Fréttablaðið - 14.02.2006, Side 10
10 14. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR
KJARAMÁL Læknar hjá sveitarfé-
lögunum hafa vísað kjaradeilu
sinni til ríkissáttasemjara. Um
er að ræða 700 lækna utan skurð-
lækna sem vinna á stofnunum
sem launþegar. Samningur þeirra
rann út um áramótin.
Sigurður E. Sigurðsson, for-
maður samninganefndar Lækna-
félags Íslands, segir ákvörðun
samninganefndanna um að leita
til sáttasemjara sameiginlega.
Engin harka sé í viðræðunum.
Hann getur ekki gefið upp hvern-
ig viðræðurnar ganga, því um
þær ríki trúnaður.
Næsti fundur nefndanna er í
dag. - gag
Læknar og sveitarfélögin:
Sækja aðstoð
sáttasemjara
Á SJÚKRAHÚSI Læknar semja um kjör sín
hjá ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Ölvaður á ólöglegum hraða
Maður á þrítugsaldri er grunaður um
ölvun við akstur. Hann var stöðvaður af
lögreglunni á Sauðárkróki um helgina
á leið út úr bænum á ólöglegum hraða.
Hann var færður til blóðtöku.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Sextán aka of hratt Fjórir voru
teknir á yfir 130 kílómetra hraða í eftirliti
lögreglunnar á Selfossi á Suðurlandsvegi
í fyrrakvöld. Sextán voru teknir allt í allt
fyrir of hraðan akstur. Lögregla furðar sig
á hraðakstri fólks, aðstæður á Hellis-
heiðinni séu fjarri því að vera góðar.
ÍTALÍA Forsætisráðherra Ítalíu,
Silvio Berlusconi, olli pólitísku
fjaðrafoki er hann líkti sér við
Jesú Krist undir kvöldverði með
dyggum stuðningsmönnum sínum
um helgina.
Kemur þessi yfirlýsing í kjöl-
far þess að í síðustu viku bar hann
sig saman við Napóleón er hann
dásamaði afrek sín í embætti
síðastliðin fimm ár. Síðar sagðist
Berlusconi aðeins hafa verið að
grínast.
Andstæðingar Berlusconis
hafa gagnrýnt yfirlýsingarnar
og segja þær bera vott um mikil-
mennskubrjálæði. ■
Silvio Berlusconi:
Ber sig saman
við Jesú Krist
OSLO, AP Fjöldi unglinga sem
reykja að staðaldri hefur minnkað
um helming og nú reykja aðeins
fimm prósent norskra táninga.
Norska ríkið hefur stundað for-
varnarstarf og líkt og á Íslandi er
mikil skattlagning á tóbak. Sígar-
ettupakkinn kostar um 66 krónur
sem er um 640 íslenskar krónur.
Auk þess að banna reykingar
á vinnustöðum hafa Norðmenn
einnig bannað reykingar á öllum
skemmtistöðum og veitingahús-
um. ■
Unglingar í Noregi:
Mun færri
reykja en áður
REYKINGABANN Skemmtistaðir Noregs eru
reyklausir.
DÓMSMÁL 67 ára gamall maður
í Kópavogi hefur verið kærður
fyrir að hafa haft í fimm mánuði
portúgalskan starfsmann í vinnu
hjá sér, án þess að hann hefði til
þess tilskilin atvinnuleyfi.
Portúgalinn, sem er á fertugs-
aldri, vann við hreingerningar og
móttökustörf á hóteli í Kópavogi.
Þess er krafist að maðurinn, sem
ákærður er fyrir brot á lögum um
atvinnuréttindi útlendinga verði
dæmdur til refsingar. - mh
Erlendur starfsmaður:
Vann án leyfis
í fimm mánuði
KÓLERA Í ZIMBABWE Martin Mhizha sækir
vatn úr uppsprettu í Epworth í Zimbabwe,
um 30 km suður af höfuðborginni Harare.
Í Epworth hafa fimm manns látist úr kóleru
á undanförnum dögum, en kólerusmit
hefur banað alls 27 manns í Zimbabwe frá
því í nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STARFSMANNALEIGUR Lettneska
fyrirtækið Vislande, sem hefur
stundum verið í fréttum á Íslandi
vegna lettneskra starfsmanna,
hefur stundað ýmiss konar starf-
semi í Lettlandi,
meðal annars
sem verktaki í
byggingageiran-
um. Fyrirtækið
er ekki lengur
s t a r f s m a n n a -
leiga og hefur
enga starfsmenn
á Íslandi.
Ilona Milca,
eigandi Vislande, segir að Vislande
taki að sér alls kyns verkefni. Fyr-
irtækið hafi ekki nein stór verkefni
í gangi núna en nefnir sem dæmi
innanhússvinnu í fimm raðhúsum
í Lettlandi. Þá stundar fyrirtækið
inn- og útflutning, meðal annars á
byggingarefnum.
