til laga um framhaldsskóla, sem nú er alþjóö kunnugt, er i grein- argerö lýst ýtarlega náms- sviðum og námsbrautum eins og nefndin hugsar sér þær. Þar er á bls. 37 lýst búfræðisviöi og dæmum um námsbrautir innan þess. Þar er garöyrkjubraut 1 eða 2 ára meö verklegri og bók- legri kennslu, og þar er skrúö- garöyrkjubraut 2 ára nám með fræöingstitli á eftir og hugsan- legu meistaranámi. Sá þanki hefur leitað á mig aö undanförnu hvort ekki væri hugsanlegt, aö margir vildu læra nokkur undirstöðuatriði I garðrækt og skrúögaröarækt, án þess aö hafa annað I huga en ræktun á framtiöarlóö sinni eða hugsanlegu sumarbústaðalandi. Væri ekki hugsanlegt aö ungt fólk, sem væri orðiö leitt á sam- felldu námi innan ramma kerfisins, vildi komast I frjálsan lýðskóla iheimavist og náinn fé- lagsskap jafnaldra, þar sem helmingur námsins væri rækt- unarstörf undir handleiöslu kunnáttumanna. Mig langar aö gera nánari grein fyrir þvi, hvernig sllkur skóli gæti hugsanlega veriö skipulagöur I stórum dráttum. 1 fyrstu er þess aö geta að slikur skóli mundi hafa allt annan starfstima en aörir skól- ar, þ.e. sumariö yröi aö nýta til hins ýtrasta. Þetta gæti verið eins árs skóli, sem hæfi starf sitt upp úr miöjurn janúar. Þá gætu nemendur snúiö sér aö bóklegu námi aö stærstum hluta. Yröi hluti þess almennt nám um móöurmál, bókmenntir, al- menna samfélagsfræöi, o.fl., en hluti námsins yröi beinn undirbúningur undir verkefni sumarsins, ræktunina. Alls konar handmennt og myndiö gæti einnig oröiö góöur bragð- bætir i náminu i þessum skóla. Þegar vorið nálgaöist ykist verklegi þátturinn eölilega, en sá bóklegi minnkaöi aö sama skapi. Gróöurhús og vermireitir kalla nú á fólk til starfa. Rækt- unarstörfunum mætti hugsa sér að skipta I fjóra þætti: a) vinna i gróöurhúsum. b) matjurtaræktun úti, sem gæfi arð og gæti hugsanlega létt eitthvað undir i náms- kostnaöi nemenda. c) sameiginlegur skrúögaröur, þar sem nemendur ynnu undir stjórn kunnáttumanns. d) skrúðgaröaræktun, þar sem hver nemandi fengi litla spildu lands og mætti hafa þar frjálsar hendur og skipu- leggja aö vild. Sumarfri yrðu eölilega stutt i þessum skóla. Kennarar og nemendur yröu aö láta sér nægja að skiptast á aö fara I tvær vikur eöa svo, þvi aö rækt- unarstörfin má ekki yfirgefa lengi um hásumariö. Frekara leyfi kennara yröi aö biöa vetr- arins. Þegar haustaði yrðu upp- skerustörfin auðvitað mjög timafrek, en einnig þyrfti aö búa skrúögarðinn undir veturinn, og þaö er ekki sama hvernig þaö er gert. Þegar nætur tekur aö lengja i október og uppskeran er komin i hús, mætti opna bækur aö nýju og rif ja upp lærdóma og reynslu sumarsins. Einnig mætti taka plöntusafn sumarsins, flokka þaö og greina og læra svolitið nánar um einkenni hverrar tegundar. Nú væri einnig timi til að taka til við bókmenntir á ný og þjálfa nemendur i aö flytja laust og bundiö mál úr ræðustól svo aö áheyrilegt verði. 011 félags- störf væru mjög æskileg i svona skóla. 1 byrjun desember mundi skólaári þessa skóla ljúka. Þar yröu engin próf tekin, þvi aö nemendurnir ætluöust ekki til neinna sérstakra réttinda. Hins vegar fengju nemendur aö sjálf- sögöu vottfest skjal um þaö, að þeir hefðu stundaö nám við þennan skóla og mætti þá stutt- orð umsögn fylgja um hegðun, iöni, árangur o.s.frv. Einhverjum kann nú að finnast.aöhérséiskýjum vaðið en eigi á fastri jörö gengiö. En við skulum lita á staöreyndir. I Skálholti er nú starfræktur lýðskóli utan viö allt skólakerfiö og prófafarganiö. Marga heyröi ég um þaö tala fyrir nokkrum árum, aö þangað fengjust engir