Fréttablaðið - 22.02.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.02.2006, Qupperneq 20
[ ]Rúðuþurrkur eru mikilvægar og verða að vera góðar til þess að koma að gagni. Það er nauðsynlegt að skipta reglulega um rúðuþurrkur, um leið og þær fara að verða lélegar. Samkvæmt nýlegri rannsókn í Bandaríkjunum hefur líftími bíla þar í landi aldrei verið lengri. Á Íslandi virðist þróun- in hins vegar vera önnur. Bílar eru alltaf að verða betri og betri, í það minnsta þróaðri og þróaðri. Gífurlegu fjármagni hefur verið varið í þróunarkostnað nýrra bíla og hefur það skilað sér í bættu öryggi, sparneytnari vélum og meiri þægindum. Hefur þessi þróun hins vegar haft einhver áhrif á endingu þessa bíla? Hér áður fyrr þótti afar eðlilegt að eiga tíu ára gamlan bíl og margir eiga í dag jafnvel enn eldri bíl. Á tímum góðæris í landinu virðist þessi þróun hafa snúist við. Fólk á bíla sína í örfá ár og er alltaf að endur- nýja. Tölur frá Vöku sýna að aldrei fyrr hefur jafn mörgum bílum verið fargað og nú, jafnvel bílum sem virðast vera í toppstandi en eigendur hafa ekki þörf fyrir. Á vef fréttastofunnur CNN var nýlega sagt frá því að samkvæmt gögnum frá R.L. Polk and Company hefur meðallíftími bíla í Banda- ríkjunum aldrei verið hærri. Ólíkt Íslendingum hafa Bandaríkjamenn heldur aldrei látið farga eins fáum bílum og á seinasta ári. Aðeins 4,3 prósentum af öllum fólksbílaflota Bandaríkjamanna var þá eytt en það er met í landinu. Meðalaldur bíla í Bandaríkjun- um mældist í fyrra níu ár en fyrir tíu árum síðan mældist hann sjö og hálft ár. Bílar eldri en ellefu ára mældust 34,8 prósent af öllum fólksbílum í Bandaríkjunum en þessi prósentutala var rúmum fimm stigum lægri fyrir tíu árum síðan. ,,Hér á landi er fólk að láta frá sér bílana fyrr en var. Hér áður fyrr voru bílarnir gerðir upp eins og hægt var enda var þá hafta- stefna sem kom í veg fyrir að fólk gæti keypt sér nýja bíla. Ég mundi því álíta að þessari þróun væri öfugt farið hér á landi miðað við hvernig hún er í Bandaríkjunum. Bílum er hent mikið yngri í dag en var gert hér áður fyrr,“ segir Kjartan Friðgeirsson, annar eig- andi bifreiðaverkstæðis Kjartans & Þorgeirs, en hann hefur verið bifvélavirki í um fjörutíu ár. Kjartan er ekki viss um að nýir bílar gætu enst jafn lengi og bílar gerðu forðum sökum þess að þeir séu minni, léttari og ekki eins sterkbyggðir. Skúli Sigurðsson, þjónustustjóri Ingvars Helgason- ar, er hins vegar andvígur þeirri staðreynd. ,,Það sem er að gerast í dag er markaðurinn er orðinn allt öðruvísi. Fólk leitast eftir svo mörgu öðru en bara að bíllinn sé í lagi,“ segir Skúli og bætir við að hann sé á því að endingartími bíla hafi lengst. ,,Það er alveg ljóst að fólk getur alveg látið nýja bíla end- ast mjög lengi ef það sækist eftir því,“ skýtur Skúli inn að lokum. steinthor@frettabladid.is Er líftími bíla að lengjast? Aldrei fyrr hefur jafn mörgum bílum verið fargað hér á landi og nú en í Bandaríkjunum er þróunin einmitt í hina áttina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Árlega gerir þýska bílablaðið AutoBild úttekt á heildargæð- um bíla. Mazda sigraði, rétt eins og í fyrra, en aldrei áður hefur sami framleiðandi sigrað tvö ár í röð. Í könnuninni eru 24 mest seldu bílamerki Evrópu skoðuð. Gæðin eru metin út frá sjö þáttum en þeir eru: skýrslur frá þýska bifreiðaeft- irlitinu (TUV), viðhorf almennings, verkstæðisprófanir, ábyrgð, aftur- kallanir, skoðanakönnun sem náði til 24.583 bíleigenda og langtíma- prófanir Auto Bild á nýjum bílum. Mazda kom vel út í öllum flokk- um en Toyota fylgdi fast á eftir í öðru sæti. Athygli vekur árangur Mazda 6 í langtímaprófunum en í 100.000 km prófum fannst engin bilun og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist. ■ Mazda sigrar annað árið í röð Gæðin eru mest, samkvæmt AutoBild, þegar keypt er Mazda. Húðum felgur og dráttarbeisli Felguhúðun á 4.500kr stk S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur E igum á l ager 350 R A L l i t i Pólýhúðun ehf Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.