Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 24
fornado 28644 HMJ.M 28645 fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né f yrirhöf n til að veita yður sem Sölumaður: Finnur^Karls^oi^f '^aígarður Sigurðsson mm—m—mmmm heimasími 4-34-70 lÖgf ræðingur mmmm—m HREVFILL Slmi 8*55 22 - L dburðardreifari goð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Heildvenlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 V PALLI OG PÉSI Hvfta linan er vegarstæöiö, þar sem vegurinn hefur veriö rispaöur f klettasyllur utan I þverhniptu bjarginu f Hrafnhólum, milli Keldudals og Svalvoga. — Hefuröu heyrt um manniiui, sem varö af meö 850 þúsund krónur i veitingahúsi? — Já, hvaö meö þaö? — Hann keypti sér óöalsrétt. '76e Flugstefnuviti brann á Egilsstööum KJ-Reykjavik. — 1 fyrradag, miili kl. 10 og 11 um kvöldiö kviknaöi f skúr rétt fyrir utan Egilsstaöi, en þar var geymdur stefnuviti flugvallarins á Egils- stööum. Aö sögn Jóns Kristjáns- sonar, fréttaritara Timans á Egilsstööum, mun hafa kviknaö i út frá rafmagnsinntaki f skúr- inn. Menn frá Flugmálastjórn voru á Egilsstööum f gær til aö kanna skemmdirnar. Veröur öilu komiö i samt lag svo fljótt sem auöiö er. Jón Kristjánsson sagöi, aö eftir sem áöur yröi ekki truflun á flugi. I blindflugi er unnt aö notast viö aöra stefnuvita á landinu, og aö sögn Guöjóns Tómassonar, deildarstjóra radiódeildar Flugmálastjórnar, er þegar komiö i notkun nýtt aö- flugskerfi á Egilsstööum, sem siöar kemur til meö aö taka endanlega viö hlutverki stefnu- vitans sem brann. Sagöi Guöjón, aö þó bagalegt sé aö missa svona tæki fái hann ekki séö aö þaö muni á nokkurn hátt hamla flugi til og frá Egils- stööum viö nokkrar þær aöstæö- ur sem ekki komu i veg fyrir flug þangaö áöur. Hannes Jónsson í Mongolíu tslendingar eru ekki tíöir gestir i Mongoiiu, enda finnst okkur sem hún sé flestum löndum fjær okk- ur. Um þessar mundir eru þar þó tslendingar á ferö. Hannes Jóns- son, ambossador i Moskvu, geröi þangaö ferö sina og afhenti i gær forseta Mongoliu, Yumjaagiyn Tsedenbal, trúnaöarbréf sitt sem sendiherra Islands þar eystra. VORTILTEKT A ÍSAFIRÐI JH-Reykjavik — Frá þvf er skýrt í Vestfirzku fréttablaöi, aö tsfirðingar hafi gert gangskör aö þvi u m hclgar aö undanförnu aö hreinsa til i bænum, og sum félög jafnvel skipaö nefnd til þess aö ræöa viö yfirmann tæknideildar kaupstaöarins um þaö, hvernig standa skuli aö þvi aö haida bænum sem þrifaleg- ustum. Þegar er búið aö koma á burt miklu af rusli og drasli, sem legiö haföi hér og þar, og bruna- slöngur hafa verið fengnar aö láni tii þess aö þvo með götur og gangstéttir. Viö þetta hafa þau hverfi, þar sem rækilega vartekið til breytt mjög um svip. Fordæmi lsfirðinga gæti ef til vill oröiö öörum til fyrirmynd- ar, ef umhiröa utan húss kynni einhvers staöar aö vera önnur en skyldi. Jeppavegur eftir örmjórri kom fyrir þrem árum Rætt við oddvita við yzta haf llrafnabjörg, býli Guömundar Ragnarssonar oddvita Auökúluhrepps (Mynd: Guömundur Ragnarsson.) STJORNVOLDIN TAKA TÓBAKIÐ TIL BÆNA JH-Reykjavik — Ráöstafanir til þessaö draga úr tóbaksrcyking- um veröa mjög hertar um næstu mánaöamót, þegar ný lög uin þessi efni öölast gildi. 1 þeim er meöal annars heimild til þess aö gera reykingabann að nokkru eða öllu leyti að skilyröi fyrir heimild til þess aö reka lang- feröabifreiö, flugvélar, far- þegaskip, leigubifreiöir og livers konar önnur farartæki, þar sem fargjöld eru greidd. Þegar i stað veröur bann lagt við hvers konar auglýsingum á tóbaki og tóbaksvarningi, og jafnframt verður bannað að nota neyzlu tóbaks eða aðra meðferð tóbaks eöa tóbaksvarn- ings i upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Undir það falla til dæmis auglýsingar þar sem reykjandi fólk er sýnt i fatnaðar- eöa bifreiðaauglýs- ingum, og tekur þetta bann til allra óbeinna auglýsinga sem reynt kann að vera aö hafa uppi, hvort heldur er vitandi vits eöa af óvarkárni. Einu tóbaksauglýsingar sem undan þegnar eru banni, eru veröauglýsingar Afengis- og tóbaksverzlunar rikisins. Þá hefur heilbrigðisráöuneyt- iö öölazt heimild til þess að banna reykingar i húsakynnum, sem eru til almenningsnota, og tekur sú heimild til skóla, sjúkrahúsa, skrifstofa, sam- komuhúsa og fjölda annarra staöa. Að svo stöddu hefur ekki verið tekin um það