Fréttablaðið - 22.02.2006, Page 64

Fréttablaðið - 22.02.2006, Page 64
 22. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is Nokkur spenna greip um sig í samfélaginu eftir að Hall-dór Ásgrímsson forsætisráðherra spáði því á Viðskipta-þingi á dögunum að Ísland yrði aðili að Evrópusamband- inu fyrir árið 2015. Orð hans voru túlkuð á ýmsan hátt, meðal annars á þann veg að hann væri hreinlega að boða aðild að sam- bandinu og þar með væri ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks í uppnámi, gott ef það var ekki við það að sprynga. Ekki er að sjá að einhverjir sérstakir brestir hafi komið í ríkisstjórnarsamstarfið eftir ræðu Halldórs og það þrátt fyrir að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi lýst sig ósammála honum. Það er greinilegt (og var vitað) að Evr- ópusambandsaðild - eða ekki - skiptir ekki sköpum í samstarfi flokkanna í stjórn. Ekki um sinn. Óvíst er hins vegar hvað verð- ur eftir næstu kosningar en hugsanlegt er að í kjölfar umræðu um Evrópumálin næstu misseri verði afstaða flokkanna ydduð enn frekar og ekki óhugsandi að aðild - eða gagnger könnun á kostum og göllum hennar - verði hreint og klárt kosningamál 2007. Sérstökum greinarflokki um Ísland og Evrópusambandið var hleypt af stokkunum í Fréttablaðinu á sunnudag en í honum er leitast við að varpa skýru ljósi á Evrópumálin. Öll eru þau snúin, á þeim margar hliðar og fjölmörg álitaefni eins og sést á störfum nefndar sem ætlað er að gera heildstæða úttekt á stöðu okkar og valkostum. Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, skip- aði nefndina sumarið 2004 og er Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra formaður hennar. Nefndin hefur haldið 24 fundi, hitt fjölda manna bæði hér heima og erlendis og kynnt sér mörg málefni sem tengjast stöðu Íslands í Evrópu. Greinilegt er að í allri þeirri vinnu hefur Björn formaður ekki enn séð góð rök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu því í Fréttablaðinu á sunnudag segist hann halda að enginn stjórnmálaflokkur hafi ESB-aðild á stefnuskrá sinni fyrir næstu kosningar „vegna þess að engir hagsmunir knýja flokka til slíkrar ákvörðunar. Á öllum sviðum efnahags- og atvinnumála erum við almennt séð betur sett en ESB-ríki,“ sagði Björn. Þrátt fyrir þessi orð nefndarformannsins og skoðanir hans á Evrópumálum er ekki við öðru að búast en að áfram verði unnið af alúð og natni í nefndinni. Frekari upplýsinga verður aflað og rætt við fleiri sérfræðinga. Að endingu verður allt dregið saman í skýrslu sem eflaust mun hljóta mikla umræðu í samfélaginu. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins um aðild að Evr- ópusambandinu sem birt var í blaðinu í gær eru nokkuð fleiri andvígir aðild en fylgjandi. Hafa hlutföllin snúist við síðan sömu spurningar var spurt í september en þá voru fleiri hlynnt- ir aðild en á móti. Er það raunar í samræmi við það sem kann- anir hafa sýnt á umliðnum árum; fylgið sveiflast til og frá. Mikilvægt er að fjalla af víðsýni um Evrópusambandsmál á næstu misserum og árum og þarf að velta við hverjum steini til að draga fram þá kosti og galla sem fylgja myndu aðild Íslands. Ekki er hægt að taka afstöðu til spurningarinnar út frá hávær- um ópum um að við missum yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni eða að matarverð lækki um helming. ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Við Íslendingar þurfum að ræða kosti og galla Evrópusambandsaðildar til þrautar. Hverjum einasta steini skal velt við Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar. Útboð sanngjarnast Ég held að sanngjarnasta leiðin sé útboðsleiðin, þar sem sameig- inlegir sjóðir hafa ávinninginn fram yfir verktakafyrirtæki. Útboðsleiðin er gegnsætt kerfi þar sem hægt er að setja fyrirvara um að aðeins einstaklingar geta boðið í hverja lóð. Þótt ljóst sé að menn hafi sætt lagi í Úlfarsfelli og leitað leiða til að misnota kerfið á kostnað annarra stendur til að bregðast við því og hægt er að setja annmarka á útboðið sem koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Önnur leið sem menn hafa nefnt er að borgin setji fast verð á lóðirnar og útbýti þeim með hlutaveltu. Það er ekki eingöngu sveitarfélaganna að halda lóða- verði niðri, en með því að sjá til þess að aðeins ein- staklingar fái að bjóða í þær er hægt að sjá til þes að verðið fari ekki úr öllum böndum, tryggja gæði sem og framboð eftir bestu getu. Þess vegna held ég að útboðsleiðin sé sanngjörnust. Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar Tryggjum framboð Til að komast framhjá lottói eða útboðsleið R-listans er eina leiðin að sjá til þess að framboð lóða sé ávallt nóg, á verði sem mætir þeim kostnaði sem verður til við gatnagerð og landtökur. Mér skilst að þannig sé að þessu staðið til dæmis í Óðinsvéum og hafi gengið vel. Sjálfstæðismenn vilja byggja í Geldinganesi, þar sem eru um 3.500 lóðir munu verða í boði og ætti að uppfylla eftirspurnina í dag. Það sýndi sig í Grafarvogi á sínum tíma, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til lóðabanka þar sem allir sem vildu gátu fengið lóðir á kostnaðarverði, að þessi leið gekk upp. Við sjáum hvaða fáránlegu afleiðingar skammta- og útboðsleiðin hefur haft, en annar ann- marki á henni er sá að þetta er ekkert annað en skatt- lagning. Þeir sem byggja einbýlishús borgar tuttugu milljónir til borgarinnar, en þeir sem byggja blokk átta milljónir. Það sjá allir að þetta gengur ekki til dæmis fyrir venjulegt ungt fólk. Aðalatriðið er að tryggja nóg framboð lóða. EFST Á BAUGI: HVERNIG Á AÐ ÚTHLUTA LÓÐUM? Það var átakanlegt að horfa upp á forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins í Kastljósi á dögunum. Þar lýsti hann því hvernig stofn- uninni hefði verið falið að hafa uppi á þeim bótaþegum, sem svo lágt hafa lagst að mergsjúga rík- issjóð, og tína aftur upp úr vösum þeirra þann illa fengna auð, sem þeir hefðu sankað að sér á und- anförnum árum, 1100 milljónir á árinu 2004 og áætlaðar 1800 milljónir í ár. Hann kvað á annað þúsund manns hafa skrifað stofn- uninni mótmæli og sumir hefðu veist að stofnun og starfsfólki með svigurmælum, sem sviði undan. Þetta væri óréttlátt. Það væru aðrir sem settu lög og reglu- gerðir, sem stofnun og starfsfólki bæri að framfylgja. Engar leið- beiningar gaf hann þó um nöfn og heimilisföng þeirra óbótamanna, sem standa að þessari atlögu að skjólstæðingum Tryggingastofn- unar. Ég skal fúslega játa að ég er einn þeirra sem að gefnu tilefni skrifaði stofnuninni svarbréf við tilkynningu frá henni um ofgreiðslur á árinu 2004, sem yrðu klipnar af ellilífeyri mínum á næstu árum. Treysti stofnunin sér ekki til að koma þessu bréfi mínu í hendur þeirra óbóta- manna sem að framangreindum lögum og reglugerðum standa, þykir mér rétt að koma því fyrir almenningssjónir og geta þá þeir hirt sneið sem eiga. Vona ég að bréfið skýri sig sjálft en það er svohljóðandi: Tryggingastofnun ríkisins Bóta- sviptingardeild, Reykjavík Reykjavík 9. des. 2005 Með bréfi þessu vil ég undirrit- aður mótmæla endurreikningi stofnunarinnar á „tekjutengdum bótum“ mér til handa fyrir árið 2004. Ég lít svo á að það hljóti að hafa legið ljóst fyrir starfsmönnum stofnunarinnar við upphaf ársins 2004, hvort heldur sem litið var til skattskýrslna eða tekjuáætl- unar, hvort ég átti að lögum rétt á greiðslum þeim, sem stofnunin nefnir tekjutryggingu og greiddi mér fyrir árið 2004, - eða ekki. Sé þetta mér ofgreitt, hljóti það að vera fyrir handvömm stofnunar- innar og verði ekki af mér tekið, heldur verði stofnunin að bera það „tjón“ bótalaust. Má ég minna á að þegar þing- menn og ráðherrar samþykktu í hitteðfyrra að skammta sér mörg hundruð þúsunda króna á mánuði eftirlaun, sem þeim skyldi greitt jafnvel samfara fullum starfs- launum, og að því var fundið, svöruðu ráðamenn landsins því til, að myndast hefði eignarrétt- ur á þessum forréttindum skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar um helgi eignarréttarins. Okkur, sem sannanlega höfum greitt alla ævina til Tryggingarstofnunar ríkisins, og þarafleiðandi erum aðeins að taka út peninga, sem við höfum áður lagt inn, virðist hins- vegar á sama tíma mega svipta öllu nema naumasta fátækrafram- færslueyri, sem hvorki mundi nægja til að lifa eða deyja. Ég minni á að stofnun yðar heitir Tryggingastofnun ríkisins - ekki Góðverkastofnun ríkisins, þaðan af síður Gustukastofnun ríkisins. Til hennar var stofnað til að tryggja fólki eigin framfærslu- rétt í ellinni, að það þyrfti ekki að vera upp á aðra komið eftir starfs- lok. Það sjá allir, að ekki mun mér takast að framfleyta mér af kr. 254.988.