Fréttablaðið - 14.02.2006, Page 28

Fréttablaðið - 14.02.2006, Page 28
■■■■ { kópavogur } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Skólahljómsveit Kópavogs hefur starfað frá árinu 1967 þegar fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir undir stjórn Björns Guð- jónssonar, stofnanda og stjórnanda hljómsveitarinnar. Björn stýrði hljómsveitinni allt til ársins 1993, þegar Össur Geirsson, núverandi hljómsveitarstjóri, tók við. ,,Við erum með um það bil 140 nemendur úr öllum Kópavogin- um,“ segir Össur. Skólahljómsveit- in hefur aðstöðu í Digranesi og æfir hún þar af krafti. ,,Við kenn- um á níu mismunandi hljóðfæri og æfum einnig samspil, þetta eru um það bil fjórar æfingar á viku. Skólahljómsveitin er fyrir krakka upp í 10. bekk en þó halda margir áfram þegar komið er upp í fram- haldsskóla vegna þess að þeir vilja ekki hætta.“ Mikil ásókn er í hljómsveitina og segir Össur það leiðinlegasta í starfinu að þurfa að hafna sumum umsækjendum. Engar kröfur eru gerðar um getu áður en krakkarnir sækja um í hljómsveitinni en valið er að mestu í hljómsveitina út frá viðtölum. Kennsla í skólahljómsveitinni fer fram yfir vetrartímann en áhuginn er mikill og því starfar hljómsveit- in allt árið um kring. ,,Við spilum alltaf á 17. júní og á ýmsum öðrum viðburðum yfir sumartímann, auk þess sem margir hafa fengið okkur til að spila hjá sér.“ Hljómsveitin heldur tvo fasta tónleika á hverju ári, hausttón- leika og vortónleika. Á haust- tónleikunum spilar hljómsveitin ákveðna þematónlist og nefnir Össur til dæmis bítlatónlist, djass- tónlist, íslenska tónlist og fleira. Á vorin eru haldnir stórir tónleik- ar í Háskólabíói og segir Össur að hljómsveitin hafi sprengt utan af sér minna húsnæði. ,,Við höfum gjarnan viljað halda tónleikana okkar í Kópavogi en við verðum sennilega að bíða þar til búið er að reisa óperuhúsið í Kópavogi,“ segir Össur. Hóparnir fara tvisvar sinnum á vetri í æfingabúðir yfir heila helgi þar sem mikið er æft. Á kvöldin eru haldnar kvöldvökur þar sem mikið er sprellað og skipuleggja krakkarnir þær í samvinnu við stjórnendur. Miklar æfingar hafa greinilega borið ávöxt því síðast- liðið sumar sigraði elsti hópurinn í mjög sterkri norrænni blásara- hljómsveitakeppni í Svíþjóð. ,,Það var skipt í þrjár deildir eftir getu. Við skráðum okkur í erfiðustu deildina og náðum að fara þar með sigur af hólmi“ segir Össur ánægð- ur með árangurinn. Sigurvegarar í norrænni blásarahljómsveitakeppni Skólahljómsveit Kópavogs er mjög öflug og fjölmenn hljómsveit. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa enda fór hljómsveitin með sigur af hólmi í sterkri norrænni hljómsveitakeppni síðastliðið sumar. Skólahljómsveit Kópavogs á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Systurnar Auður og Rut Jónsdætur voru heiðraðar fyrir góðan árangur í handbolta á árinu 2005 á Íþrótta- hátíð Kópavogs sem haldin var í Salnum í Kópavogi 22. janúar síð- astliðinn. Þótt það hljóti að heyra til undantekninga að systkini séu heiðruð á sömu hátíðinni eru stúlk- urnar hæverskar með eindæmum og spurðar hvort þetta þyki ekki merkilegur árangur hjá systrum benda þær á að fyrir tveimur árum hafi tvíburar verið heiðraðir svo þeirra árangur sé nú ekkert ýkja merkilegur. Auður segist hafa byrjað að æfa handbolta átta ára. Vinkona hennar hafi