Fréttablaðið - 22.02.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 22.02.2006, Síða 28
MARKAÐURINN 22. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Óli Kristján Ármannsson skrifar Uppgjör norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software fyrir síðasta ársfjórðung 2005 sem birt var á mánudag sýnir að sölutekjur á farsíma- og netsviði fyrirtækisins hafa aukist um tæp 100 prósent milli ára. Gengi bréfa fyrirtækisins tók nokkurn kipp í norsku kaup- höllinni í kjölfarið og hækkaði samdægurs um 8,92 prósent. Kaupthing banki á Norðurlöndum birti einnig í kjölfar uppgjörsins endurmat á virði félagsins vel yfir verði bréfanna í kaup- höll. Gengi bréfa í Opera Software var fyrir uppgjörið 21,3 norskar krónur, en Kaupthing metur þau á 30 krónur norskar. Jón Stephenson von Tetzchner, íslenskur forstjóri og annar tveggja stofnenda Opera Software, sagðist að vonum ánægður með síðasta ár, en á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var að finna Opera netvafra á 6,1 millj- ón seldra farsíma í heiminum, miðað við 3 milljónir á sama tíma árið áður. Vafrinn var settur upp á 17 milljónum síma miðað við 8,8 milljónir árið 2004. „Allt er þetta á leiðinni í rétta átt,“ segir Jón og kveðst hafa væntinar um svipaðan vöxt á þessu ári. „Það er mikil- vægt að halda áfram á fullri ferð. Við höfum sett okkur það markmið að tvöfalda aftur þann fjölda síma sem vafri okkar verður á,“ segir hann og bendir á að það sem af er ári hafi komið fram sex nýir farsímar með Opera vafra, en á sama tíma í fyrra hafi enginn einasti slíkur verið kominn fram. „Þá tók þetta nokkra mánuði áður en tölurnar fóru að hækka þannig að þetta lítur töluvert betur út núna.“ Jón segist ekki óttast að þróun á síma- markaði þar sem nettækni er í auknum mæli að ryðja sér til rúms hafi áhrif á útbreiðslu vafrans. „Ég held að það komi til með að verða nóg til af farsímum. Eina spurning er hvernig þessi kerfi koma til með að verða í framtíð- inni,“ segir hann en kveður fyr- irtækið munu bregðast við þeirri þróun. „Netsímum á eftir að fjölga, en til að vera með flökkusíma þarf netteng- ing að vera til staðar. Smátt og smátt kann þetta auðvitað að breyta landslaginu á síma- markaði, en erfitt er að spá fyrir um hvernig þær breytingar verða.“ Jón segir að fyrir Opera breyti þróunin hins vegar engu. „Við getum verið á hvaða síma sem er og gildir einu hvort tengingin er um GSM eða á annan hátt. Því hraðara sem netið er því betra er það fyrir notandann. Það er góð þróun fyrir okkur að vægi Internetsins aukist.“ Metár hjá Opera Software Kaupthing hefur hækkað mat sitt á Opera í Noregi. Tekjur Opera af farsíma- og netsviði hafa tvöfaldast milli ára. Opera Software kynnti í vikunni fyrirætlanir um opnun þróunarútibús í Indlandi. Opna á skrifstofu í Chandigarh til gæðapróf- ana og með starfsfólki verk- efnis sem kallast Opnum vefinn og á að stuðla að notkun staðla á netinu. Jón S. von Tetzchner, forstjóri Opera Software, hélt til Indlands á þriðju- dagsmorguninn, en hann segir vænlegra hafa verið talið að opna eigin skrif- stofu en beita útvistun. “Við byrjum hins vegar smátt og sjáum svo hvað verður. Indverski markaðurinn er stór og við höfum farið svipaðar leiðir áður með uppsetningu skrif- stofa í Kína, Japan og í Bandaríkjunum,” segir hann en bætir við að einnig sé litið til þess að þarna geti starfað fólk sem sinnir