Tíminn - 02.06.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.06.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. júni 1977. n Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gísiason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i iausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hvað tefur saman- burö Þjóðviljans? Þjóðviljinn átti fertugsafmæli á siðastliðnu ári. í meira en fjörutiu ár er Þjóðviljinn búinn að flytja þjóðinni þann boðskap, að hún eigi að hverfa frá þvi skipiúagi blandaðra rekstrarhátta, þ.e. einka- rekstrar, samvinnurekstrar og opinbers rekstrar, sem hér hefur skapazt á undanförnum áratugum, og taka upp sósialiska rekstrarhætti að dæmi rikj- anna i Austur-Evrópu. Lengi vel lýsti Þjóðviljinn þeim þjóðfélagsháttum, sem þar voru að myndast, sem hinni sönnu fyrirmynd. Talsvert hefur þó dregið úr þessu á siðari árum eftir þvi sem meiri reynsla hefur fengizt af þeim. Eigi að siður heldur Þjóðviljinn áfram að boða trú á sósialismann og Alþýðubandalagið lýsir yfir þvi a.m.k. öðru hverju, að það sé sósialiskur flokkur. I sambandi við þær viðræður um kjaramálin, sem nú fara fram, hefur Þjóðviljinn gert sér mjög tiðrætt um hversu mun lakari lifskjörin séu hér en i nágrannalöndunum, sem búa við svipað þjóð- skipulag. Einna oftast er Danmörk nefnd i þeim samanburði. Þvi erþá jafnan sleppt, að Danmörk er eitt bezta landbúnaðarland i heimi og danskur iðnaður er langþróaður. Þjóðartekjur á mann er þvi af eðlilegum ástæðum mun meiri en hér. Hin góðu lifskjör i Danmörku hafa lika dregið þann dilk á eftir sér, að atvinnulifið hefur ekki blómgazt eðlilega og þvi eru þar nú um 150 þús. atvinnuleys- ingjar. Vart getur það talizt til fyrirmyndar. Ann- ars hafa menn átt von á þvi, að Þjóðviljinn gerði ekki umræddan samanburð eingöngu við þau lönd, sem hann kallar kapitalisk, heldur engu siður — eða öllu heldur — við þau lönd, sem búa við þá rekstrarhætti, sem hann telur æskilegasta og berst fyrir að koma á hér. Hvers vegna ber Þjóðviljinn aldrei saman kaupmátt verkamannalauna hér og i Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi, Ung- verjalandi, Rúmeniu, Búlgariu, Albaniu, Kina eða á Kúbu? Ef allt væri með felldu, ætti Þjóðviljinn að geta sannað með slikum samanburði hversu léleg lifskjörin væru hér og hversu miklu betra væri að búa við sósialiska stjórnarhætti. Það er von, að margir spyrji: Hvað tefur þennan samanburð Þjóðviljans? Hvers vegna leggur Þjóðviljinn ekki spilin á borðið og sannar yfirburði þess skipulags, sem hann er að boða? Stafar það af þvi, að kenningar Þjóðviljans og Alþýðubanda- lagsins þola ekki dóm reynslunnar? Tölur frá 1968-1970 Alþýðublaðið gerir sér tiðrætt um of litinn kaup- mátt verkamanna. Það skal ekki lastað, En reynslan sýnir, að ekki myndi þetta mál leysast, þótt Alþýðuflokkurinn tæki þátt i rikisstjórn. Sam- kvæmt útreikningum Kjararannsóknanefndar var visitala kaupmáttar timakaups verkamanna 112,8 stig á siðastl. ári, miðað við að visitalan hafi verið 100 árið 1971. Siðasta heila árið, sem Alþýðuflokk- urinn tók þátt i stjórn, 1970, var þessi visitala 93,1 stig, 1969 var hún 86,3 stig og 1968 90,3 stig. Þó voru efnahagslegir örðugleikar af völdum viðskipta- kjaranna ekki eins miklir þá og á undanförnum ár- um. Við þetta bættist svo stórfellt atvinnuleysi á árunum 1968-1970 og stórfelld verkföll. Launþegar sakna þvi ekki stjórnarþátttöku Alþýðuflokksins. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Suharto sakaður um kosningasvik Fer eins fyrir honum og Indiru og Bhutto? SITTHVAÐ bendir nú til þess að Suharto forseti Indonesiu geti bráðlega staðið i ekki ó- likum sporum og Bhutto i Pakistan. t Indónesiu fóru fram kosningar til þingsins 2. mai' siðastl. og vann sá flokk- urinn, sem helzt er talinn styðja Suharto, mikinn sigur, en nií hafa trúarflokkarnir, sem einnig tóku þátt i kosning- unum, lýst yfir þvi, að þeir telji úrslitin hafa verið meira og minna fölsuð, ásamt þvi aö starfsemi þeirra hafi verið torvelduö með margvfslegu ofriki. Suharto hefur haldið mikla ræðu til aö mótmæla þessu. Eftir er að sjá hvort þau andmæli hans verða tekin til greina. Suharto hefur að visu sterkari aðstöðu en þau Indira og Bhutto, en atburð- irnir i Indlandi og Pakistan eru samt liklegir til aö veikja hann i sessi. Það er lika si?t auðveldara að stjórna Indo- nesiu, en áðurnefndum tveim- ur löndum. Indonesia nær til um 3000 byggöra eyja, sem eru dreifðar um hafsvæði sem er um áttundi