Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 2

Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 2
2 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR Sjálfskipt og allt allt öðruvísi 1.750.000,- Sjálfskipt, 1.8 l. vél og hlaðin aukabúnaði ���������������� ����������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Leitað á bændabýli Breska lög- reglan gerði í gær húsleit á bændabýli í grennd við Tonbridge í Kent, þar sem 53 milljónum sterlingspunda var rænt í síðustu viku. Sky-sjónvarpsstöðin greindi frá þessu en lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar að svo stöddu. BRETLAND SPURNING DAGSINS Alfreð, voru gufuböðin í morg- unsárið auglýsingabrella? Nei, en þetta minnir okkur hins vegar á hversu þýðingarmikið heita vatnið er fyrir Reykvíkinga og aðra höfuðborgar- búa. Mikla gufu lagði yfir Reykjanesbraut í gærmorgun eftir að fjörutíu sentimetra gat kom á aðflutningsæð Orkuveitu Reykjavíkur. Alfreð Þorsteinsson er stjórnarformaður Orkuveitunnar og berst nú um viðskiptavin- ina við aðrar veitur, þar sem samkeppni á raforkumarkaði hefur verið gefin frjáls. LÖGREGLA Nítján ára stúlka lést í bílslysi á Sæbraut rétt eftir mið- nætti í fyrrinótt. Stúlkan missti stjórn á bifreið sem hún ók og keyrði niður tvo ljósastaura og hafnaði á götuvita. Vitni að slys- inu fengu áfallahjálp sérfræðinga á Landspítalanum. Þau sögðu að svo virtist sem stúlkan hafi verið í kappakstri við annan bíl á Sæbrautinni. Lögregla rannsakar slysið og segir að stúlkan hafi ekki verið í belti, en hún kastaðist út úr bíln- um við áreksturinn. Lögregla segir erfitt að sannreyna að stúlk- an hafi verið í kappakstri en segir ljóst að jeppabifreið hafi verið ekið greitt samsíða bíl hennar. Ungur piltur ók jeppanum og þekkti stúlkuna ekki. Stúlkan var fædd árið 1987. Hún var ein í bílnum. Ekki er hægt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. - gag Banaslys á Sæbraut: Nítján ára stúlka lét lífið LÖGREGLUMÁL Fíkniefnin sem fundust í jörðu úti á víðavangi fyrir utan borgina í síðustu viku reyndust vera amfetamín, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar lögreglu. Um var að ræða 3,2 kíló amfetamíns í einni pakkningu. Efnið var grafið í holu á afvikn- um stað rétt austan við borgina. Ábending kom frá vegfaranda sem taldi óeðlilegar mannaferðir vera á þessu svæði. Hann lét lög- regluna í Reykjavík vita sem fann efnið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur enginn verið handtekinn né yfirheyrður vegna amfetamínfundarins. Fíkniefna- deild lögreglunnar heldur rann- sókn málsins áfram. Deildin rannsakar jafnframt ennþá mál tveggja Litháa sem reyndu að smygla amfetamínbasa hingað til lands. Annar þeirra kærði úrskurð Héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds fyrr í vikunni. Hæstiréttur stað- festi úrskurðinn í gær. Þetta er í annað sinn sem sami maður kærir úrskurð um framlengingu gæslu- varðhalds en hann hefur ekki haft erindi sem erfiði. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun, en hinn Lit- háinn, sem tekinn var með amfet- amínbasann í fórum sínum, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. apríl. - jss AMFETAMÍN Lögreglan hefur tekið gríðar- legt magn af amfetamíni það sem af er þessu ári. Fíkniefnin sem fundust á víðavangi utan við borgina: Þrjú kíló í einni pakkningu VINNUMARKAÐUR Grunur leikur á að sjö Litháar, fjórir karlar og þrjár konur, séu ólöglega að störf- um við framkvæmdir á efri hæð- inni í Dugguvogi 10 í Reykjavík. Tveir fulltrúar