Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 1. mars 2006 Allir Passat-bílar með dráttar- beisli frá verksmiðju hafa nú ESP-stöðugleikastýringu vegna aftanívagns sem staðalbúnað. Meðal nýjunga í staðalbúnaði á nýjum Volkswagen-Passat er bættur öryggisbúnaður fyrir dráttarbeisli. Búnaðurinn felst í svokallaðri ESP-stöguleikastýr- ingu. ESP-kerfið skynjar yfirvof- andi sveiflur á aftanívagni og bregst við með aðstoð markvissr- ar hemlunar til þess að koma í veg fyrir sveiflurnar. Ef hættuástand kemur upp hægir ESP-kerfið ferð bílsins með því að hemla með öllum hjólum dráttarbílsins og með að draga úr snúningsátaki vélarinnar þar til stjórn hefur náðst á skjálftanum. Volkswagen Passat er fáanleg- ur framhjóladrifinn eða með 4MOTION-aldrifi og Haldex- kúplingu. Hægt er að fá 4MOT- ION-útgáfuna í þremur mismun- andi gerðum, frá 150 hestöflum og upp í 3,2 lítra V6 vél sem skilar hátt í 250 hestöflum. ■ Aukið öryggi í dráttarbeislum Aukinn öryggisbúnaður fylgir nýjum Volks- wagen Passat vegna aftanívagns. Í Ameríku náðist sá merki áfangi árið 2005 að loftpúðar urðu ekki valdir að dauða neins fullorðins einstakl- ings. Þetta kann að virðast undarlegt við fyrstu sýn en þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að áverkar af völdum loftpúða urðu 53 að ald- urtila árið 1997. Af þessum 53 var 31 barn en í fyrra dóu „aðeins“ tvö börn af áverkum af völdum loftpúða. Loftpúðar blásast upp á sekúndu- broti ef bíll verður fyrir miklu höggi. Í raun má líkja því við að fá risastóra og mjúka byssukúlu í andlitið. Lækkandi dánartíðni er rakin fyrst og fremst til bættrar hönnunar loftpúða en einnig til þess að bílbeltanotkun hefur aukist á undanförnum árum. Bandarísk yfirvöld áætla að loftpúðar bjargi um 20.000 lífum á ári. loftpúðar } Öruggari loftpúðar AUKIN SÆTISBELTANOTKUN TALIN HLUTI ÁSTÆÐUNNAR. Alþjóðlega bílasýningin í Genf hefst á morgun. Þar verða ýmsar skemmtilegar nýjungar í hönnun bíla kynntar. Bílaframleiðendur og aðrir sem tengjast hinum risavaxna bílaiðn- aði keppast við að koma öllum sínum trompum á framfæri á sýn- ingunni. Mikið er um nýjungar og á sýningunni gefur að líta mikið af tækninýjungum framtíðarinnar, allt frá raddstýrðu hljóðkerfi til nýrra bremsuljósa. Bílaframleiðandinn Fiat er eitt af fyrirtækjunum sem ætlar að kynna tækninýjung. Fiat-bílar munu í framtíðinni verða net- tengdir og ef einhver vandamál koma upp verður hægt að senda fyrirspurn úr bílnum til verk- smiðju þeirra og þeir senda aftur greiningu á vandamálinu um hæl. Fiat ætlar líka að kynna kerfi sem gerir fólki kleift að tengja tónlist- arspilara, til dæmis iPod, og stjórna þeim með einföldum radd- skipunum. Bílaframleiðendur munu einnig kynna ýmsar nýjungar varðandi kröfur nútímans um minni bensín- eyðslu og mengun véla. Mazda mun sem dæmi kynna þróunar- vinnu sína á nýrri tvinnvél sem meðal annars byggir á notkun vetnis. Bandarískir bílaframleiðendur verða einnig áberandi á sýning- unni. Bandarískir bílaframleið- endur hafa nefnilega ekki riðið feitum hesti á eigin heimavelli en hafa verið að ná aukinni markaðs- hlutdeild í Evrópu. Þeir líta því hýru auga til Evrópu og munu á hátíðinni kynna mikið af nýjung- um fyrir Evrópumarkað. Eins og áður segir hefst sýning- in á morgun og stendur hún fram til 12. mars. Nánar verður fjallað um sýninguna hér á bílasíðum Fréttablaðsins á næstu vikum. Bílasýningin í Genf að hefjast Frá einni frumsýningu fyrir bílasýninguna í Genf þar sem nýr Saab Aero X sportbíll var frumsýndur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þó sýningin í Genf hefjist ekki fyrr en á morgun hafa alls kyns forkynningar og blaða- mannafundir verið alla vikuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.