hluti af yfir- borði jarðar. Þjóðflokkar skipta hundruðum og tungu- mál eru álika mörg. Það er ekki litið vandaverk að halda þessu sundurleita riki saman, enda hefur það gengið næsta skrykkjótt siöan Hollendingar létu af nýlendustjórninni eftir siðar heimsstyrjöldina, en stjórn þeirra var fólgin i þvi að láta hina ýmsu þjóöflokka sem mest sjálfráða. SUHARTO hershöfðingi kom til valda fyrir um 12 árum, þegar Sukarno, sem hafði ver- ið kjörinn forseti ævilangt vegna forustu hans I sjálfstæð- isbaráttunni, var steypt af stóli. Sukarno var þá að miklu leyti hættur að sinna stjórnar- störfum en mikil spilling dafn- aði i skjóli hans. Hann var hliðhollur kommúnistum, sem voru þá einn stærsti flokkur landsins, og reyndu þeir að gera uppreisn með beinni eða óbeinni aðstoð hans. Hernum tókstað kveða byltinguna nið- ur ogátti Sukarnoeinn mestan þátt i þvi, en hann haföi verið óþekktur og hlédrægur fram að þeim tima. Sennilega átti það mestan áttí því að honum var falin forustan, þegar Suk- arno var vikið frá, að hann hafði ekki sótzt eftir henni. 1 kjölfar hinnar misheppnuðu byltingar kommúnista, var hafin gegn þeim einhver mesta ofsóknarherferð, sem sögur fara af á siðari timum og var almenningur þar mest að verki. Fyrir Evrópumenn Suharto talar á útifundi. Enn er hann þó talinn all- traustur i sessi. En margt get- ur breytzt i Indónesiu á stuttri stundu, það sýna atburðirnir 1965. Fátækt er óviða meiri i heiminum, þrátt fyrir hinn mikla náttúruauð eyjanna, sem enn er ekki nema að litlu nýttur. Ef til vill getur Suharto styrkt stöðu sina meö þvi að láta meira á sér bera opinber- lega, en hann hefur þótt hlé- drægur einræðisherra. Al- menningur virðist enn bera traust til hans, sem áður er sagt frá. Gagnrýnin beinist þó meira gegn stjórn hans en honum sjálfum. þ.Þ. Suharto og kona hans er næsta erfitt aö skilja þá ógnartima, sem riktu um skeið i Indonesi'u, þegar hóp- morð á börnum sem fullorðn- um virtist viða ein helzta skemmtun almennings. Sum- ar heimildir gizka á, að marg- ar milljónir manna hafi verið drepnar i þessum útrýmingar- herferðum. Rikisstjórnin og herinn reyndu að hamla á móti, en fengu ekki rönd við reist. Sukarno gerði sitt bezta til að koma á friði og jafnvægi eftir þessa ógnartima og átti vafalitið mikinn þátt i þvi að það tókst. Hann gerði einnig sitt til að endurreisa heiðar- legt stjórnarfar og urðu fyrstu stjórnarár hans tvimælalaust verulegur viðreisnartimi. Suharto vann sér þvi miklar vinsældir á þessum árum. En brátt fór að sækja i fyrra horf og spillingin frá dögum Suk- arnos kom til sögu að nýju. Þetta kom þó fyrst verulega i ljós, þegar hið volduga oliufé- lag rikisins, sem átti fjölmörg dótturfélögiólikustu greinum, varð gjaldþrota fyrir tveimur árum, en erlendar vanskila- skuldir þess og dótturfyrir- tækja þess voru þá orðnar um 6 milljarðar dollarar. Margir háttsettir embættismenn voru riðnir viö þetta, þótt reynt væri að þagga það niður. Suharto sjálfur hefur sloppið við ásakanir i þessum efnum, en alls konar sögur hafa geng- ið um Tien, konu hans, en hún hefur ekki ósjaldan verið köll- uð „frú tiu prósent”. Hún er sögð eiga miklar eignir, m.a. tvö stór hótel í Jakarta. SUHARTO lofaði þvi þegar hann kom til valda, að vinna að endurreisn lýðræöis og þingræðis. t samræmi við þaö, léthann efna til þingkosninga 1971 og fengu þrir flokkar að bjóða fram. Þeir voru Golkar- flokkurinn, sem var talinn flokkur Suhartos, flokkur Mú- hameðstrúarmanna, PPP, og flokkabandalag lýðræöissinna sem var aðallega skipað kristnum mönnum, PDI. Allir urðu flokkarnir að lýsa stuðn- ingi við Suharto áöur en þeim varleyftað bjóða fram.úrslit- in urðu þau, að Golkar-flokk- urinn vann mikinn sigur. Hann fékk 227 þingmenn, en alls eru 360 þingmenn kjörnir en forseti skipar 100 til viðbót- ar. Kjörtimabil þingsins, sem er valdalitil stofnun, er sex ár og fóru þvi fram kosningar 2. mai siðastl. eins og áöur segir. Sömu flokkar buðu fram og 1971 og með sömu skilmál- um. Golkar-flokkurinn hélt nokkurn veginn sama fylgi og 1971, og segja stjórnarand- stæðingar að úrslitin i Pakist- an hafi orðið viðvörun um aö láta hann ekki vinna of mikinn sigur. Hinir flokkarnir héldu sinu, en i höfuðborginni Jak- arta gerðist þaö, aö flokkur Múhameðstrúarmanna fékk fleiri atkvæöi en Golkar-flokk- urinn, en þar fóru kosningarn- ar fram á eðlilegan hátt. Þau úrslit eru talin vera Su- harto alvarleg viðvörun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.