Tíminn - 02.06.1977, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. júni 1977.
5
BANDALAG KVENNA í
REYKJAVÍK 60 ÁRA
Félagskonur
eru nú á
f jórtánda þús.
F.I. Reykjavik. — Bandalag
kvenna I Reykjavik á 60 ára af-
mæli um þessar mundir. Fé-
lagskonur eru 13.645 og aðildar-
féiögin 31. Bandalagið er aðiii
að Kvennaheimilinu Hallveig-
arstöðum ásamt Kvenfélaga-
sambandi islands og Kvenrétt-
indafélagi islands. AUt frá
stofnun hefur Bandalagið unnið
að almenningsheill og sitja full-
trúar frá öllum félögum árlegt
Bandalagsþing. Milli þinga
starfa fastanefndir um áfengis-
mál, barnagæzlu, ellimál, heil-
brigðis- og kirkjumál, mæðra-
heimili, orlof, tryggingamál,
uppeldis- og skólamál, verðlags-
og verzlunarmál. i tilefni af 60
ára afmælinu er áltlað að gefa
út sögu Bandalagsins og allra
félaganna. Mun hún koma út
innan tveggja ára. Opið hús
verður að Hallveigarstöðum
niðriá millikl. 16 og 19 fimmtu-
daginn 2. júni og eru allir vel-
komnir.
Stofndagur Bandalags kvenna
er miðaður við 30. mai 1917, en
þann dag komu saman nlu félög
úr Reykjavik, samþykktu lög
og kusu stjórn. Formaður var
kjörinn Steinunn H. Bjarnason,
en Bandalagsfélögin niu voru i
upphafi Heimilisiðnaðarfélagið,
Hið Islenzka kvenfélag, Hring-
urinn, Hvltabandiö eldri og
yngri deild, Kvenfélag Frí-
kirkjusafnaöarins, Kvenrétt-
indafélag Islands, Lestrarfélag
kvenna og Thorvaldsensfélagið.
Ögerlegt er aö telja upp öll
þau mál, sem Bandalag kvenna
hefur haft afskipti af eða for-
göngu um, en eilitið skal hresst
upp á jninniö.
Hallveigarstaðahugmyndin
er sprottin upp úr tillögu Stein-
unnar H. Bjarnason um sérstakt
samkomuhús fyrir konur.
Sorphreinsun á vegum bæjar-
ins strax haustiö 1917 er Banda-
lagskonum að þakka.
Það var fyrir tilstilli kvenna I
Reykjavik að vinnuhjú komust
á kjörskrá fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar i janúar 1918, en
þær skrifuðu bæjarstjóranum
og fylgdust meö aö þessu atriði
stjórnarskrárinnar yröi fram-
fyigt.
Kuldaveturinn 1918 fór fram,
aöfrumkvæöi frú Laufeyjar Vil-
hjálmsdóttur, hjálparstarfsemi
á vegum Bandalags kvenna.
Var leitað hjálpar fyrir 60 fjöl-
skyldur.
Á fyrsta aöalfundi Bandalags-
ins sem haldinn var dagana 3.-4.
júní 1918 er fyrst til umræðu
stofnun fæðingardeildar, en það
mál bar Bandalagið jafnan
mjög fyrir brjósti, og gerði um
i það margar áskoranir, allt til
þess er þaö komst I fram-
kvæmd.
Telja má Barnavinafélagiö
Sumargjöf skilgetið afkvæmi
Randalags kvenna, en starfsemi
Sumargjafar hófst sumarið 1924
meö dagheimili I Kennaraskól-
anum og afnotum af Grænu-
borgartúni.
Bandalagskonur höföu frum-
kvæði að stofnun Húsmæöra-
skóla Reykjavikur áriö 1941 og
var framlag Bandalagsins til
skólans um 45 þúsund krónur I
reiðufé. Húsið að Sólvallagötu
12 var keypt fyrir kr. 100 þúsund
og segir það nokkuð um verð-
gildi þessara peninga.
Nýlegir kynningarfundir hafa
verið haldnir á vegum Banda-
lags kvenna um stjórnarskrá ts-
lands. Einnig frumvarp til laga
um fullorðinsfræðslu og frum-
varp til laga um tekju- og eigna-
skatt, sem nú liggja fyrir Al-
Eins og undanfarin ár mun Þjóðhátiðar-
nefnd Reykjavikur láta gera
merki í tilefni af
Þjóðhátíðardeginum
17. júní
Það eru vinsamleg tilmæli nefndarinnar,
að forráðamenn sveitarfélaga sjái um
dreifingu merkjanna i sinu umdæmi, svo
sem verið hefur undanfarin ár, og láti
Þjóðhátiðamefnd vita með bréfi eða sim-
skeyti hið allra fyrsta hve mörg merki
þeir óska að fá send.
Allur ágóði af merkjasölunni rennur i
minnisvarðasjóð um stofnun lýðveldisins.
Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur
Frikirkjuvegi 11
Simi 21769
Girðingarefni
Girðingarnet og stauraefni nýkomið.
Trésmiðjan Akur
Akranesi simi 2006 — 2066.
Stjórn og varastjórn Bandalags kvenna I Reykjavfk á 60 ára
afmælinu. Fremri röð frá vinstri: Margrét Þórðardóttir féhirftir,
Unnur Agústsdóttir formaftur, Halldóra Eggertsdóttir varaform.
og ritari. Aftari röft frá vinstri: Guörún S. Jónsdóttir I varastjórn,
Sigriftur Ingimarsd. I varastjórn, Sigþrúftur Guðjónsdóttir i
varastjórn.
þingi. Alyktanir frá aðalfundi
Bandalagsins 20. og 21. febrúar
sl. um skattamálafrumvarpið
var sent öllum alþingismönn-
um.
Formenn frá upphafi hafa
verið Steinunn H. Bjarnason,
Inga L. Lárusdóttir, Hólmfrlöur
Arnadóttir, Ragnhildur Péturs-
dóttir, Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir, sem setiö hefur lengst i for-
mannsembætti eða frá
1944-1966, Guðný P. Helgadóttir,
Marla Pétursdóttir, Geirþrúður
Bernhöft og núverandi formaö-
ur er Unnur Agústsdóttir.
m/s Esja
fer frá Reykjavik seinnipart
næstu viku vestur um land i
hringferft.
Vörumóttaka:
fimmtudag, mánudag og til
hádegis á þriftjudug til Vest-
fjarftahafna, Norðurfjarftar,
Siglufjarftar, ólafsfjarftar,
Akureyrar, Húsavikur,
Raufarhafnar, Þórshafnar
og Vopnafjarftar.
Grímsbær
í verslunarmiðstöðinni
Grímsbæ við Bústaða-
veg er til ieigu 70-80
fermetra eining.
Upplýsingar i fiskbúð-
inni.
Tíminner
í peningar
1 Auglýsicr
iTÉmanum
ALLT í FERÐALAGIÐ
TJÖLD
2ja, 3ja, 4ra og 5 manna Tjöld uppsett i verzluninni Iþróttabúningar
Svefnpokar Gúmmíbátar
Bakpokar Allar veiðivörur
PÓSTSENDUM 1
1-43-90 ttgj JUK1&4L ^ 1 MMTORG^ | |