Tíminn - 26.05.1977, Síða 21

Tíminn - 26.05.1977, Síða 21
Fimmtudagur 26. mai 1977. 21 Draumur Liverpool rættist í Róm 18 þúsund áhangendur Liverpool- iiösins trylltust af gleöi á Olympiuleikvellinum i Róm i gærkvöldi, þegar Liverpool tryggði sér Evrópumeistaratitil meistaraliða 1977, meö þvi aö vinna sigur (3:1) yfir Borussia Mönchengladbach i æsispennandi leik. Hinir tryggu áhangendur Liverpool fögnuöu Emlyn Hugh- es, fyrirliða „Rauða hersins” gff- urlega, þegar hann tók viö Evrópubikarnum og lyfti honum upp og veifaði honum til þeirra — já, þá var sungið af gleöi á áhorfendapöllunum. Draumur Liverpool var oröinn aö veruleika og áhangendur liösins komu langa leiö, til að hvetja dýrlinga sina til dáöa. Borussia fékk fyrsta marktæki- færiö i leiknum þegar Stielike skaut yfir þverslána á Liverpool- markinu á fyrstu min. leiksins og Stórleikur Gísla skóp sigur Kefl- víkinga — yfir FH-ingum á Kaplakrika FH-ingar máttu horfa á eftir Keflvikingum i gærkvöldi þegar þeir héldu til Keflavikur meö tvö stig i pokahorninu, eftir aö hafa unnið sigur (2:1) yfir FH-ingum á Kaplakrikavellinum i 1. deildar- keppninni i knattspyrnu. Þaö var súrt fyrir FH-inga aö sjá á eftir Keflvikingum meö bæöi stigin, þar sem þeir áttu fyllilega skiliö aö halda ööru stiginu, ef ekki báö- um. Leikurinn i gærkvöldi, sem var rokleikur — enda suö-austan sterkur hliðarvindur, var ekki nema 6 min. gamall, þegar FH- ingar tóku frumkvæöið og Janus Guðlaugsson skoraði (1:0) fyrir þá úr vitaspyrnu, eftir að Óskar Færsethhafðihandleikið knöttinn innan vitateigs Keflvikinga. Gamla kempan Karl Her- mannsson jafnaði (1:1) fyrir Keflvikinga á 11. min. með þvi aö skalla knöttinn i netið og á 31. min. skoraðiGisliTorfason annað mark (2:1) Keflvikinga, eftir ó- beina aukaspyrnu, sem var dæmd á Hörð Sigmarsson, markvörð FH, fyrir að hindra einn Keflvik- ing við vitapunkt. FH-ingar fengu gullin tækifæri til að skora, áöur en þetta mark kom og i bæöi skiptin var þaö Janus Guðlaugsson sem misnot- aði góð færi. Hann skaut t.d. fram hjá mannlausu markinu i annað skiptið, þegar auðveldara var aö skora. Keflvikingar voru hættulegri i siöari hálfleik og sérstaklega þá skyndisóknir þeirra, en annars var leikurinn þá með daufara móti — hálfgert miðiuþóf. 18 þús. áhangendur liðsins fögnuðu gífurlega, þegar Emlyn Hughes tók við Evrópubikarnum igærkvöldi FH-ingar voru betri aöilinn í leiknum og áttu þeir Viöar Halldórsson, Þórir Jónsson og Janus Guðlaugsson góðan leik. Gisli Torfason var áberandi bezti leikmaður Keflavíkurliðsins — hann var eins og klettur i vörninni og stöövuðust nær allar sóknar- lotur FH-inga á honum. Þá var Karl Hermannsson einnig góður ogHjörturZakariasson, sem kom inn á sem varamaður. MAÐUR LEIKSINS* Gisli Torfa- son. —LH/-SOS þá fór kliður um hina 57 þús. áhorfendur, sem sáu leikinn. Liverpool-liðið, sem sótti mun meira i byrjun og átti Ray Kennedy mjög gott skot að marki Borussia á 12. min, en Wolzzang Kneib, markvörður, náði að slá knöttinn yfir þverslá á siðustu stundu. Leikmenn Liverpool fengu þrjár hornspyrnur i byrjun, en ekkert virtist ætla að ganga upp hjá Mersey-liðinu, eins og gegn Manchester United á Wembley. Bonhof náði að skjóta áhang- endum Liverpool skelk i bringu á 22. min. þegar hann skaut þrumu- skoti af 30 m færi — knötturinn skauzt fram hjá varnarmönnum Liverpool og hafnaði i þverslánni. En stuttu siðar opnaði Liverpool markareikninginn, þegar Terry McDermott