Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. mars 2006 13 UTANRÍKISMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utan- ríkisráðherra í opinberri heim- sókn til Indlands, fundaði með for- seta landsins í fyrradag. Á fundinum voru rædd tvíhliða samskipti ríkjanna á fjölmörgum sviðum, en þó einkum hvað varðar vísindi og tækni. Forsetinn er ánægður með stofnun íslensks sendiráðs í Indlandi og áréttaði vilja sinn til að stofnað verði sendi- ráð Indlands á Íslandi. Ráðherra hitti jafnframt við- skiptaráðherra Indlands í gær og ræddu þau möguleika á vaxandi viðskiptum á milli landanna. - shá Þorgerður í Indlandi: Viðskipti land- anna aukin A.P.J. ABDUL KALAM, FORSETI INDLANDS Þorgerður Katrín fundaði með forsetanum í gær. Hann lýsti mikilli ánægju með opnun sendiráðs Íslands í Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR KJÖTIÐ KVATT Íbúi þýska bæjarins Rott- weil stekkur að fornum sið um götur gamla bæjarins íklæddur hefðbundnum kjötkveðjuhátíðarbúningi, svonefndum „Federahansel“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÖLDRUNARMÁL Mikil reiði kom fram á nýafstöðnum aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni vegna þeirra gríðar- legu tekjutenginga og aukinnar skattbyrði sem lífeyrisþegar Tryggingastofnunar verða fyrir, að því er fram kemur hjá formanni félagsins, Margréti Margeirs- dóttur. Á fundinum voru samþykktar fjölmargar áskoranir. Má þar nefna áskorun til borgarstjórnar um fjölgun þjónustuíbúða, dag- vistarplássa og eflingu heima- þjónustu, svo og hækkun á tekju- viðmiðun vegna afsláttar á fasteignagjöldum. Þá beindi fundurinn þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar að fram fari endurskoðun á lögum um málefni aldraðra og jafnframt að málaflokkurinn verði færður í heild til sveitarfélaga. Þá skora eldri borgarar á stjórnvöld að hækka skattleysismörk, hækka lífeyri frá Tryggingastofnun, tvö- falda ráðstöfunarfé íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum og að gera bindandi samning við Tannlækna- félag Íslands um gjaldskrá fyrir tannlæknaþjónustu. Að síðustu var samþykkt álykt- un til ríkisstjórnar þar sem fund- urinn mótmælir harðlega hve ríki- stjórnin hefur dregið á langinn viðræður við fulltrúa eldri borg- ara um hækkun á lífeyri. - jss MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR Formaður- inn segir mikla reiði hafa komið fram á aðalfundinum. Aðalfundur félags eldri borgara í Reykjavík: Óánægja með tekjutengingu Sálfræðingar semja Samninga- nefndir Reykjavíkurborgar og Sálfræð- ingafélags Íslands hafa undirritað kjara- samning fyrir sálfræðinga hjá borginni. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir sem gerðir hafa verið við aðrar háskólastéttir. Í honum er gert mögulegt að starfsmat á störfum sálfræðinga verði tekið upp á samningstímanum. KJARAMÁL SKÍÐI Snjóleysi aftraði því að hægt væri að opna skíðasvæðið í Blá- fjöllum fyrir almenningi í febrú- armánuði. Bláfjöll voru opin í tólf daga í janúar. Grétar Hallur Þórisson, for- stöðumaður Bláfjalla, segir afar óvenjulegt að ekki sé hægt að opna skíðasvæðið í febrúar. „Ég held ég geti sagt að þetta hafi aldrei gerst áður. Stundum hefur verið nægur snjór en lokað vegna illviðra en nú hefur alveg vantað snjóinn.“ Hann segir að með tilfæringum á snjó hafi verið hægt að halda skíðaæf- ingar í fjóra til fimm daga í febrú- ar en það hafi ekki verið mögulegt síðustu daga. - bþs Skíðasvæðið í Bláfjöllum: Ekkert skíðað í febrúarmánuði BLÁFJÖLL Lyfturnar voru lokaðar almenn- ingi í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Meðallegutími sjúklinga á Landspítalanum er lengri eftir því sem þeir verða eldri. Sem dæmi er meðallegutími þeirra sem fara í gerviliðaaðgerð um 12 dagar hjá sjúklingum sem eru 80 ára eða eldri, tæplega átta dagar ef þeir eru á aldrinum 70-79 ára og um sjö dagar hjá þeim sem eru 60-69 ára. Þetta kemur fram í stjórnunar- upplýsingum LSH fyrir janúar- mánuð. Þar segir einnig að skurð- aðgerðum hafi fjölgað um 7,3 prósent frá sama tíma í fyrra. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans fjölgaði um 4,7 prósent frá sama mánuði í fyrra. - jss Landspítali háskólasjúkrahús: Aldraðir liggja mun lengur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.