alþjóðasamskiptum, enda Indverjar altalandi á ensku. - óká Með útibú í Indlandi OPERA VAFRI Í NOTKUN Forstjóri Opera stofnaði fyr- irtækið með norsk- um félaga sínum árið 1995, en báðir höfðu starf- að á þróunardeild Telenor, norska landsímans. JÓN STEPHENSON VON TETZCHNER Jón, sem er fórstjóri Opera Software í Noregi, var að vonum kampakátur með uppgjör síðasta árs. Hann segir stefnt á við- líka vöxt á þessu ári. Hreinar eignir lífeyrissjóðanna voru 1.200 milljarðar um síðustu áramót og jukust um 22 prósent á milli áranna 2004 og 2005. Þær námu 987 milljörðum í ársbyrjun 2005 og hækkuðu því um 213 milljarða á síðasta ári. Eignaaukningin í innlendum hlutabréfum var 45 prósent og 36 prósent í erlendum verðbréfum. Hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum taldi 185 milljarða í árslok en tæpa 300 milljarða í erlendum verð- bréfum, sem jafngildir fjórðungi af eignum þeirra. - eþa 213 milljarða aukning eigna VBS fjárfestingarbanki, eða Verðbréfastofan, skilaði rúmlega 407 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári sem er um 175 prósenta aukning frá árinu 2004 þegar nið- urstaðan var 147 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár var mjög mikil eða 69 prósent. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 918 milljónum króna, og meira en tvöfölduðust, en rekstr- argjöld um 423 milljónum. Eignir Verðbréfastofunnar voru um 6.360 milljónir króna í árslok og eigið fé 1.250 milljónir. Hluthafar í félaginu eru 78 talsins og fá þeir greiddan 50 prósenta arð fyrir síðasta ár. - eþa Verulegur vöxtur VBS SÁ GULI Ragnar Jónsson sjómaður með golþorsk. Dótturfélag Samherja, UK Fisheries, keypti nýver- ið útgerðarfyrirtækið J. Marr í Hull í Bretlandi. Með kaupunum voru sameinaðar tvær síðustu útgerðir úthafstogara í Hull, J. Marr og Boyd. UK Fisheries er til helminga í eigu Onward Fishing Co., dótturfélags Samherja og Parlevliet Van Der Plas í Hollandi. Nigel Atkins, sem var framkvæmdastjóri útgerðarsviðs J. Marr og tekur við sem stjórn- arformaður UK Fisheries, sagðist mjög ánægður með að fyrirtækin gömlu næðu saman með þessum hætti og sagði stefnt að því að það hefði áfram aðsetur í Hull og réði til sín skipstjóra og áhafnir á staðnum. J. Marr er eitt elsta útvegs- fyrirtæki Breta, stofnað árið 1870, en það tók virk- an þátt í þorskastríðinu á Íslandsmiðum og barðist hart á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar gegn takmörkunum á fiskveiðum við Ísland. - óká Fullnaðarsigur í þorskastríðinu Norska fjármálafyrirtækið Storebrand skilaði góðu upp- gjöri í síðustu viku. Hagnaður fyrirtækisins var 3,9 milljarðar króna samanborið við tæpa 3,5 milljarða árið áður. Uppgjörið var langt umfram væntingar en sérfræðingar höfðu spáð hagn- aði á bilinu 2,4-3,3 milljarða. Stjórnendur bankans segja að margir þættir hafi stuðlað að þessu: Gott árferði á hlutabréfa- markaði og vöxtur í eignastýr- ingu, líftryggingasölu og banka- þjónustu. Fjórði stærsti hluthafinn í Storebrand, sem metinn er á 175 milljarða króna, er Arion- verðbréfavarsla sem er í eigu KB banka. Hlutur hennar er um 4,6 prósent en Íslendingar eiga samtals 5,3 prósent í bankanum. Gengi Storebrands hækkaði um átta prósent í Kauphöllinni í Osló við tíðindin. Frá áramót- um hefur virði fyrirtækisins hækkað liðlega um fjórðung. - eþa Storebrand slær markaðnum við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.