nemendur, en reynslan sýnir, aö þar er aösókn. Auðvitaö veltur á miklu i hverjum skóla hvernig til tekst með val á skólastjóra, kenn- urum og öðru starfsliöi, en ég hef þá trú, aö slikur skóli sem ég hef hér á undan lýst, gæti orðið vinsæll ef vel tækist til, og fýllt upp iskarð, sem mér finnst vera fyrir hendi. „Ræktun lands og lýðs” var eitt sinn kjörorö, sem hátt lét I eyrum. Það gæti oröiö mottó þessa skóla. Þar yrði ekki leit- azt viö að gera menn aö sér- fræðingum, heldur yröi leitazt við aö gera þá aö góöum þjóðfé- lagsþegnum og ræktunarmönn- um. Hvarættisvona skóliaö vera? Eins og ég gat um I upphafi bessa greinarstúfs, standa margir héraðsskólar á jarð- hitasvæðum og góðum jöröum. Mér dettur þá fyrst i hug Reykholtsskóli, svo má einnig nefna Laugaskóla I Þingeyjar- sýslu og fleiri. Þaö má reikna meö, að brátt reki aö þvi, aö nauðsynlegt veröi að endurskoöa starfsemi héraösskólanna. Ég vona, að þeir ráöamenn menntamála, sem þá endurskoöun fram- kvæma, taki þessar hugmyndir minar þá til athugunar. Kannski gæti leynzt I þeim svolitil glóra viö nánari könnun. Akranesi 15. mai 1977 Þorvaldur Þorvaldsson NOKKRAR HUGKEIÐINGAR UM FRAMTÍÐ HÉRAÐSSKÓLANNA Hún glæðir grjót og tré nýju lífi Þóra á Lækjarbakka með nokkur verka sinna. Þóra Sigurjónsdóttir, hús- freyja að Lækjarbakka i Gaul- verjabæjarhreppi, opnar lista- verkasýningu i Félagsheimili ölfusinga föstudaginn 27 .mai og lýkur sýningunni þriöjudag- inn 30. maí n.k.. Opiö veröur frá kl. 14 til 22 alla sýningardagana. Þóra hefur áður tekið þátt i nokkrum samsýningum, bæöi á Selfossi og I Reykjavik. Sýning- in i Hveragerði er fysta einka- sýning hennar. Á sýningunni verða 112 lista- verk — öll til sölu. Þarna veröa sýnd oliumálverk, veggplattar málaöir á stein, myndskreyttir steinar og viöarmyndir málaöar á rekavið. Þaö má segja að á þessari fyrstu einkasýningu frú Þóru kenni margra grasa, enda er hún afkastamikil i sinni list- sköpun. Fer sinar eigin leiöir og leitar viöa að efnivið. Þaö er ótrúlegt hvað hagar hendur geta gætt kaldan stein eða sandblástna rekaspýtu eft- irminnilegu lifi, ef hugur og hönd leggja saman. Þetta hefur húsfreyjunni á Lækjarbakka tekizt betur en flestum öörum. Hún hefur ekki langt listfræöi- nám að baki né rýmri tima til tómstundastarfa en starfssyst- ur hennar flestar. Neistinn til listsköpunar var henni á unga aldri i blóð borinn. Hún hefur gefiö sér tima til aö þroska hann á hinn fjölþættasta hátt. Þaö er ástæða til að þakka Þóru Sigur- jónsdóttur það framtak aö efna til einkasýningar nú um hvita- sunnuhátiöina og gefa fólki þannig tækifæri til að kynnast og kaupa listaverkin hennar. Arsþing J. C. á Laugarvatni Junior Chamber á tslandi mun halda ársþing sitt aö Laugarvatni 18.-20. júni, og er meöal mark- miöa að tengja samtökin athafna- lifinu meira en áöur. t þvi skyni hefur tslenzkri iönkynningu verið boðið rými á dagskrá. A ársþinginu verður aö sjálf- sögöu rætt um málefni samtak- anna og þeim kosin stjórn. Meöal annarra málefna, sem fjallað verður um, eru byggöarlagsmál, en aö þeim hefur veriö unniö i ýmsum deildum samtakanna Leiðrétting I grein Hauks Haröarsonar, bæjarstjóra á Húsavik, sem birtist I Tlmanum á uppstigning- ardag, er skýrt frá því, að boöizt hafi á sfnum tlma fjárframlög til þess aö gera langa flugbraut á flugvellinum I Aðaldal, án kvaða um útiend Itök. Segir siöan: „Þetta boö var af- þakkaö af enzkum stjórnvöld- um”. Þarna hafa þrir stafir falliö fram af einu oröinu, þvi aö standa átti „Islenzkum”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.