verkalýðshreyf- ingarinnar stormuðu inn í fram- kvæmdastaðinn í gær, ræddu við fólkið og reyndu að ná í eiganda hússins til að kynna sér hvort allt væri lögum samkvæmt. Ákveðið var að kalla lögreglu og starfsmenn byggingafulltrúa á staðinn en ekki náðist í þá. Búist er við að rannsókn hefjist í dag og svæðinu lokað með innsigli. Björn Einarsson innanhúss- arkitekt stendur fyrir fram- kvæmdunum ásamt félaga sínum í fyrirtækinu B og G en fyrirtækið Efrihlíð á húsnæðið. Björn segir að fjórir til fimm Litháar starfi löglega við framkvæmdirnar. Útlendingaeftirlitinu hafi verið tilkynnt um það. Litháarnir eru að hans sögn frá starfsmannaleigunni Salivir í Lit- háen. Björn segir að Litháarnir fari úr landi síðar í vikunni þegar fólkið sé búið að vera hér í þrjá mánuði. Sjálft sagðist fólkið hafa verið hér frá því í desember, fá 80 þúsund krónur á mánuði og búa á tveimur stöðum í miðborginni. Í Dugguvogi 10 er verið að breyta iðnaðarhúsnæði á efri hæð í skrifstofu, lager og íbúðarhús- næði, en á neðri hæðinni er meðal annars dekkjaverkstæði. Björn segir að ekki sé gert ráð fyrir íbúðum. Samkvæmt upplýsingum hjá byggingafulltrúaembættinu í Reykjavík hafði verið sótt um leyfi til að innrétta íbúð og vinnu- stofu í stað skrifstofuhúsnæðis í norðurhluta og fjölga eignum í suðurhluta. Málinu hefur verið frestað. Halldór Jónasson, fulltrúi hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið að eltast við Björn í nokkurn tíma. Hann sé grunaður um að fá fólk til landsins sem ferðamenn. ASÍ hafi áður komið á framkvæmdastað hjá Birni og einu sinni hafi tveir Litháar og Tékki „látið sig fljúga fjóra metra fram af palli og stung- ið af út í bláinn“ þegar þeir hafi gert sér grein fyrir því að lögregla væri á leiðinni. ghs@frettabladid.is DUGGUVOGUR 10 Verið er að breyta efri hæðinni úr iðnaðarhúsnæði í skrifstofur, lager og íbúðarhúsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA IÐNAÐARHÚSNÆÐI BREYTT Litháar vinna við breytingar innanhúss í Dugguvogi 10 en þar á að vera búið að breyta iðnaðarhúsnæði í skrifstofur og íbúðarhúsnæði um miðjan mars. Talið er að Björn Einarsson innanhússarkitekt hafi fengið þá til starfa án þess að hafa tilskilin leyfi. Björn segir allt lögum samkvæmt.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rassía í Dugguvogi Hópur Litháa er talinn ólöglegur við störf í Dugguvogi. Fulltrúar ASÍ stormuðu á staðinn í gær og reyndu að kalla til lögreglu og fulltrúa byggingareftirlits en gekk ekki. Eigandinn segir allt löglegt við framkvæmdirnar. VIÐ MÁLNINGARVINNU Þrjár konur vinna við breytingarnar í Dugguvogi. Fólkið segist fá 80 þúsund á mánuði og frítt húsnæði. Eigandinn segir að kjör þeirra séu í sam- ræmi við kjarasamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLA Kona á vakt í þjónustu- íbúðum aldraðra á Selfossi kom aldraðri konu til bjargar, eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar laust fyrir miðnætti í fyrradag. Báðar voru fluttar á sjúkrahúsið á Sel- fossi vegna snerts af reykeitrun og dvöldu þar um nóttina en voru útskrifaðar í gær. Um klukkustund tók að slökkva eldinn og reykræsta íbúðina sem er ein af átta þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu var í viðbragðs- töðu en þurfti ekki að fara á vett- vang. Eldsupptök eru ókunn og rannsakar lögregla málið. - gag Þjónustuíbúðir á Selfossi: Aldraðri konu bjargað úr eldi SVEITARSTJÓRNARMÁL Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokks- bundnir í Reykjanesbæ hafa ákveð- ið að bjóða fram sameiginlegan