Tíminn - 02.06.1977, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. júni 1977.
15
FIMMTUDAGUR
2. júni
7.00 Morgunútvarp. Veöur-
fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30 og 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.50. Morgunstund barn-
anna kl. 8.00: Baldur
Pálmason heldur áfram aö
lesa „Æskuminningar
smaladrengs” eftir Arna
Ólafsson (3). Tilkynningar
kl.9.30. Léttlög milliatriöa.
Viö sjóinnkl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson talar á ný viö
Ólaf Björnsson útgeröar-
mann i Keflavik. Tónleikar
kl. 10.40. Morguntónleikar
kl. 11.00: Pierre Fournier og
Emest Lush leika á selló og
pianó „Italska svitu” eftir
Igor Stravinski viö stef eftir
Pergolesi/ Erik Saedén og
Elisabeth Söderström
syngja söngva eftir Wilhelm
Peterson-Berger viö ljóö
eftir Erik Axel Karlfeldt,
Stig Westerberg leikur á
pianó/ Sinfóniuhljómsveit
Lundúna leikur Gymnó-
pediur nr. 1 og 2 eftir Erik
Satie i hljómsveitarbúningi
Debussys og „Blómaklukk-
una” eftir Jean Francaix:
André Previn stjórnar. Ein-
leikari á óbó: John de
Lancie.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
A frivaktinni. Margrét
Guömundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Miödegissagan: „Nana”
eftir Emile Zola.Karl Isfeld
þyddi. Kristin Magnús Guö-
bjartsdóttir les (18).
15.00 Miödegistónieikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.30 Lagiö mitt. Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Fjöllin okkar.Gestur
Guöfinnsson skáld talar um
Esju.
20.05 Einsöngur i útvarpssal:
Hreinn Lindal syngur.
Pianóleikari: Olafur Vignir
Albertsson.
20.30 Leikrit: „Raddir I tóm-
inu” eftir Ferenc Karinthy.
Þýöandi: Eiöur Guönason.
Leikstjóri: Brynja Bene-
diktsdóttir. Persónur og
leikendur: Stúlka/ Helga
Jónsdóttir, Karlmanns-
rödd/ Erlingur Gislason,
Mjúkmáll/ Lárus Ingólfs-
son, Gömul kona/ Þóra
Borg, Slepjurödd/ Þorgrim-
ur Einarsson, Simavörður/
Geirlaug Þorvaldsdóttir,
Loðmæltur/ Pétur Einars-
son, Gömul rödd/ Valdemar
Helgason, Kvenrödd/ Sig-
rfður Eyþórsdóttir, Kona/
Sigrún Björnsdóttir, Þyzk
rödd/ Hilde Helgason,
Barnsrödd/ Jón Ragnar
ömólfsson.
21.25 Kórsöngur: Samkór Sel-
foss syngur i útvarpssal.
Söngstjóri: Dr. Hallgrimur
Helgason.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Vor i verum” eftir Jón
Rafnsson. Stefán ögmunds^
son les (17).
22.40 Hljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
Frú Harris fer
til Parísar @
eftir Paul Gallico
svip, að París væri ekkert, sem hægt væri að bjóða æðri
veru eins og Natösju upp á að skoða.
- Della, sagði frú Harris. - Hvers vegna haldið þér að
hún sé eitthvað f rábrugðin öðrum ungum stúlkum, þegar
myndarlegur piltur er nálægt? Hún hefði farið með yður
i gærkvöldi, ef þér hefðuð haft vit á að biðja hana um
það. En segið henni bara, að ég hef i sagt að hún ætti að
koma með.
Um morguninn mættust þau andartak f stiganum með
gráa teppinu hjá Dior. Þau námu staðar, bæði örlítið
feimin. André tókst að stama: — ( kvöld ætla ég að sýna
frú Harris eitthvað af París og hún biður yður um að
koma líka.
-Ó, sagði Natasja lágt. - Frú Harris biður mig þess. Er
það hún, sem vill að komi með? Aðeins hún?
André gat aðeins kinkað kolli, heldur klaufaleg.
Hvernig gathann, í þessu kuldalega andrúmslofti í Dior-
húsinu, krópað? - Nei, nei, það er ég sem vil þáð. Ég óska
þess af öllu mínu hjarta! Ég tilbið mera að segja teppið,
sem þér standið á!
Loks sagði Natasja: - Ef hún vill það endilega, þá kem
ég. Hún er ómótstæðileg, þessi elskulega kona.
- Eigum við þá að segja klukkan átta?
- Ég kem.
Þau héldu áfram, hann upp stigann, hún niður.
Ævintýralegt kvöld rann upp. Það hófst fyrir
þremenningunum með siglingu upp eftir Signu að veit-
ingahúsi viðárbakkann í úthverfi. Með stórkostlegu hug-
boði tókst Fauvel að forðast þá staði, þar sem f rú Harris
hefði ef til vill ekki kunnað við sig, dýru staðina, sem
glitruðu og glóðu og hann gat ekki grunað hvað Natösju
leið vel í þessu umhverfi, sem hann valdi.
Þetta var lítill fjölskylduveitingastaður. Borðin voru
úr járni, dúkarnir köf lóttir og brauðið nýbakað og stökkt.
Frú Harris virti þetta allt fyrir sér með sælusvip - fólkið
við borðin og gljáandi yfirborð árinnar. Yfir ána barst
harmónikutónlist. - Hugsa sér, sagði hún. - Þetta er alveg
eins og heima. Stundum, þegar hlýtt er á kvöldin, förum
við vinkona mín, frú Butterfield uppána og fáum okkur
bjórglas á lítilli krá í grennd við brugghúsið.
