Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 2
2 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR Sjálfskipt og allt allt öðruvísi 1.750.000,- Sjálfskipt, 1.8 l. vél og hlaðin aukabúnaði ���������������� ����������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Leitað á bændabýli Breska lög- reglan gerði í gær húsleit á bændabýli í grennd við Tonbridge í Kent, þar sem 53 milljónum sterlingspunda var rænt í síðustu viku. Sky-sjónvarpsstöðin greindi frá þessu en lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar að svo stöddu. BRETLAND SPURNING DAGSINS Alfreð, voru gufuböðin í morg- unsárið auglýsingabrella? Nei, en þetta minnir okkur hins vegar á hversu þýðingarmikið heita vatnið er fyrir Reykvíkinga og aðra höfuðborgar- búa. Mikla gufu lagði yfir Reykjanesbraut í gærmorgun eftir að fjörutíu sentimetra gat kom á aðflutningsæð Orkuveitu Reykjavíkur. Alfreð Þorsteinsson er stjórnarformaður Orkuveitunnar og berst nú um viðskiptavin- ina við aðrar veitur, þar sem samkeppni á raforkumarkaði hefur verið gefin frjáls. LÖGREGLA Nítján ára stúlka lést í bílslysi á Sæbraut rétt eftir mið- nætti í fyrrinótt. Stúlkan missti stjórn á bifreið sem hún ók og keyrði niður tvo ljósastaura og hafnaði á götuvita. Vitni að slys- inu fengu áfallahjálp sérfræðinga á Landspítalanum. Þau sögðu að svo virtist sem stúlkan hafi verið í kappakstri við annan bíl á Sæbrautinni. Lögregla rannsakar slysið og segir að stúlkan hafi ekki verið í belti, en hún kastaðist út úr bíln- um við áreksturinn. Lögregla segir erfitt að sannreyna að stúlk- an hafi verið í kappakstri en segir ljóst að jeppabifreið hafi verið ekið greitt samsíða bíl hennar. Ungur piltur ók jeppanum og þekkti stúlkuna ekki. Stúlkan var fædd árið 1987. Hún var ein í bílnum. Ekki er hægt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. - gag Banaslys á Sæbraut: Nítján ára stúlka lét lífið LÖGREGLUMÁL Fíkniefnin sem fundust í jörðu úti á víðavangi fyrir utan borgina í síðustu viku reyndust vera amfetamín, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar lögreglu. Um var að ræða 3,2 kíló amfetamíns í einni pakkningu. Efnið var grafið í holu á afvikn- um stað rétt austan við borgina. Ábending kom frá vegfaranda sem taldi óeðlilegar mannaferðir vera á þessu svæði. Hann lét lög- regluna í Reykjavík vita sem fann efnið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur enginn verið handtekinn né yfirheyrður vegna amfetamínfundarins. Fíkniefna- deild lögreglunnar heldur rann- sókn málsins áfram. Deildin rannsakar jafnframt ennþá mál tveggja Litháa sem reyndu að smygla amfetamínbasa hingað til lands. Annar þeirra kærði úrskurð Héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds fyrr í vikunni. Hæstiréttur stað- festi úrskurðinn í gær. Þetta er í annað sinn sem sami maður kærir úrskurð um framlengingu gæslu- varðhalds en hann hefur ekki haft erindi sem erfiði. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun, en hinn Lit- háinn, sem tekinn var með amfet- amínbasann í fórum sínum, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. apríl. - jss AMFETAMÍN Lögreglan hefur tekið gríðar- legt magn af amfetamíni það sem af er þessu ári. Fíkniefnin sem fundust á víðavangi utan við borgina: Þrjú kíló í einni pakkningu VINNUMARKAÐUR Grunur leikur á að sjö Litháar, fjórir karlar og þrjár konur, séu ólöglega að störf- um við framkvæmdir á efri hæð- inni í Dugguvogi 10 í Reykjavík. Tveir fulltrúar verkalýðshreyf- ingarinnar stormuðu inn