lista fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor. Að óbreyttu stefnir í framboð og átök aðeins tveggja lista, D-lista Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðslistans sem fer fram undir merki A-listans. Kjartan Már Kjartansson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins og Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanes- bæ, fagna sameiginlegu framboði mjög, en báðir hafa þeir ákveðið að víkja fyrir nýju fólki. Fram kom á blaðamannafundi í Reykjanesbæ í gær að uppstilling- arnefnd hefur þegar lagt fram til- lögu um listann, og verður hann borinn undir viðkomandi flokksfé- lög á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn myndar einn meirihluta í Reykjanesbæ á yfirstandandi kjörtímabili með sex bæjarfulltrúa af ellefu. Tals- menn A-listans líta svo á að með sameiginlegu framboði megi mynda breiðfylkingu fólksins gegn ríkjandi meirihluta. „Hér má vænta stórátaka milli A- og D-lista í sveitarstjórnarkosningunum í vor,“ sagði Eysteinn Jónsson tals- maður kosningastjórnar A-listans, á fundinum í gær. Bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar og Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ telja að staða bæj- arsjóðs sé orðin háalvarleg og Reykjanesbær skuldi mest af öllum bæjarfélögum landsins á hvern íbúa. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut nærri 53 prósent atkvæða í Reykjanesbæ í síðustu kosningum en aðrir flokkar um 47 prósent. - jh KJARTAN MÁR KJARTANSSON OG JÓHANN GEIRDAL Tákn A-listans var afhjúpað í gær. Tveggja turna átök blasa við í Reykjanesbæ. Allt bendir til þess að aðeins tveir listar bjóði fram í Reykjanesbæ í vor: Átök A- og D-lista um völdin Grunur um kúariðu Verið er að rannsaka hvort veik kýr í Svíþjóð hafi sýkst af kúariðu, að sögn sænskra heilbrigðisyfirvalda í gær. Bráðabirgða- rannsóknir úr 12 ára gamalli kú frá Vastmanland í miðhluta Svíþjóðar reyndust jákvæðar og hafa verið sendar til frekari rannsóknar. Kúariða hefur ekki fyrr fundist í Svíþjóð. SVÍÞJÓÐ BRUSSEL, AP Samkomulag hefur náðst um þátttöku Sviss í að fjár- magna þróunarverkefni í ríkjun- um tíu sem gengu í Evrópusam- bandið vorið 2004. Á næstu fimm árum mun Sviss leggja um einn milljarð svissneskra franka, and- virði um 50 milljarða króna, í þar til gerðan þróunarsjóð. Sjóður þessi verður hliðstæður Þróunarsjóði EFTA, sem EES- ríkin í EFTA, Ísland, Noregur og Liechtenstein, greiða alls um 90 milljarða króna í á sama tímabili. Nú þegar liggur fyrir að um helmingur fjárins úr svissneska sjóðnum muni renna til verkefna í Póllandi. - aa ESB semur við Svisslendinga: Sviss greiðir í þróunarsjóð SAMNINGAR INNSIGLAÐIR Svissneski utanríkisráðherrann Micheline Calmy-Rey og fulltrúar ESB, Ursula Plassnik og Benita Ferrero-Waldner, skála í Brussel. Verkfall líklegt Fundi í kjaradeilu slökkviliðsmanna lauk í gær án teljandi árangurs. Atkvæðagreiðsla 280 slökkvi- liðsmanna um hvort boðað verður til verkfalls stendur yfir. KJARAMÁL SKIPULAGSMÁL Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur haft samband við þá sem áttu hæstu til- boð í byggingarrétt í Úlfarsárdal. Þeir þurfa nú að ákveða við hvaða tilboð þeir ætla sér að standa. Einn maður átti hæsta tilboð í allar lóðirnar nema eina en þær voru 40 alls. Borgarráð Reykja- víkur samþykkti tillögu borgar- stjóra um að hver einstaklingur fengi aðeins að kaupa eina einbýl- is- eða parhúsalóð. - shá Lóðaútboðið í Úlfarsárdal: Hæstbjóðend- ur fá eina lóð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.