Fréttablaðið - 22.02.2006, Side 23

Fréttablaðið - 22.02.2006, Side 23
][ Bakpokar koma sér alltaf vel þegar ferðast er. Hvort sem farið er í langar eða stuttar ferðir getur verið þægilegt að vera með það allra nauðsynlegasta í bakpoka. Hjónin Kristján Sæmundsson og Vigdís Aðalsteinsdóttir fóru gönguskíðaferð í þýsku Alpana. Ferðin var farin dagana 27. jan- úar til 5. febrúar. Farið var til Oberstdorf, sem er við rætur fjallsins Nebelhorn, 815 metra yfir sjávarmáli. Heimsmeistara- mótið í norrænum greinum var haldið þar bæði 1987 og 2005 og margar góðar gönguleiðir í boði. Í hópnum voru 29 manns auk tveggja fararstjóra. „Við flugum til Frankfurt og tókum þaðan rútu til Oberstdorf. Þaðan fórum við á bílum að hótel- inu, sem var í fimm kílómetra fjarlægð frá bænum, en ekki var hægt að komast þangað á rútu. Hótelið var lokað af og því var mjög rólegt þarna, engin bílaum- ferð eða neitt,“ segir Kristján. Á morgnana var gengið á skíðum til Oberstdorf og þaðan farið í skipulagðar ferðir á hverjum degi. „Við fórum í leikfimitíma á hverjum morgni eftir morgun- mat til þess að hita okkkur upp fyrir átök dagsins og voru leikfimikennara á staðnum til að leiðbeina okkur. Svo var haldið af stað og var farið nýjar leiðir á hverjum degi. Einn daginn tókum við rútu til Austurríkis sem var bara tuttugu mínútna keyrsla og eyddum deginum á skíðum þar. Við fengum einn frjálsan dag og fórum við nokkur þá með kláfum upp á Nebelhorn minnir mig að það heiti. Þar var mjög gott útsýni út um allt og mjög fallegt eins og allt á þessum slóðum. Flestir fóru siðan aftur tilbaka með kláfum en ég gerðist svo djarfur að taka skíðin mín með mér og renna mér niður brekk- una. Það var frekar bratt og erf- itt en hafðist stórslysalaust.“ Aðspurður segir Kristján að það hafi verið örlítið erfitt að vera svona mikið á skíðum. „Það var ekki búið að vera neitt almennilegt færi hérna heima til skíðaiðkunar en við hjónin erum búin að komast nokkrum sinnum á skíði í vetur og vorum því aðeins búin að hita okkur upp. Annars var nú eitthvað um togn- un og strengi en við teygðum þó vel á eftir hvern dag. Svo voru gufa og heitur pottur þarna þannig að maður gat mýkt sig aðeins upp.“ Eftirminnilegast finnst honum vera hvað það var gott veður allan tímann, sól og logn og nóg af snjó. Svo fannst honum landslagið stór- brotið og skemmtileg stemning í bænum. „Öll húsin voru í þessum þýska og austurríska timburhúsa- stíl. Fólkið í bænum ferðaðist um á gönguskíðum og maður sá börn niður í fjögurra ára á skíðum. Það var mjög sérstakt að vera þarna og einstök upplifun. Maður stopp- aði bara á næsta veitingahúsi, hoppaði af skíðunum, fékk sér að borða og hélt svo áfram.“ Á kvöld- in skemmti hópurinn sér saman og fóru þau í keilu og eitthvað fleira til að slaka á eftir erfiðan dag. „Ég vona að hægt verði að vekja meiri áhuga á þessari íþrótt en hann hefur farið dvínandi sein- ustu árin. Það hefur líklega eitt- hvað með veðurfarið að gera en þá er bara um að gera að skella sér til útlanda í skíðaferð.“ Hópurinn var samstilltur enda hafði stór hluti af honum farið í gönguskíðaferðina í fyrra. Segir Kristján að bæði skiptin hafi tek- ist einstaklega vel og að hann fari án efa í næstu ferð. ■ Leikfimi á morgnana Bærinn Oberstdorf er 815 metra yfir sjávar- máli. Þar eru fjölmargar góðar gönguskíða- leiðir í boði.Í þýsku Ölpunum er nægur snjór fyrir skíðaiðkendur. Vigdís og Kristján á toppnum á Nebelhorn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.