í fram- kvæmdastaðinn í gær, ræddu við fólkið og reyndu að ná í eiganda hússins til að kynna sér hvort allt væri lögum samkvæmt. Ákveðið var að kalla lögreglu og starfsmenn byggingafulltrúa á staðinn en ekki náðist í þá. Búist er við að rannsókn hefjist í dag og svæðinu lokað með innsigli. Björn Einarsson innanhúss- arkitekt stendur fyrir fram- kvæmdunum ásamt félaga sínum í fyrirtækinu B og G en fyrirtækið Efrihlíð á húsnæðið. Björn segir að fjórir til fimm Litháar starfi löglega við framkvæmdirnar. Útlendingaeftirlitinu hafi verið tilkynnt um það. Litháarnir eru að hans sögn frá starfsmannaleigunni Salivir í Lit- háen. Björn segir að Litháarnir fari úr landi síðar í vikunni þegar fólkið sé búið að vera hér í þrjá mánuði. Sjálft sagðist fólkið hafa verið hér frá því í desember, fá 80 þúsund krónur á mánuði og búa á tveimur stöðum í miðborginni. Í Dugguvogi 10 er verið að breyta iðnaðarhúsnæði á efri hæð í skrifstofu, lager og íbúðarhús- næði, en á neðri hæðinni er meðal annars dekkjaverkstæði. Björn segir að ekki sé gert ráð fyrir íbúðum. Samkvæmt upplýsingum hjá byggingafulltrúaembættinu í Reykjavík hafði verið sótt um leyfi til að innrétta íbúð og vinnu- stofu í stað skrifstofuhúsnæðis í norðurhluta og fjölga eignum í suðurhluta. Málinu hefur verið frestað. Halldór Jónasson, fulltrúi hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið að eltast við Björn í nokkurn tíma. Hann sé grunaður um að fá fólk til landsins sem ferðamenn. ASÍ hafi áður komið á framkvæmdastað hjá Birni og einu sinni hafi tveir Litháar og Tékki „látið sig fljúga fjóra metra fram af palli og stung- ið af út í bláinn“ þegar þeir hafi gert sér grein fyrir því að lögregla væri á leiðinni. ghs@frettabladid.is DUGGUVOGUR 10 Verið er að breyta efri hæðinni úr iðnaðarhúsnæði í skrifstofur, lager og íbúðarhúsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA IÐNAÐARHÚSNÆÐI BREYTT Litháar vinna við breytingar innanhúss í Dugguvogi 10 en þar á að vera búið að breyta iðnaðarhúsnæði í skrifstofur og íbúðarhúsnæði um miðjan mars. Talið er að Björn Einarsson innanhússarkitekt hafi fengið þá til starfa án þess að hafa tilskilin leyfi. Björn segir allt lögum samkvæmt.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rassía í Dugguvogi Hópur Litháa er talinn ólöglegur við störf í Dugguvogi. Fulltrúar ASÍ stormuðu á staðinn í gær og reyndu að kalla til lögreglu og fulltrúa byggingareftirlits en gekk ekki. Eigandinn segir allt löglegt við framkvæmdirnar. VIÐ MÁLNINGARVINNU Þrjár konur vinna við breytingarnar í Dugguvogi. Fólkið segist fá 80 þúsund á mánuði og frítt húsnæði. Eigandinn segir að kjör þeirra séu í sam- ræmi við kjarasamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLA Kona á vakt í þjónustu- íbúðum aldraðra á Selfossi kom aldraðri konu til bjargar, eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar laust fyrir miðnætti í fyrradag. Báðar voru fluttar á sjúkrahúsið á Sel- fossi vegna snerts af reykeitrun og dvöldu þar um nóttina en voru útskrifaðar í gær. Um klukkustund tók að slökkva eldinn og reykræsta íbúðina sem er ein af átta þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu var í viðbragðs- töðu en þurfti ekki að fara á vett- vang. Eldsupptök eru ókunn og rannsakar lögregla málið. - gag Þjónustuíbúðir á Selfossi: Aldraðri konu bjargað úr eldi SVEITARSTJÓRNARMÁL Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokks- bundnir í Reykjanesbæ hafa ákveð- ið að bjóða fram sameiginlegan lista fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor. Að óbreyttu stefnir í framboð og átök aðeins tveggja lista, D-lista Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðslistans sem fer fram undir merki A-listans. Kjartan Már Kjartansson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins og Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanes- bæ, fagna sameiginlegu framboði mjög, en báðir hafa þeir ákveðið að víkja fyrir nýju fólki. Fram kom á blaðamannafundi í Reykjanesbæ í gær að uppstilling- arnefnd hefur þegar lagt fram til- lögu um listann, og verður hann borinn undir viðkomandi flokksfé- lög á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn myndar einn meirihluta í Reykjanesbæ á yfirstandandi kjörtímabili með sex bæjarfulltrúa af ellefu. Tals- menn A-listans líta svo á að með sameiginlegu framboði megi mynda breiðfylkingu fólksins gegn ríkjandi meirihluta. „Hér má vænta stórátaka milli A- og D-lista í sveitarstjórnarkosningunum í vor,“ sagði Eysteinn Jónsson tals- maður kosningastjórnar A-listans, á fundinum í gær. Bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar og Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ telja að staða bæj- arsjóðs sé orðin háalvarleg og Reykjanesbær skuldi mest af öllum bæjarfélögum landsins á hvern íbúa. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut nærri 53 prósent atkvæða í Reykjanesbæ í síðustu kosningum en aðrir flokkar um 47 prósent. - jh KJARTAN MÁR KJARTANSSON OG JÓHANN GEIRDAL Tákn A-listans var afhjúpað í gær. Tveggja turna átök blasa við í Reykjanesbæ. Allt bendir til þess að aðeins tveir listar bjóði fram í Reykjanesbæ í vor: Átök A- og D-lista um völdin Grunur um kúariðu Verið er að rannsaka hvort veik kýr í Svíþjóð hafi sýkst af kúariðu, að sögn sænskra heilbrigðisyfirvalda í gær. Bráðabirgða- rannsóknir úr 12 ára gamalli kú frá Vastmanland í miðhluta Svíþjóðar reyndust jákvæðar og hafa verið sendar til frekari rannsóknar. Kúariða hefur ekki fyrr fundist í Svíþjóð. SVÍÞJÓÐ BRUSSEL, AP Samkomulag hefur náðst um þátttöku Sviss í að fjár- magna þróunarverkefni í ríkjun- um tíu sem gengu í Evrópusam- bandið vorið 2004. Á næstu fimm árum mun Sviss leggja um einn milljarð svissneskra franka, and- virði um 50 milljarða króna, í þar til gerðan þróunarsjóð. Sjóður þessi verður hliðstæður Þróunarsjóði EFTA, sem EES- ríkin í EFTA, Ísland, Noregur og Liechtenstein, greiða alls um 90 milljarða króna í á sama tímabili. Nú þegar liggur fyrir að um helmingur fjárins úr svissneska sjóðnum muni renna til verkefna í Póllandi. - aa ESB semur við Svisslendinga: Sviss greiðir í þróunarsjóð SAMNINGAR INNSIGLAÐIR Svissneski utanríkisráðherrann Micheline Calmy-Rey og fulltrúar ESB, Ursula Plassnik og Benita Ferrero-Waldner, skála í Brussel. Verkfall líklegt Fundi í kjaradeilu slökkviliðsmanna lauk í gær án teljandi árangurs. Atkvæðagreiðsla 280 slökkvi- liðsmanna um hvort boðað verður til verkfalls stendur yfir. KJARAMÁL SKIPULAGSMÁL Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur haft samband við þá sem áttu hæstu til- boð í byggingarrétt í Úlfarsárdal. Þeir þurfa nú að ákveða við hvaða tilboð þeir ætla sér að standa. Einn maður átti hæsta tilboð í allar lóðirnar nema eina en þær voru 40 alls. Borgarráð Reykja- víkur samþykkti tillögu borgar- stjóra um að hver einstaklingur fengi aðeins að kaupa eina einbýl- is- eða parhúsalóð. - shá Lóðaútboðið í Úlfarsárdal: Hæstbjóðend- ur fá eina lóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.