Tíminn - 02.06.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.06.1977, Blaðsíða 7
» c 03 «*“ c 7; Fimmtudagur 2. júni 1977. 7 Hann var nærri búinn að hvolfa bátnum. Furðulegt að apinn skuli vera svona y? hrifinn '4‘J af rækjum! J Hæ Rustylj _ Biddu! d Sjálfvirkur sorpeyðingar- ofn í Berlín Fyrir stórborgir, sem ekki eiga landrými, er sorpeyðing erfitt mál til úrlausnar. Þannig er það með V-Berlin. En Austur- og Vestur-Berlin sameinuðust um sjálfvirkan sorpeyðingarofn, sem ekki á sinn lika i Evrópu. Úr- gangurinn úr ofninum er siðan pressaður niður i fjögurra tonna teninga (1/3 af rúmmáli sinu), sem eru siðan fluttir i gáma, einn á hverjum fimm minútum, Flutningabilarnir aka siðan 25 mílur og hrúga ruslinu upp i Austur-Þýzkalandi. I þetta skipti urðu engar stjórnmáladeilur um það, að leyfa V-Berlin að hrúga upp niutiu milljón tonnum af rusli á staði i Austur-Þýzka- landinæstu 20árin. Þaðhefði verið kærkomnara að dengja ruslinu einhvers staðar i Vestur-Þýzkalandi, en þá hefði þurft að fá annan ofn, sem hefði haft meiri mengun i för með sér og fórna bygg- ingarlóðum, sem_ V-Berlin hefur ekki of mikið af. Það borgar sig að vera frumlegur Nafn hans er Friedensreich Hundertwasser. Hann er listamaður og var orðinn þreyttur á að vera alltaf ásakað- ur um að vera ekki nógu djarfur. Svo að hann fór að halda fyrirlestra allsber og hneykslaði allan iistamannaheim- inn. Fyrirlestrarnir f jölluðu um nýtizku húgsagerðarlist, sem hann hélt fram að væri ónáttúrleg. Og hann sýndi mót af skrúfumynduðum byggingum með trjám vaxandi uoui á þökum og svölum húsanna. — Ég kysi að hafa gras á hverju þaki, segir Friedensreich. Það væri betra innlegg en komið hefur frá nokkrum stjórnmálamanni. Þessi skeggjaði Vinarbúi dró lika að sér athyglina fyrir að nota ýmis útlend efni i málverk sin, t.d. jarðveg úr mauraþúf- um i Úganda. Nú virðast brellur Hundertwassers hafa borið árangur, verk hans eru alls staðar eftirspurð, sér- staklega i Japan. 1 Tokyo sagöi einn eigandi sýningarsala nýlega: — Við dæmum verk hans tilfinningalega en getum ekki rökrætt þau — og frá þvi sjónarmiöi er list Hundert- wassers einstök. Meira að segja á tslandi er Hundert- wasser vel þekktur, en sýning á verkum hans var haldin i Listasafni tslands fyrir nokkrum árum. Hann hverfur ur augnsýn við næstu hæð! Tíma- spurningin i Hafnarfirði: Attu nokkur gæludýr? Jón Viöar Magnússon, 9 ára: Ég á fiska I búri, en nénni satt að segja ekki alltaf að gefa þeim. Bróðir minn sér vel um þá fyrir mig. Róbert Bjarnason, 12 ára: Nei, en ég hef átt kött, sem þvl miður var sendur úr bænum. Mér finnst kettir afar skemmtileg dýr. Agúst Haraldsson, 14 ára: Ég á hest. Ég veit ekki hvort það má kalla hann gæludýr. Heyskap stunda ég hérna upp I kirkju- garöi. Gunnþór Þórðarsson, 14 ára: Já, ég á góðan kött, sem heitir Snælda. Elin Helga Steingrlmsdóttir 8 ára: Nei, ég hef hvorki átt hund né kött, en mig langar til að eignast eitthvert dýr I framtlðinni. Litlar kisur eru svo sætar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.