Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 14.02.2006, Qupperneq 18
 14. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 AR G U S 06 -0 05 2 Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! Vildarþjónusta fyrirtækja Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Hærri innlánsvextir SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu Það þóttu aldeilis mikil tíðindi á Viðskiptaþingi, (sem áður hét ábyggilega fundur í Verslunar- ráði, en Viðskiptaþing er flottara – ég er sammála því) í síðustu viku þegar virtur maður úr viðskipta- lífinu sagði þá skoðun sína að að e.t.v. væri annað arðvænlegra til að byggja upp atvinnulíf í land- inu á næstu árum og áratugum en álbræðsla. Tímasetningin var líka ágæt því ræðan kom mitt í enn einni hrinunni þegar áætlanir um álvæðinguna, þessar uppáhald- verksmiðjur ráðafólksins, voru til umræðu. Nú er talað um að stækka í Straumsvík og byggja fyrir norð- an og kannski eitthvað fleira. Það var þó ábyggilega tilviljun að þessi ræða athafnamannsins kom mitt í þessa bylgju, því Viðskipta- þing eru ábyggilega ákveðin með löngum fyrirvara. Ræðumaður sagði ekki ein- ungis að í framtíðinni ætti að líta til annarra verkefna en þess að bræða ál. Það vakti einnig athygli mína að hann telur að of lág arð- semiskrafa hefði verið gerð til Kárahnjúkavirkjunar. Ýmsir hafa verið til að vekja athygli á þessu fyrr, og einhverjir áður en ráðist var í framkvæmdir. Slíkar yfirlýs- ingar eða útreikningar sem bentu til þess að sú væri raunin áttu sannarlega ekki upp á pallborðið. Ef marka má framgöngu aðstoð- armanns iðnaðarráðherra í Silfri Egils á sunnudaginn þá á þessi skoðun ekki enn eftir að auka á vinsældir manna, að minnsta kosti ekki í hans hópi. Það gerir konu svolítið óttaslegna þegar menn eru endalaust svona vissir í sinni sök, en það er kannski ekki nema von að ungir menn séu staffírugir þegar ráðherrarnir telja skoðanir andstæðinga sinna raus og kjaft- æði og ekkert annað. Það er svo sannarlega gleðilegt þegar menn, sem litið er upp til vegna afreka þeirra á einhverjum sviðum eins og t.d. í viðskipta- lífinu, láta skoðanir sínar í ljós um þau mál sem eru til umræðu í þjóðfélaginu. Því miður er allt- of sjaldgæft að aðrir en þeir sem hafa stjórnmál að aðalstarfi eða sem sérstakt áhugamál láti skoð- un sína í ljós. Stundum hefur verið látið að því liggja að þetta stafi af einhvers konar hræðslu, fólk telji að það komi síðar í bakið á því ef það láti í ljós skoðanir sem ekki fara saman við skoðanir þeirra sem fara með völdin. Umræðan verður þess vegna líkari hanaslag en aðferð til að komast að skyn- samlegustu niðurstöðunni. Þetta er auðvitað skelfilegt ástand. Forsætisráðherrann talaði einnig á Viðskiptaþinginu og spáði því að við yrðum komin í Evrópusambandið eftir 10 ár. Eftir því sem ég fékk best skilið þá spáir ráðherrann þessu vegna þess að annað verði ekki umflúið. Evrópusambandið verði orðið svo stórt og þar verði „allir“ og þess vegna verðum við að vera með. Þetta finnst mér vont ástand. Það er vont að vera í þeirri stöðu að ráða ekki örlögum sínum heldur verða að fljóta með straumnum. En það er einmitt það sem hefur gerst í utanríkismálum þjóðarinn- ar nú síðasta áratuginn. Síðan heimsviðburðir gerðu það að verkum að einungis hálf- gerðir sérvitringar hefja umræðu um hvort við eigum að vera í NATO eða ekki, hefur Evrópusam- vinnan og hversu mikið við eigum að taka þátt í henni verið helsta