Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 13

Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 1. mars 2006 13 UTANRÍKISMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utan- ríkisráðherra í opinberri heim- sókn til Indlands, fundaði með for- seta landsins í fyrradag. Á fundinum voru rædd tvíhliða samskipti ríkjanna á fjölmörgum sviðum, en þó einkum hvað varðar vísindi og tækni. Forsetinn er ánægður með stofnun íslensks sendiráðs í Indlandi og áréttaði vilja sinn til að stofnað verði sendi- ráð Indlands á Íslandi. Ráðherra hitti jafnframt við- skiptaráðherra Indlands í gær og ræddu þau möguleika á vaxandi viðskiptum á milli landanna. - shá Þorgerður í Indlandi: Viðskipti land- anna aukin A.P.J. ABDUL KALAM, FORSETI INDLANDS Þorgerður Katrín fundaði með forsetanum í gær. Hann lýsti mikilli ánægju með opnun sendiráðs Íslands í Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR KJÖTIÐ KVATT Íbúi þýska bæjarins Rott- weil stekkur að fornum sið um götur gamla bæjarins íklæddur hefðbundnum kjötkveðjuhátíðarbúningi, svonefndum „Federahansel“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÖLDRUNARMÁL Mikil reiði kom fram á nýafstöðnum aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni vegna þeirra gríðar- legu tekjutenginga og aukinnar skattbyrði sem lífeyrisþegar Tryggingastofnunar verða fyrir, að því er fram kemur hjá formanni félagsins, Margréti Margeirs- dóttur. Á fundinum voru samþykktar fjölmargar áskoranir. Má þar nefna áskorun til borgarstjórnar um fjölgun þjónustuíbúða, dag- vistarplássa og eflingu heima- þjónustu, svo og hækkun á tekju- viðmiðun vegna afsláttar á fasteignagjöldum. Þá beindi fundurinn þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar að fram fari endurskoðun á lögum um málefni aldraðra og jafnframt að málaflokkurinn verði færður í heild til sveitarfélaga. Þá skora eldri borgarar á stjórnvöld að hækka skattleysismörk, hækka lífeyri frá Tryggingastofnun, tvö- falda ráðstöfunarfé íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum og að gera bindandi samning við Tannlækna- félag Íslands um gjaldskrá fyrir tannlæknaþjónustu. Að síðustu var samþykkt álykt- un til ríkisstjórnar þar sem fund- urinn mótmælir harðlega hve ríki- stjórnin hefur dregið á langinn viðræður við fulltrúa eldri borg- ara um hækkun á lífeyri. - jss MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR Formaður- inn segir mikla reiði hafa komið fram á aðalfundinum. Aðalfundur félags eldri borgara í Reykjavík: Óánægja með tekjutengingu Sálfræðingar semja Samninga- nefndir Reykjavíkurborgar og Sálfræð- ingafélags Íslands hafa undirritað kjara- samning fyrir sálfræðinga hjá borginni. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir sem gerðir hafa verið við aðrar háskólastéttir. Í honum er gert mögulegt að starfsmat á störfum sálfræðinga verði tekið upp á samningstímanum. KJARAMÁL SKÍÐI Snjóleysi aftraði því að hægt væri að opna skíðasvæðið í Blá- fjöllum fyrir almenningi í febrú- armánuði. Bláfjöll voru opin í tólf daga í janúar. Grétar Hallur Þórisson, for- stöðumaður Bláfjalla, segir afar óvenjulegt að ekki sé hægt að opna skíðasvæðið í febrúar. „Ég held ég geti sagt að þetta hafi aldrei gerst áður. Stundum hefur verið nægur snjór en lokað vegna illviðra en nú hefur alveg vantað snjóinn.“ Hann segir að með tilfæringum á snjó hafi verið hægt að halda skíðaæf- ingar í fjóra til fimm daga í febrú- ar en það hafi ekki verið mögulegt síðustu daga. - bþs Skíðasvæðið í Bláfjöllum: Ekkert skíðað í febrúarmánuði BLÁFJÖLL Lyfturnar voru lokaðar almenn- ingi í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Meðallegutími sjúklinga á Landspítalanum er lengri eftir því sem þeir verða eldri. Sem dæmi er meðallegutími þeirra sem fara í gerviliðaaðgerð um 12 dagar hjá sjúklingum sem eru 80 ára eða eldri, tæplega átta dagar ef þeir eru á aldrinum 70-79 ára og um sjö dagar hjá þeim sem eru 60-69 ára. Þetta kemur fram í stjórnunar- upplýsingum LSH fyrir janúar- mánuð. Þar segir einnig að skurð- aðgerðum hafi fjölgað um 7,3 prósent frá sama tíma í fyrra. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans fjölgaði um 4,7 prósent frá sama mánuði í fyrra. - jss Landspítali háskólasjúkrahús: Aldraðir liggja mun lengur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.