- á ári - og er ég þó ýmsu vanur . Þér eruð semsagt að úrskurða mig ómaga, sem verði að vera upp á aðra kominn, enda hefur mér verið grimmilega refsað fyrir að hafa tekið að mér launaða vinnu framan af þessu ári, sem að ríf- lega 90% rann til ríkisins í fullum sköttum og töpuðum bótagreiðsl- um. Ég mótmæli því, að þér hafið ofgreitt mér fyrir árið 2004, og ennfremur að þér getið svipt mig lífeyri fyrir 2006 til endur- greiðslu á því sem þér teljið mis- tök yðar. Aldraðir hljóta að eiga rétt til þess að geta skipulagt fjármál sín fram í tímann, með því að ganga að föstum greiðslum Tryggingastofnunar sem vísum, en ekki að fá þær greiddar fyrsta árið og verða svo að endurgreiða þær annað árið og með raðgreiðsl- um jafnvel eftir það fram í rauð- an dauðann. Á Tryggingastofn- un kannski endurgreiðslurétt á hendur afkomendum mínum verði ég bráðkvaddur áður en yður tekst að endurheimta þess- ar „ofgreiðslur“ yðar til mín - kr. 308.962.- þetta fyrsta ár sem ég átti rétt á ellilífeyri? Hvers konar „tryggingastofnun“ er það? Slíkt framferði hlýtur að heyra undir hina frægu „111 meðferð á skepnum“, sem hvert mannsbarn á Íslandi lærði um í kverinu á sínum tíma sem part af sínum fermingarundirbúningi. Ég áskil mér því allan rétt til að sækja þetta mál svo langt sem þarf til að réttlætið nái fram að ganga. Með kaldri kveðju, Ólafur Hannibalsson Óbótamenn að verki Í DAG AÐFÖRIN AÐ BÓTAÞEGUM ÓLAFUR HANNI- BALSSON Hvað sem hann kostar „Þú átt við að hann hafi viljað fá bílinn, hvað sem hann kostaði,“ spurði einn dómaranna í Baugsmálinu í réttarsal í gær. Hann beindi spurningu sinni til Jóns Geralds Sullenbergers sem þá svar- aði spurningum lögmanna og dómara í seinna skiptið þann daginn. Jón Gerald svaraði játandi, enda sérhæfir Motta bílamiðlari, sá er vitni bar í gær, sig í að finna vandfundna eðalvagna til kaups. Meðal annars fyrir Nordica, fyrirtæki Sullenbergers. - Það var eins og það rofaði til hjá dómaranum, sem kannski var farinn að þreytast eftir langdregnar vitnaleiðslur með dómtúlki þar sem skeggrætt var bílverð og flutningsgjöld á misjafnlega haldgóðum pappírum. Ef svar Jóns Geralds við spurningu dómarans er rétt hefur það vitanlega ákveðnar afleiðing- ar. Sá sem vill fá bifreið, hvað sem hún kostar, er ekki líklegur til þess að hafa áhyggjur af 500 þúsund króna aðflutn- ingsgjöldum. Hitt er ef til vill afdrifarík- ara, að sá sem útvegar slíkan bíl þarf ekki að halda sig kyrfilega innan ein- hverra verðmarka og gæti dottið í hug að smyrja eitthvað ofan á söluverðið. Þetta lítur að minnsta kosti svona út í fræðilegu tilliti. Nýr bíll eður ei Annars var réttarhaldið í Baugsmálinu allt hið athyglisverðasta frá morgni til kvölds í gær. Jón Gerald Sullenberger bar sig vel en hörð hríð var gerð að honum úr tveimur áttum, frá verjend- um og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari virtist ekki allskostar ánægður með bókhald Jóns Geralds og spurði á einum stað hvort hann hefði ekki bara verið að reyna að fá menn til að taka þátt í einhverju braski með sér. Verjendur spurðu bæði Ivan Motta og Jón Sullenberger hvernig þeir skildu orðin „not fit“ í kanadískum pappírum með BMW eðalvagni sem Motta hafði keypt fyrir Sullenberger. Ekki voru þeir vissir, en kannski þýddi þetta að bíllinn væri ætlaður til útflutnings og væri „ekki hæfur“ í Norður Ameríku. Ekki hugkvæmdist þeim að þetta þýddi ein- faldlega að eitthvað væri að bílnum og hann hefði verið keyptur á undirverði. Seldur sem nýr og óaðfinnanlegur á 8,1 milljón króna. johannh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.