ákvöröun að hve miklu leyti heimildunum verður beitt. Viöurlög viö brotum eru þung, allt að hálfrar milljónar króna sekt nema við liggi þyngri refs- ing aö lögum. Auglýsingabanniö tekur einn- ig til auglýsinga inni i búðum, og meöal annars verður að f jar- lægja tóbaksklukkur, tóbaks- loftljós og tóbaksveggljós, sem sums staðar hefur verið komið upp. Vera má þó að nokkurra vikna frestur verði gefinn til þess aö framkvæma það. — Utan við þetta bann eru kvikmyndir sem sýndar eru i kvikmyndahúsum og sjónvarpi, sagði Jón Ingimarsson i heil- brigðisráðuneytinu, er við ræddum við hann. Við getum ekki spornað gegn þvi aö reykj- andi fólk sé sýnt þar frekar en viö getum komið i veg fyrir aö þar sé sýnt fólk að drykkju. Eins og allir vita er nú hafin mikil barátta gegn tóbaksreyk- ingum i fjölda landa, vegna augljósrar og viðurkenndrar skaösemi þeirra, og meöal al- mennings hefur risið alda, sem hnigur i þessa átt, ekki sizt með- al unglinga eins og við þekkjum hérlendis. Einbeittariafstaða til tóbaksreykinga og athafna þeirra sem vilja laöa fólk til reykingai gróöaskyni hefur þvi tiðarandannn að bakhjarli nú, fremur en nokkru sinni áður. JB-Rvik. — Sú þróun hefur veriö alláberandi hér á landi hin siöari ár, aö bændur hafa flosnaö upp af jöröum sfnum og flutzt á mölina. Og er nú svo komiö, aö margar sveitir, þar sem áöur voru byggö ból eru komnar I eyöi. Einn dalur, sem á slik örlög vofandi yfir sér, er Lokinhamradalur i Auökúlu- hreppi i Arnarfiröi, en þar eru nú aöeins tveir bæir. Timinn haföi samband vestur á dögunum og ræddi þá viö Guömund Ragnars- son, oddvita Auökúluhrepps, en hann býr á Hrafnabjörgum, öör- um bænum f Lokinhamradal. Lokinhamradalur er viö mynni Arnarfjaröar aö noröan, utarlega á skaganum milli Arnarfjaröar og Dýrafjaröar. Aöeins eru um þrjú ár slöan dalurinn komst i vegasamband viö umheiminn, og var þaö fyrir tilstilli Elfasar Kjarans Friö- finnssonar, sem áriö 1974 fór meö ýtu eftir örmjórri gönguslóö utan I Hrafnhólum milli Keldudals og Svalvoga og tókst aö særa bergiö svo, aö jeppabreidd fékkst. En þarna er snarbrött fjallshllö beint i sjó fram. Vegurinn frá Svalvogum aö Hrafnabjörgum er svo um 10 km langur og er opinn jeppum mest- an part ársins alla leiö. Aöur en vegurinn kom, þurfti þaö fólk, sem vildi komast á fund oddvita aö feröast fótgangandi íf jöru.yfir heiö-eða I brattri fjallshliöinni og var um torfæran veg aö fara. En aö sögn Guömundar voru nær all- ar samgöngur sjóleiöina á litlum bát. Aöspuröur hvar fjármagn heföi fengizt til vegageröarinnar sagöi Guömundur, aö hreppurinn heföi veitt lán og einnig heföi tvis- var sinnum fengizt lán úr byggöa- sjóöi — I fyrra skiptiö áriö 1974, þiá fjögur hundruö þúsund til eins árs, og siöan sex hundruö þúsund til fjögurra ára. Ariö 1975 varö vegurinn sýsluvegur, og tók sýsl- an þá aö sér aö greiöa af- borganirnar af lánunum.Vegurinn varð slöan þjóövegur ári sföar, en Guömundur kvaöst eiga eftir aö sjá þaö, aö vegageröin tæki aö sér afborganir og annan kostnaö. — Talsvert grjóthrun er á veginum og hann hefur ekki ver- iö opnaöur ennþá. Sá, sem geröi veginn, hefur venjulega rutt hann, en hann er sá eini, sem hef- ur tök á því, þvl aö hann á þaö litla ýtu. En hann er ekki tilkippi- legur fyrir Vegagerö rlkisins eins og er, og ég veit ekki, hvenær vegurinn veröur opnaöur, sagöi Guömundur. 1 Lokinhamradal stunda bænd- ur aöallega sauöfjárbúskap, og eru nú um 250 fjár I dalnum, en þeir eru einnig meö kýr til heimilisnota. Sagði Guömundur, aö ákaflega erfitt hafi veriö aö heyja handa búfénaöinum. — Túnin hafa ekki veriö véltæk, og viö höfum oröiö aö vinna allt meö handverkfærum. En meö tilkomu vegarins hafa veriö geröar tölu- veröar jaröabætur, tún sléttuö og þess háttar, sagöi hann. Ekkert rafmagn er I dalnum, en um tuttugu kllómetrar eru aö næsta bæ, og sagöi Guömundur, aö þaö þætti of langt aö leggja línu alla þá leiö fyrir svo fátt fólk. Þaö svaraöi ekki kostnaöi. Hins vegar er slmi I dalnum og hefur veriö frá þvi 1936. Aö síöustu sagöi Guömundur, aöreikna mætti meö því aö dalur- inn færi I eyöi, þegar núverandi Ibúar hans hyrfu þaöan. — Þetta er mest fólk, sem fætt er hér og uppalfö og vill ekki fara. Þaö er aöallega átthagatryggöin, sem heldur þvl hér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.