skoraði gullfallegt mark á 28. minútu — hann af- greiddi sendingu frá Steve Heigh- way þá snyrtilega i netið. En Adam var ekki lengi i Para- dis, þvi að leikmönnum Liverpool urðu á ljót mistök i byrjun siðari hálfleiksins og Borussia tókst að jafna — 1:1. Jimmy Case ætlaði að senda knöttinn afturá 50. min. — sending hans var ónákvæm, svo að Daninn Allan Simonsen komst inn i sendinguna og brun- aði inn i vitateig Liverpool með knöttinn og siðan söng stórglæsi- legt skot hans upp i samskeytun- um, algjörlega óverjandi fyrir Ray Clemence, markvörö Liver- pool. Þetta mark virtist i fyrstu ætla aö verða Mersey-liðinu aö falli, þvi að stuttu siðar var Simonsen nær þvi búinn að skora annað mark, en skoti hans var þá bjargað i horn á siðustu stundu. Og stuttu siðar bjargaði Clem- ence glæsilega. Gamla kempan Tommy Smith náði aö róa niður leikmenn Liver- pool, þegar þessi eitilharði Staðan Þór-Akranes............. Fram-Vikingur........... FH-Keflavik............. Akranes ............4301 6 Kefiavik..........4301 8 Vikingur..........4 130 3 Fram..............4 2 0 2 6 Valur.............4 2 0 2 6 Breiðablik........3111 4 FH................4 112 4 Vestm.ey .........4112 2 Þór...............4 112 7 KR ...............3 0 12 0 Ólafur kom of seint ÞAÐ vakti mikla athygli i Kaplakrika i gærkvöldi, að Ólafur Danivalsson, hinn leikni framherji FH-inga, byrjaöi ekki inn á i leik FH gegn Keflavik. Astæðan fyrir þvi að ólafur byrjaöi ekki, var að hann kom 5 minútum of seint til leiks — eða 5 min. yfir sjö, en ekki kl. 7, eins og leik- menn FH áttu að mæta. Ólafur kom inn á siðar i leiknum, en þá var hann algjörlega tekinn úr umferð af Keflvikingnum Guðjóni Þórhalissyni. GtSLI TORFASON... skoraði slg- urmark Keflvikinga. Markhæstu menn: Ingi B jörn Albertsson, Val...3 ÓlafurDanivalsson.FH .........3 Sumarliöi Guðbjartss., Fram ... 3 Heiðar Breiðfjörð, Breið......2 SigurBurLáruss.,Þór...........2 Kristinn Björnsson, Akran.....2 PéturPéturs Akran ............2 SigurBur Björgvinss., Keflav ...2 Þórir Sigfúss., Keflav........2 Sigþór Ómarss., Þór...........2 GuBmundur Þorbjörnss., Val ... 2 leikmaður skoraði (2:1) með þrumuskalla, eftir hornspyrnu frá Steve Heighway á 65. min. Aðeins tveimur min. siðar var brotið gróflega á Heighway inn i vitateig Borussia, en Franski dómarinn Robert Wurtz lokaöi augunum fyrir vitaspyrnu. Wurtz dæmdi siðan vitaspyrnu á Bo- russia 7 min. fyrir leikslok, þegar Bertie Vogts, fyrirliði Borussia braut illilega á Kevin Keegan inn i vitateig, en Vogts hafði Keegan i strangri gæzlu allan leikinn og skilaði þvi hlutverki mjög vel. Phil Neal, hin örugga vitaskytta Liverpool, misnotaði ekki spyrn- una — hann skoraði örugglega og gulltryggði sigur ..Rauða hers- ins”. Liðin sem léku i gærkvöldi i Róm, voru skipuð þessum leik- mönnum: Borussia: — Kneib, Vogts, Klink- hammer, Wittkamp, Bohnhof, Wohlers, Simonsen, Wimmer, Stielike, Schaeffer, Heynckes. Liverpool: — Clemence, Neal, Jones, Smith, Kennedy, Hughes, Keegan, Case, Heighway, Callaghan, Mcdermott —sos STEVE HEIGHWAY... átti stór- góðan leik með Liverpooi Skagamenn fengu skell á Akureyri — þar sem Sigþór lék sína gömlu félaga grátt og skoraði 2 mörk Þórs- liðsins, sem vann sætan sigur, 3:1 3:1 0:1 1:2 SKAGAMENN' áttu i miklum erfiðleikum með að hamra gegn Sigþóri ómarssyni, fyrrum fé- laga sinum á Akranesi, þegar Skagamenn léku gegn nýliðum Þórs á Akureyri i gærkvöldi I 1. deildarkeppninni