ágreiningsmál í utanríkisstefnu þjóðarinnar. Það var síður en svo átakalaust að koma því í kring að Ísland yrði aðili að EES-samn- ingnum, þó fáir vilji kannast við það í dag að þeir hafi ekki mælt með þeirri ráðagerð, enda fátt eða ekkert orðið þjóðinni til jafn mik- ils framdráttar á síðustu árum. Menn þorðu hins vegar ekki að taka skrefið til fulls og sækja um aðild að Evrópusambandinu og létu Norðmenn í raun velja fyrir okkur þegar þeir felldu aðild árið 1994. Síðan hefur okkur rekið án þess að hafa nokkra stjórn á því sjálf og maðurinn sem verið hefur utanríkisráðherra nærri allan tímann síðan þá spáir því nú að þetta endi með því að okkur reki inn í sambandið. Hann, eða rík- isstjórnin sem hann nú fer fyrir, hefur hins vegar aldrei haft þann kjark að setja stefnuna á inngöngu í Evrópusambandið og þar með auka möguleika okkar á að hafa einhver pólitísk áhrif í hinu stóra samfélagi þjóða sem við búum í. Hið sama er að segja um annað stórt utanríkismál, sem er vera varnarliðsins. Það mátti vera öllum ljóst þegar kalda stríðinu lauk að það kæmi að því að varnar- liðið ætti ekkert erindi hér. Menn horfðust hins vegar ekki í augu við það og þess vegna rekur okkur í því efni líkt og í Evrópumálunum. Ég var eiginlega mest hissa á því að fosætisráðherrann skildi ekki líka spá því á Viðskiptaþinginu að herinn yrði farinn eftir tíu ár. Af ræðum á Viðskiptaþingi Í DAG VIÐSKIPTAÞING VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Þetta finnst mér vont ástand. Það er vont að vera í þeirri stöðu að ráða ekki örlögum sínum heldur verða að fljóta með straumnum. En það er einmitt það sem hefur gerst í utanríkismálum þjóðarinnar nú síðasta áratuginn. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Í umræðum um byggðamál á Alþingi í síðustu viku var lagt til að taka ætti málaflokkinn af iðnaðarráðuneytinu og flytja til forsætisráðuneytisins. Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra fannst lítið til um málflutning kollega sinna á þingi og kallaði umræðuna „raus í átta klukkustundir“. Hugmyndin um tilfærslu byggðamála er þó alls ekki fráleit, áfangastaður þeirra á hins vegar ekki að vera forsætisráðuneyt- ið heldur menntamálaráðuneytið. Þar með væri skrefið stigið til fulls og viðurkennt að byggðastefna er ákveðin verndarstefna um menningarverðmæti; að hugmyndin að baki henni er í raun og veru sú að hægt sé að koma í veg fyrir að viss tegund af lífs- háttum verði tímanum og gleymskunni að bráð. Núverandi byggðastefna virðist þegar upp er staðið snúast að mestu leyti um að berjast gegn fækkun íbúa úti á landi, helst með sértækum stjórnvaldsaðgerðum og niðurgreiðslu til þess sem er kallað atvinnuskapandi verkefni. En þrátt fyrir alla við- leitni undanfarinna ára hefur þó lítið lát orðið á straumi fólks til suðvesturhornsins. Stærsta og besta dæmið er að þrátt fyrir hinar gríðarlegu framkvæmdir á Austurlandi, virkjun við Kárahnjúka og álver í Reyðarfirði, halda Austfirðingar áfram að flytjast brott frá heimahögunum. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fjölg- ar vissulega íbúum á svæðinu, en sú fjölgun byggir eingöngu á útlendingum, eða eins og segir á vef Hagstofunnar; „Ef einung- is er tekið mið af innanlandsflutningum til Austurlands vekur athygli að brottfluttir Austfirðingar voru fleiri en aðfluttir.