ákveðið að fara í handbolta- skóla og hún fylgt í kjölfarið. Auði þótti svo gaman að hún hélt áfram þótt vinkonan hafi síðan hætt að æfa. Rut varð hins vegar áhugasöm þegar hún fór að fylgja systur sinni á æfingar sex ára gömul. ,,Ég byrj- aði bara að koma með systur minni á æfingar en eftir nokkur skipti prófaði ég sjálf og það var rosalega gaman,“ segir hún brosandi. Systurnar æfa sex sinnum í viku þannig að lítill tími gefst til annars en að stunda handboltann. Þær eru samrýndar og segja litla samkeppni á milli þeirra í boltanum enda séu þær ekki í sama aldursflokki. Þær voru þó báðar valdar til að spila í landsliðinu í handbolta fyrir sautján ára og yngri en spila mismunandi stöður og voru því ekki í samkeppni innbyrðis. ,,Við fórum til Noregs í maí og vorum að spila í undan- keppni EM hér á Íslandi. Þetta voru þrír landsleikir,“ segir Rut. Auður bætir við að þetta hafi verið góð reynsla og þær hafi átt auðvelt með að leika saman þar sem þær þekki vel inn á hvora aðra. Systurnar hafa alla tíð búið í Kópavoginum og kunna vel við sig. ,,Jafnvel þótt við búum í Blika- hverfi,“ segir Rut og Auður hlær. Þær segja ríginn milli Breiðabliks og HK þó aðallega eiga við fótbolt- ann þar sem engin handboltadeild sé hjá Breiðabliki. Rut hefur reynd- ar einnig æft fótbolta síðan hún var sjö ára en er í fríi í augnablikinu. ,,Það er svo mikið um að vera í báðum íþróttagreinunum þegar það eru svona margar æfingar í hand- boltanum en ég fer örugglega aftur í sumar,“ segir hún ákveðin. Hún á erfitt með að gera upp á milli hand- boltans og fótboltans, finnst báðar íþróttirnar skemmtilegar. Systurnar eru báðar í skóla. Auður er sautj- án ára og stundar nám á öðru ári við Verslunarskólann en Rut, sem er fimmtán ára, er í Hjallaskóla í Kópavogi. Þær eru fljótar að svara þegar blaðamaður spyr hvort þær hafi í huga að halda áfram. ,,Já, við vilj- um halda áfram eins lengi og við getum,“ segir Auður ákveðin. Þær segja mjög jákvætt að krakkar alist upp við mikla íþróttaiðkun. ,,Krakk- ar kynnast svo mörgu fólki auk þess sem þeir hafa gott af því að hreyfa sig. Ég byrjaði upp á félagsskapinn en svo varð þetta svo skemmtilegt,“ segir Auður. Systurnar eru ekki frá því að þessi sameiginlegi áhugi á handbolta geri þær enn samrýndari fyrir vikið. ,,Við erum bara mjög góðar vinkonur. Það bætir örugg- lega upp á að við höfum sameigin- leg áhugamál,“ segir Rut brosandi að lokum. Samrýndar handboltahetjur Systurnar Auður og Rut eru efniviður í miklar hand- boltahetjur og voru heiðraðar sérstaklega á dögunum fyrir góðan árangur. Systurnar Auður og Rut Jónsdætur æfa sex sinnum í viku og því gefst lítill tími til annars en að stunda handboltann. Söngkeppni ÍTK fór fram í Saln- um í Kópavogi 27. janúar síðast- liðinn. Allar átta félagsmiðstöðv- arnar í Kópavogi sendu keppendur og stóðu þeir sig allir með prýði. Dómnefndin valdi Hugrúnu Þor- bergsdóttur úr félagsmiðstöðinni Þebu sem sigurvegara. Í öðru sæti var Védís Pálsdóttir frá Igló og í því þriðja voru Kristjana Arnars- dóttir og Kristín Inga Jónsdóttir frá Ekkó. Þessar þrjár félagsmiðstöðv- ar munu því senda keppendur á söngkeppni Samfés sem fer fram fyrstu helgina í mars í íþróttahús- inu í Mosfellsbæ. Félagsmiðstöðin Þeba sigraði í söngkeppni ÍTK Söngur }

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.