Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 23

Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 1. mars 2006 Allir Passat-bílar með dráttar- beisli frá verksmiðju hafa nú ESP-stöðugleikastýringu vegna aftanívagns sem staðalbúnað. Meðal nýjunga í staðalbúnaði á nýjum Volkswagen-Passat er bættur öryggisbúnaður fyrir dráttarbeisli. Búnaðurinn felst í svokallaðri ESP-stöguleikastýr- ingu. ESP-kerfið skynjar yfirvof- andi sveiflur á aftanívagni og bregst við með aðstoð markvissr- ar hemlunar til þess að koma í veg fyrir sveiflurnar. Ef hættuástand kemur upp hægir ESP-kerfið ferð bílsins með því að hemla með öllum hjólum dráttarbílsins og með að draga úr snúningsátaki vélarinnar þar til stjórn hefur náðst á skjálftanum. Volkswagen Passat er fáanleg- ur framhjóladrifinn eða með 4MOTION-aldrifi og Haldex- kúplingu. Hægt er að fá 4MOT- ION-útgáfuna í þremur mismun- andi gerðum, frá 150 hestöflum og upp í 3,2 lítra V6 vél sem skilar hátt í 250 hestöflum. ■ Aukið öryggi í dráttarbeislum Aukinn öryggisbúnaður fylgir nýjum Volks- wagen Passat vegna aftanívagns. Í Ameríku náðist sá merki áfangi árið 2005 að loftpúðar urðu ekki valdir að dauða neins fullorðins einstakl- ings. Þetta kann að virðast undarlegt við fyrstu sýn en þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að áverkar af völdum loftpúða urðu 53 að ald- urtila árið 1997. Af þessum 53 var 31 barn en í fyrra dóu „aðeins“ tvö börn af áverkum af völdum loftpúða. Loftpúðar blásast upp á sekúndu- broti ef bíll verður fyrir miklu höggi. Í raun má líkja því við að fá risastóra og mjúka byssukúlu í andlitið. Lækkandi dánartíðni er rakin fyrst og fremst til bættrar hönnunar loftpúða en einnig til þess að bílbeltanotkun hefur aukist á undanförnum árum. Bandarísk yfirvöld áætla að loftpúðar bjargi um 20.000 lífum á ári. loftpúðar } Öruggari loftpúðar AUKIN SÆTISBELTANOTKUN TALIN HLUTI ÁSTÆÐUNNAR. Alþjóðlega bílasýningin í Genf hefst á morgun. Þar verða ýmsar skemmtilegar nýjungar í hönnun bíla kynntar. Bílaframleiðendur og aðrir sem tengjast hinum risavaxna bílaiðn- aði keppast við að koma öllum sínum trompum á framfæri á sýn- ingunni. Mikið er um nýjungar og á sýningunni gefur að líta mikið af tækninýjungum framtíðarinnar, allt frá raddstýrðu hljóðkerfi til nýrra bremsuljósa. Bílaframleiðandinn Fiat er eitt af fyrirtækjunum sem ætlar að kynna tækninýjung. Fiat-bílar munu í framtíðinni verða net- tengdir og ef einhver vandamál koma upp verður hægt að senda fyrirspurn úr bílnum til verk- smiðju þeirra og þeir senda aftur greiningu á vandamálinu um hæl. Fiat ætlar líka að kynna kerfi sem gerir fólki kleift að tengja tónlist- arspilara, til dæmis iPod, og stjórna þeim með einföldum radd- skipunum. Bílaframleiðendur munu einnig kynna ýmsar nýjungar varðandi kröfur nútímans um minni bensín- eyðslu og mengun véla. Mazda mun sem dæmi kynna þróunar- vinnu sína á nýrri tvinnvél sem meðal annars byggir á notkun vetnis. Bandarískir bílaframleiðendur verða einnig áberandi á sýning- unni. Bandarískir bílaframleið- endur hafa nefnilega ekki riðið feitum hesti á eigin heimavelli en hafa verið að ná aukinni markaðs- hlutdeild í Evrópu. Þeir líta því hýru auga til Evrópu og munu á hátíðinni kynna mikið af nýjung- um fyrir Evrópumarkað. Eins og áður segir hefst sýning- in á morgun og stendur hún fram til 12. mars. Nánar verður fjallað um sýninguna hér á bílasíðum Fréttablaðsins á næstu vikum. Bílasýningin í Genf að hefjast Frá einni frumsýningu fyrir bílasýninguna í Genf þar sem nýr Saab Aero X sportbíll var frumsýndur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þó sýningin í Genf hefjist ekki fyrr en á morgun hafa alls kyns forkynningar og blaða- mannafundir verið alla vikuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.