En hún neitaði ákveðin að borða snigla. Hún rannsak-
aði þá með athygli, þar sem þeir lágu í skálinni. Andinn
var reiðubúinn, en maginn neitaði.
- Ég get það ekki, sagði hún loks. - Ekki þegar ég hef
séð þá skríða um.
Upp f rá þessu var þögult samkomulag að þau hittust á
hverju kvöldi og skoðuðu París. Á daginn, þegar hin voru
að vinna f ór f rú Harris á eigin spýtur i könnunarferð um
borgina, nema þegar hún fór að máta klukkan hálf tólf,
eða lagaði til í húsi Fauvels. En kvöldið hófst, þeqar
Natasja kom í sportbílnum og svo lögðu þau af stað.
Frú Harris sá París af annarri hæð í Eiffelturninum, i
kvöldhúminu og af tröppum Sacre Coeur i tunglsl jósi og i
dögun, þegar borgin vaknaði og annirnar hóf ust í Höllun-
um, en þar borðuðu þau morgunverð innan um verka-
menn, sölufólk og langferðabílstjóra, einkum lauksúpu
og egg.
Einu sinni stakk Natasja upp því að þau sæju
kabarettinn Revue des Nudes í Rue Blanche, en frú
Harris var ekkert hrif in og heldur ekki hneyksluð. Það er
merkilega notalegt andrúmsloft við slík fyrirbæri, heilu
fjölskyldurnar koma, afar, ömmur, foreldrar og börn
koma utan úr sveit til að halda upp á einhvern hátíðlegan
atburð í f jölskyldunni, taka með sér matarkörf ur, panta
vín og setjast so viður til að njóta skemmtunarinnar á
sviðinu.
Frú Harris var eins og heima hjá sér í þessu umhverf i.
Henni fannst ekkert athugavert við að sjá raðir naktra,
ungra kvenna. Ósiðsamlegt var i hennar augum aðeins
áð gera eitthvað af sér. Hún horfði athugulum augum á
stúlkurnar og sagði: - Já, sumar þeirra þyrftu að fara í
megrun, ekki satt? Seinna, þegar dansmær sveiflaðist
um, íklædd fíkjublaði einu fata, sagði frú Harris lágt. -
Svei mér þá, ekki skil ég hvernig hún f er að þessu
- Hverju þá? Spurði André utan við sig, því hann sá
ekkert nema Natösju.
- Að láta þetta hoppa svona.
André eldroðnaði og Natasja skellihló, en stillti sig þó
um að útskýra málið fyrir frú Harris.
Þannig hætti f rú Harris alveg að vera hrædd við þessa
stóru, ókunnu borg, því þau sýndu henni lif og borg sem
var f ullt af fólki af hennar eigin sauðahúsi - venjulegt, ó-
heflað, raunsætt og vinnandi fólk, sem allt barðist hlið
við hlið fyrir því að komast af í líf inu, rétt eins og hún
sjálf gerði heima hjá sér.
Frú Harris, sem hafði allan daginn til umráða, nema
þegar hún var að máta á morgnana, gat skoðað sig um í
París, og hún vissi aldrei fyrirfram, hvert hún kynni að
fara. Ekki var um að ræða Champs Elysées, Faubourg
St. Honorés eða Place Vendome, því að glitrandi verzl-
anirnar þar voru svipaðar og í dýru verzlanahverf unum
í London, þangað sem hún kom aldrei. En hún elskaði
fólk og furðuleg hverfi, og hún skemmti sér við að sjá,
hvernig lífinu var lifað í óæðri hverfum borgarinnar.
Hún kannaði hægri Signubakkann og vinstri bakkann
og dag einn rakst hún af tilviljun á sérstaka Paradís mitt
á milli þeirra blómatorgið við Quai de la Corse á lle de
Cité.
Heima í London hafði frú Harrris oft á leið til og frá
vinnu horft löngunaraugum í glugga blómaverzlana, þar
sem gat að líta orkídeur, rósir og gardeníur, en aldrei
hafði hún verið stödd í öðrum eins blómagarði. Hér voru
blóm af öllum tegundum, litum og gerðum, á gangstétt-
inni, söluborðunum og í kössum. ( baksýn voru turnar
Notre Dame-kirkjunnar.
Þarna voru heilu göturnar, sem ekki voru annað en haf
af azaleum í pottum, plöntur með bleikum, rauðum og
f jólubláum blómum og stór búnt af rjómalitum, rauðum
og gulum nellikum. Kassaraðir af stjúpmæðrablómum
brostu móti vegfarendum, bláir írisar, rauðar rósir og
langar afskornar gladíólur teygðu sig upp á móti sólinni.
Ótal blóm voru þarna líka, sem frú Harris vissi ekki
einu sinni hvað hétu, lítil gúmmíkennd bleik blóm og
blóm, sem voru gul i miðjunni með dimmbláum reklum,
margar tegundir af prestakrögum og auðvitað einhver
ósköp af pelargóníum, eftirlætisblómum frú Harris.
En það var ekki aðeins augað sem gladdist og hreifst
af þessum f jölbreytileika lita og lögunar, því milda gol-
an utan af fljótinu bar með sér svo ölvandi ilm, að hver
einasti blómaunnandi, einsog frú Harris, hlaut að vera í
sjöunda himni. Þar til frú Harris hafði sér Dior-kjólinn,
höfðu blóm verið fegurðin í líf i hennar. Nú fylltust skiln-
ingarvitin af ilminum af rósum og liljum. úr öllum átt-
r
„Þaö er rétfhjá þér, Jói, þaö er
ekki alveg ólikt þvi aö einhver sé
aö spangóla á tungliö.”
DENNI
DÆMALAUSI