i knattspyrnu. Sigþór, sem gerði gömlu félögun- um sinum lifið leitt, skoraði 2 mörk gegn þeim og gulltryggði Þórsurum góðan sigur — 3:1. Ný- liöarnir börðust grimmilega gegn Skagamönnum og uppskáru sigur, sem áhorfendur á Akureyri kunnu svo sannarlega aö meta. Akureyringar mættu ákveðnir til leiks og voru ekki búnar nema 12 min. af leiknum, þegar Sigþór fékk stungubolta inn fyrir vörn Skagamanna — hann hljóp að knettinum og sendi hann með við- stöðulausu skoti i netið — 1:0. Eftir þetta fóru Skagamenn að sækja i sig veðrið og fékk Pétur Pétursson þrisvar sinnum gullin tækifæri til að jafna metin fyrir Eyjamaður skoraði sigurmark Víkings þegar Vikingar lögðu (l:0)Framaraað velli í gærkvöldi Vikingar tryggðu sér sigur (1:0) yfir Fram i daufum leik á Mela- veliinum i gærkvöidi. Vest- mannaeyingurinn Viðar Eliasson skoraði sigurmark þeirra rétt fyrir leikhlé eftir varnarmistök Framara. Kristinn Atlason miö- vörður Fram missti óskar Tómasson þá inn fyrir sig — Ósk- ar sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Viðar var og skoraöi auðveldlega af stuttu færi, án þess aö Arni Stefánsson, mark- vörður Fram, kæmi nokkrum vörnum við. Árni var meiddur, þegar mark- iö var skorað — hann þurfti aö yfirgefa völlinn, eftir aö hann haföi tvisvar sinnum lerit i sam- stuöi viö Vikinga. Þaö varekki rishá knattspyrna, sem boöin var upp á. Vikingar voru betri aðilinn og áttu þeir sig- urinn skiliö. Framarar voru aftur á móti mjög daufir og var engin barátta hjá þeim. Asgeir Eliasson ogPétur Ormslev sem hafa veriö 'meiddir, komu inn á sem vara- menn i leiknum. Asgeir er greini- lega ekki biiinn aö ná sér — aftur á móti lifgaöi Pétur mjög upp á framlinu Fram-liðsins, þegar hann kom inn á. MAÐUR LEIKSINSi Ragnar Gislason, bakvöröur Vikings, átti mjög góöan leik. þá,en honum brást bogalistin I öll skiptin. Akureyringar fengu einn- ig gott færi til aö skora, þegar Jón Lárusson komst einn inn fyrir vörn Skagamanna — en hann var of seinn aö skjóta, þannig aö knötturinn hafnaöi i Jóni Þor- björnssyni, markverði. Pétur Pétursson náöi siöan aö jafna (1:1) fyrir Skagamenn á 43. min., með skoti af stuttu færi — úr þvögu. Akurnesingar komu siöan ákveðnir til leiks i siöari hálfleik og sóttu þeir mun meira en Þórs- arar, en sóknarlotur þeirra runnu flestar út i sandinn, eöa þá stööv- uðust á Ragnari Þorvaldssyni, markverði Þórs, sem varði mjög vel. Þórsarar tóku forystuna á 65. min. þegar Sigurður Lárusson, bezti maöur vallarins, skoraði af stuttu færi. Eftir markið börðust Þórsarar grimmilega, en Skaga- menn gerðu örvæntingarfulla til- raun til að jafna, sem þeim tókst ekki — aftur á móti gulltryggðu Þórsarar sér sigur, með marki úr vitaspyrnu á 82. min. Guðjón Þóröarson braut þá á Jóni Lárus- syni inni i vitateig — og skoraði Sigþór Ómarsson örugglega úr vitaspyrnunni (3:1). Sigurður Lárusson átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Þórsliö- inu — hann barðist mjög vel og hvatti félaga sina til dáða. Sigþór Ómarsson átti einnig góðan leik og svo þeir Sævar Jónatansson og Gunnar Austfjörð. Arni Gunnars- son hafði góðar gætur á Karli Þórðarsyni i leiknum. Jón Alfreðsson og Jón Gunn- laugsson voru beztu menn Skaga- manna. Eysteinn Guðmundsson dæmdi vel — hann sýndi tveimur leik- mönnum gula spjaldiö, þeim Birni Lárussyni, Akranesi og Sig- urði Lárussyni. MAÐUR LEIKSINS: Siguröur Lárusson. —KS/—SOS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.