Tíminn - 02.06.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.06.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. júni 1977. 9 Mikill áhugi á að klífa Esju þótt varla sjáist út úr augum Oslitin röð upp fjallið þegar vel viðrar SJ-Reykjavik. 720 manns hafa gengið á Esju f sjö feröum, sem Ferðafélag tslands hefur efnt til i tilefni af hálfrar aldar afmæli félagsins á hausti kom- anda, og þö hefur aðeins veriö bjartviðri I tveim ferðanna. — Þessimikla þátttaka kom okkur algerlega á óvart, sagði Tómas Einarsson framkvæmdastjóri Ft I viðtali við Tfmann. Fyrir tveim árum þótti mjög gott ef 30 þátttakendur voru i ferðum, sem farnar voru I sólskini og góðu veöri, en nú koma 30 manns I Esjugöngur þegar veðrið er verst. Mér virðist hugarfar manna hafa breytzt mjög hvað snertir gönguferðir að undanförnu. Fyrsta afmælisganga Fí á Esju var 7. maf og þá fóru 200 manns á Kerhólakamb, sem er sá hluti fjallsins, sem hæst ber, séð frá Reykjavík, 852 m. Hæsti tindur Esju er hins vegar bunga noröur af Kistufelli, 916 m. 14. maf var önnur gangan, og þá var heiöskfrt veöur. Var þá samfelld röö af fólki upp f jalliö, en þann dag gengu 320 manns á Esju á vegum Fl. Siöastliöinn laugardag fóru 43 upp i þoku og dimmviöri og á annan f hvita- sunnu 30 f sömu þokunni og þar aö auki hvassviöri. Yngsti þátt- takandinn var tæpra fjögurra ára og lét engan bilbug á sér finna. A laugardag var aö auki jaröfræöiferö f Esjuhlföar. — Þaö er eiginlega allt nýtt fólk, sem kemur i þessar af- mælisferöir á Esju, þvf okkar fasta fólk er allt búiö aö fara þetta oftar en einu sinni, sagöi Tómas Einarsson. Þessi mikla þátttaka spáir góöu um aö fólkiö komi aftur f fleiri feröir. Oft er gengiö á Esju vestan viö Mógilsá á Kjalarnesi, en þegar þessar feröir hófust, var talsveröur snjór og klaki þar efst i fjallinu. Fyrir valinu varö þvf önnur leiö fyrir ofan bæinn Esjuberg. Þar hefur Fí látiö merkja uppgönguleiö, og vegvisar sýna mönnum hvar bilastæöi eru. Akveönar eru þrjár feröir til viöbótar á Esju f tilefni af- mælisins laugardagana 4. og 16. iúnf ok sunnudag 12. júnf. Þá er áætluö ein aukaferö vegna þess hve oft hefur veriö slæmt skyggni, og auk þess er fastur liöur á dagskrá Feröafélags Is- lands aö ganga á Esju sólstööu- nóttina 21. júnf og er þá lagt upp kl. 8 um kvöldiö. Esjuferöirnar eru eitt atriöiö af mörgum, sem feröafélags- menn efna til vegna 50 ára af- mælisins, sem er 27. nóvember næstkomandi. — Þótt þátttaka I feröum okk- ar almennt hafi aukizt mikiö, sagöi Tómas Einarsson, — virö- ast Esjuferöirnar ná alveg sér- staklega til fólks, hvaö sem þvf veldur. Ef til vill langar marga til aö kynnast þvf nánar, sem er rétt viö bæjardyrnar hjá þeim. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS 1927 1977 ESJUGANGA Gekk á Esju / 1977 Slíkt skjal fá menn til sannindamerkis um að þeir hafi gengiö á Esju. Sportvöruverzlun ýr Hölagarðj — Ingólfs Oskarssonar Sin.i 75020 Ný saumastofa hefur opnað og annast saum á hvers konar yfirbreiðslum yfir bila og fleira. Við önnumst einnig viðgerðir á yfir- breiðslum, tjöldum o.fl. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Saumastofan Foss s.f. Starengi 17, Selfossi. — Simi 99-1461. Búvörur hækka FB-Reykjavik. Samkvæmt ákvörðun sex manna nefnd- arinnar hefur verðlagsgrund- völlur landbúnaðarvara hækkað um 0.78%. Þessi hækkun ér vegna breytinga á þremur lið- um grundvallarins. Aburður hækkaði um 10.02%, varahlutir I búvélar um 18,4%, en kúafóðurblanda lækkaði I grundvellinum um 4.58%. Launaliður grundvallarins er óbreyttur, og ennfremur vinnslu- og dreifingarkostnaður búvara. Gera má ráö fyrir, aö launaliöiir i vinnslu- og dreifing- arkostnaöi veröi endurskoöaöir, er geröir hafa veriö nýir kjara- samningar viö launþega. Eftirtaldar veröhækkanir hafa oröiö f smásölu: Mjólk I eins Iitra pökkum hækkar úr 79 krónum f 80 kr. 1 kg af smjöri hækkar úr 1177 kr. I 1186 krónur. Eitt kg af skyri hækkar úr 176 kr. 1177 kr. Rjómi 180 kr. I 181 krónu. Súpukjöt hækkar úr 753 kr. f 758 kr. Kóti- lettur hækka úr 947 kr. f 952 kr. og heillæri hækka úr 850kr. f 854 kr. Hliöstæö hækkun veröur á nautakjöti. Dómkirkjukórinn í Gautaborg í tón- leikaferð til íslands 3. júni kemur Dómkirkjukórinn I Gautaborg f heimsókn til Islands, hefur hér fimm daga viödvöl og mun á þeim tima halda hér fer.na tónleika, undir stjórn Henriks Janssons dómorganista. Laugar- daginn 4. júnf kl. 14.30 syngur kórinn f Selfosskirkju og sföar um daginn f Skálholtskirkju eöa kl. 17:30. Sjómannadaginn 5. júni syngur kórinn viö hátföamessu I Dómkirkjunni, en á mánudaginn 6. júnf veröa tónleikar f Akranes- kirkju kl. 19.00. Þriöjudaginn 7. júnf veröa tónleikar I Dómkirkj- unni og hefjast þeir kl. 10.00. 1 kórnum eru 30 söngvarar og er hér um aö ræöa einn af fimm kórum kirkjunnar en hinir eru drengjakór, stúlknakór, unglingakór og ,,Kammerkór”. Þessir kórar allir saman standa aö flutningi stærri kirkjulegra verka I Dómkirkju sinni. Kórinn, sem hingaö kemur, hefur vföa haldiö tónleika bæöi innan lands og utan. Efnisskrá kórsins er mjög fjölbreytt og á henni eru bæöi gömul og ný tónlist. Má nefna verk höfunda eins og Fr Correa (1580), Palestrina (1525), Vulpius (1570), M. DuruflÉ (1902), O. Messiaen (1908) og B. Lewkovitch (1927). Stjórnandi kórsins Henrik Jansson er einn af framámönnum Svia I kirkjulegu tónlistarlifi og hefur setiö f mörgum ábyrgöar- stööum á sviöi tónlistar f Sviþjóö m.a. f Konunglegu musikaka- demiunni f Stokkhólmi. Hér á landi taka Dómkórinn og óratórfukór Dómkirkjunnar á móti hinum sænsku gestum. Aögangseyrir veröur enginn aö tónleikunum, en tekiö veröur viö fjárframlögum þeirra, sem styrkja vilja kórinn, þegar gengiö veröur úr kirkju. Einnig mun kórinn hafa á boöstólum hljómplötu meö söng hans fyrir Þá, sem kaupa vilja. FRAMLEGÐ námskeið fyrir frystihús á Akureyri ísafirði og Hallormsstað Nýtingareftirlit: Rekstrartækni s.f. gengst fyrir námskeiði í notk- un aðferða og eyðublaða sem notuð hafa veríð með góðum árangri í daglegu nýtingareftirliti f rystihúsa. Þjálfun: Námskeiðið er þjálfun í notkun einfaldra að- ferða, en kennslugögnin má síðan nota sem fyr- irmynd í raunverulegu starfi. Leiðbeinendur: Gisli Erlendsson, tæknifræðingur Már Sveinbjörnsson, tæknifræðingur Staður og timi: Hótel KEA Akureyri, 6. og 7. júní n.k. Hótel Edda, ísafirði, 9. og 10. júní n.k. Sumarhótelið, Hallormsstað, 14. og 15. júní n.k. Þátttaka og Vinsamlegasttilkynniðþátttöku í síma (91) 37850 upplýsingar: 37330. rekstrartækni sf. Skipholti 70 - Simi 3-78-50 & 3-73-30

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.