“ Og hinir nýju íbúar á Austurlandi eru hreint ekki komnir til lang- dvalar, heldur eru að langstærstum hluta farandverkamenn sem halda til annarra starfa í öðrum löndum þegar vinnu þeirra er lokið hér. Þetta er sláandi staðreynd, en kemur þó ekki á óvart því sömu fréttir hafa borist frá Hagstofunni um hver áramót frá því framkvæmdirnar fyrir austan hófust. Og vissulega er þetta líka umhugsunarefni fyrir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, og aðra ráðamenn fyrir norðan sem eiga sér þá ósk heitasta að fá álver í sveitina sína. Hvar fólk kýs að búa snýst ekki um atvinnutækifæri nema að takmörkuðu leyti. Við Íslendingar erum ekkert öðruvísi en annað fólk, allt frá Suður-Afríku til Noregs, þar sem straum- urinn liggur til þéttbýliskjarna. Borgarlíf er lífsmáti nútímans. Nálægð við fleira fólk, verslun, þjónustu, félags- og menningar- líf er hinn sterki segull sem fábreyttari tilvera landsbyggðar- innar á erfitt með að streitast gegn. En eins og svo margt annað leitar lífið alltaf ákveðins jafn- vægis og undanfarin ár hafa Íslendingar í stórum stíl sótt til sveita aftur. Ekki eru aðeins góðar sumarbústaðajarðir í kring- um höfuðborgina fyrir löngu uppseldar heldur teygir tómstunda- byggð landsmanna sig nú um allt land, frá eyðifjörðum og eyjum til lítilla þorpa þar sem yfirgefin hús hafa öðlast nýtt líf. Sífellt fleiri höfuborgarbúar eiga sér annað heimili úti á landsbyggð- inni þar sem þeir una sér fjarri hraða og skarkala þéttbýlisins. Og þetta hefur gerst af sjálfu sér, án handleiðslu stjórnvalda. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Þrátt fyrir virkjun og álver heldur Austfirðingum áfram að fækka. Straumurinn stöðvast ekki Upplýsingar á borðið Stóriðjustefnan er rædd dag hvern á Alþingi. Síðast í gær þegar Ögmundur Jónasson hjá vinstri grænum staldraði við arðsemi vatnsaflsvirkjana. „Ríkis- stjórnin segir arðsemina í góðu lagi og því óhætt að halda áfram á sömu braut,“ sagði Ögmundur og kallaði sér til fulltingis framámenn í atvinnulíf- inu sem sagt hefðu að þegar ríkið stæði í umræddum stórframkvæmdum yrðu allar upplýsingar að vera aðgengilegar. Hann spurði hvort arðsemin væri 11 prósent eins og forstjóri Landsvirkjunar héldi fram eða 6,7 prósent eins og stjórnvöld hefðu sagt, en efaðist fyrst og síðast um forsendur allra upplýsinga sem fram væru reiddar og krafðist þess að Alþingi fengi þær allar í hendur. Græðum og græðum Forsætisráðherra er áreiðanlega undir álversatlögur búinn alla daga. Og dró því úr pússi sínu upplýsingar frá Lands- virkjun um arðsemi. Sagði að í nýjustu útreikningum væri gert ráð fyrir því að arðsemin væri komin í 7,4 prósent miðað við að álverð væri 1.560 dollarar fyrir tonnið. Söluverð raforkunnar er háð heimsmark- aðsverði á áli sem kunnugt er. „Núna er álverðið einhvers staðar á bilinu 2.400 til 2.500 dollarar fyrir tonnið... Þannig að ég vænti þess að háttvirtur þingmaður gleðjist yfir því... eða hvaða arðsemis- kröfu gera vinstri grænir til fjármagns- ins?“ Kristinn H. Gunnarsson, flokksbróðir Halldórs, er áhyggjufullur í skrifum á vefsíðu sinni: „Áframhaldandi boðun gífurlegra framkvæmda veldur áfram- haldandi væntingum um háa stýrivexti og þar af leiðandi áfram hátt gengi. Störfum í sjávarútvegi, einkum fiskvinnslu mun fækka, ferða- þjónusta verður í viðvarandi erfiðleikum og íslensk fyrirtæki munu halda áfram að flytja störf úr landi... Þeir, sem munu tapa eru íbúar á landssvæðum utan álveranna, þar mun störfum fækka vegna fram- kvæmdanna. johannh@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.