„Þetta er ekkert stórt. Við
erum að þróast og læra. Við þjálf-
um starfsmenn og sendum þá til
útlanda,“ segir hún og undirstrikar
að Vislande vinni samkvæmt öllum
lögum og reglum en hafi verið gert
tortryggilegt í íslenskum fjölmiðl-
um að ósekju. Ísland sé lítill mark-
aður og skipti ekki miklu máli í
starfseminni.
Ilona segist reyna að tileinka
sér nýjungar og hvernig megi
auka framleiðni í lettneskum fyr-
irtækjum með nýrri tækni og skila
auknum gæðum á styttri tíma. „Við
Lettar erum að byggja mikið og
þurfum að tileinka okkur aðferðir
annars staðar frá. Við getum lært
margt af Íslendingum. Húsin á
Íslandi eru mjög sterk. Ef það er
40 metra vindhraði í Lettlandi þá
hrynja húsin en á Íslandi eru húsin
öðruvísi. Við þurfum að læra að
byggja svoleiðis hús,“ segir hún.
Vislande er til húsa við eina af
aðalgötunum í Riga, Barónastræti
79, en Ilona á tvær íbúðir í Sigulda,
í klukkustundar akstursfjarlægð
frá Riga. Ilona segir að móðir sín
hafi búið í annarri þeirra þar til
hún lést í fyrra. Sjálf búi hún í hinni
íbúðinni með dóttur sinni. „Það er
gott að búa í Sigulda,“ segir hún.
Vislande hefur fjóra fasta starfs-
menn. Fyrirtækið leigir skrifstofu
með Nordic Barter, fyrirtæki í eigu
Viðskiptanetsins á Íslandi. Ilona
er eini starfsmaðurinn sem talar
íslensku og hún sinnir meðal ann-
ars þýðingum fyrir Nordic Barter.
Lettar á vegum Vislande fóru
tvisvar fyrir dóm í fyrra. Hér-
aðsdómur Austurlands komst að
þeirri niðurstöðu að þeir gætu
stundað vinnu hér í allt að 90 daga
án atvinnuleyfis. Héraðsdómur
Suðurlands dæmdi hins vegar
aðra Letta fyrir að vinna hér án
atvinnuleyfa.
VISLANDE OG NORDIC BARTER Við útidyra-
hurð Vislande og Nordic Barter í Riga.
FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA
VIÐ BARÓNASTRÆTI Vislande og Nordic Barter leigja saman skrifstofuhúsnæði við eina
stærstu götuna í Riga, Barónastræti. Fjórir fastir starfsmenn starfa hjá Vislande, sem er í
eigu Ilonu Milca. RÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA
Ísland skiptir litlu
máli í starfseminni
Ilona Milca, eigandi Vislande í Lettlandi, telur að umfjöllun um fyrirtækið hafi
verið ósanngjörn og gert starfsemi þess tortryggilega. Hún segir að Vislande
reki ekki lengur starfsmannaleigu á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ
Í LETTLANDI
GUÐRÚN HELGA
SIGURÐARDÓTTIR
ghs@frettabladid.is
VINNUMARKAÐUR Tólf starfsmanna-
leigur hafa skráð sig á vef Vinnu-
málastofnunar en Fréttablaðið
hefur áður greint frá því að sjö
starfsmannaleigur hafi skráð sig
frá því lög um skráningu tóku
gildi um síðustu mánaðamót.
Athygli vekur að rúmlega
helmingurinn af starfsmanna-
leigunum tólf, eða sjö, er íslensk-
ur. Tvær starfsmannaleiganna
eru portúgalskar og svo er ein frá
Írlandi, ein frá Bretlandi og ein
frá Noregi.
Nýju starfsmannaleigurnar
eru Útrás ehf., sem er íslensk
starfsmannaleiga með Sigurð G.
Ringsted sem tengilið, Nett frá
Portúgal með Fernando Enrique
Sineiro Costa sem tengilið, Rais
Vinnumiðlun með tengiliðinn
Fernando Costa, írska leigan
Rimec með Mark Lundgren sem
tengilið og Foral Ísland með Eyþór
Ragnar Jósepsson sem tengilið.
Áður höfðu sjö starfsmanna-
leigur skráð sig. Þær eru Holtan
Industrier frá Noregi, People
Select Aviation Limited frá Bret-
landi, Epalmo Europe frá Portú-
gal og íslensku leigurnar 2b, Islit,
FH Verk og GM Staffing. - ghs
STARFSMANNALEIGUR Tvær portúgalskar
starfsmannaleigur hafa skráð sig. Tengiliður
Rais Vinnumiðlunar er Fernando Costa.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Tólf starfsmannaleigur hafa skráð sig hjá Vinnumálastofnun:
Meirihlutinn er íslenskur en
tvær þeirra eru portúgalskar