Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 8
8 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR
Heppnir fá miðatil Evrópu fyrir tvo
10
Það fær enginn að vita hverju þú svarar ef þú tekur þátt í
Launakönnun VR og Fyrirtæki ársins. Niðurstöðurnar eru
hinsvegar öflugt vopn sem mun gagnast öllum félögum VR
í baráttu þeirra fyrir betri kjörum og lífsgæðum.
Þín þátttaka skiptir miklu máli.
LAUNAKÖNNUN VR og FYRIRTÆKI ÁRSINS
Skilafresturinn hefur verið framlengdur til 14. mars.
HEILBRIGÐISMÁL „Reynsla ung-
lækna er mjög takmörkuð og
heimssýn þeirra mjög þröng,“
segir Jóhannes M. Gunnarsson,
lækningaforstjóri á Landspítala -
háskólasjúkrahúsi, um fram-
komna gagnrýni formanns Félags
ungra lækna.
Í Fréttablaðinu í gær gagn-
rýndi formaðurinn, Bjarni Þór
Eyvindsson, að unglæknar ættu
ekki fulltrúa í notendahópum sem
eru að vinna tillögur að fyrir-
komulagi og skipulagi deilda á
nýju hátæknisjúkrahúsi LSH.
„Í notendahópunum er verið að
leita eftir reynslu,“ segir Jóhannes.
„Það er verið að sækja viðhorf og
hugmyndir, sem menn hafa kynnst
úti um heiminn. Síðan er um að
ræða langtímaverkefni. Unglækn-
ar eru í tiltölulega stuttan tíma
hér, tvö til þrjú ár eða svo.“
Jóhannes segir enn fremur að
þeir sem eiga sæti í notendahóp-
unum leiti út fyrir eigin raðir. Því
megi gera ráð fyrir því að kallað
verði eftir sjónarmiðum unglækna
á ýmsum sviðum, ekki síst þar
sem fjallað sé um aðstöðu starfs-
fólks.
„Ég get alveg fallist á,“ bætir
hann við, „að í hópnum sem fjallar
um þann þátt hefðu þeir átt prýði-
lega heima.“
- jss
JÓHANNES M. GUNNARSSON Lækningafor-
stjóri LSH segir að örugglega verði leitað til
unglækna.
Framkvæmdastjóri lækninga á LSH um gagnrýni á skipun í notendahópa:
Heimssýn unglækna þröng
VEISTU SVARIÐ?
1 Hver er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur?
2 Hvaða ár var Olof Palme myrtur í Stokkhólmi?
3 Hvað heitir yngri sonur Johns Lennon?
SVÖR Á BLS. 54
MENNTAMÁL „Mér líst vel á hug-
myndir Kristínar vegna þess að
Háskólinn hefur alla burði til þess
að verða meðal þeirra allra
fremstu og er það nú þegar að
nokkru leyti,“ segir Oddný G.
Sverrisdóttir, deildarforseti Hug-
vísindadeildar Háskóla Íslands.
Hún tekur sem dæmi að kennsla
Miðaldasögu innan Hugvísinda-
deildar sé að sínu mati númer eitt
eða tvö á Norðurlöndum og skól-
inn sé að öllu jöfnu mjög framar-
lega í heiminum. „Við erum mjög
sterk á mörgum sviðum og jafnvel
á heimsmælikvarða í þeim
nokkrum þannig að stökkið til að
komast í hóp fremstu háskólanna
er ekki jafn mikið og margur held-
ur. Þetta er hins vegar alltaf spurn-
ingin um að fá meira fé og að
minnka eða eyða þeim mun sem er
milli deilda hvað fjárframlag
varðar.“
Oddný bendir á að Hugvísinda-
deild fái sem nemur 396 þúsund
krónum á hvert nemandaígildi
samkvæmt sérstöku reiknilíkani
meðan ígildi nemanda við Kenn-
araháskóla Íslands sé vel yfir 600
þúsund krónur.
Hún segir kennara innan Hug-
vísindadeildar ekki formlega hafa
tekið afstöðu hvað skólagjöld
varðar en hún sé persónulega á
móti. „Hins vegar sjá allir að eitt-
hvað þarf til að koma til að halda
áfram því góða starfi sem hér er
unnið um allan skólann.“
Sigfús Þór Elíasson, deildarfor-
seti Tannlæknadeildar Háskólans,
tekur undir með Oddnýju að skól-
inn eigi alla möguleika á að ná í
fremstu röð. „Það veltur eðlilega á
peningum eins og allt annað en
það er ekki óraunsætt markmið
hjá rektor. Þetta er búið að skoða
fram og til baka og sýnt hefur
verið fram á að Háskólinn fær
minna fé en aðrir háskólar. Einnig
er þetta spurningin um hvort skól-
inn eigi að taka við öllum nemend-
um sem um sækja.“
Sigfús segir deild sína ekki
hafa rætt upptöku skólagjalda en
fundur um það standi fyrir dyrum.
„Persónulega finnst mér það ekki
útilokað í framhaldsnámi í ákveðn-
um fögum, sérstaklega í samvinnu
við atvinnulífið. Í heildina séð er
ég á móti skólagjöldum í ríkisskól-
um en finnst rétt að hafa þau í
huga í sérstökum tilfellum en þá
eingöngu í ákveðnum fögum þar
sem markaðurinn leyfir.“
albert@frettabladid.is
FRAMARLEGA Í FLOKKI Að mati tveggja deildarforseta innan Háskóla Íslands á skólinn ekki
langt í land með að komast í hóp þeirra hundrað bestu eins og Kristín Ingólfsdóttir rektor
sér fyrir sér.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Vel raunhæft
markmið
Hugmyndir Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla
Íslands, um að koma skólanum í hóp þeirra hund-
rað bestu í heiminum eru ekki fráleitar að mati
tveggja deildarforseta.
LOFTMENGUN „Vart er hægt að segja
að fólk verði fyrir heilsutjóni en
þetta veldur verulegum óþægind-
um hjá fjölda fólks,“ segir Davíð
Gíslason ofnæmislæknir.
Svifryk mældist hátt yfir heilsu-
verndarmörkum í blíðunni suð-
vestanlands í gær, annan daginn í
röð, en slík mengun getur verið
afar slæm fyrir alla þá sem eru
með viðkvæm öndunarfæri og er
mælst til að það fólk haldi sig fjarri
fjölförnum götum meðan slíkt
gengur yfir.
Svifryk er samheiti yfir örsmá-
ar loftagnir sem sökum smæðar
sinnar eiga greiða leið ofan í kok og
lungu þar sem þau geta safnast
fyrir. Davíð segir litla ástæðu fyrir
fólk að hafa áhyggjur af varanleg-
um skaða vegna þessa jafnvel þó
svifryk mælist yfir mörkum marga
daga í röð. „Fyrst og fremst er þetta
afar ertandi, sérstaklega gagnvart
þeim sem eru viðkvæmir fyrir.
Asmasjúklingar finna vel fyrir
slíku og margir aðrir verða fyrir
óþægindum í nefi og efri hluta önd-
unarvegarins. Þessu geta fylgt nef-
stíflur og slík óþægindi meðan á
þessu gengur en flestir jafna sig
aftur á nokkrum dögum.“ - aöe
Mengun í höfuðborginni:
Svifryk mælist yfir
hættumörkumDANMÖRK Útgáfa fríblaðs eins og
Fréttablaðsins í Danmörku myndi
hafa mest áhrif á rekstur lausa-
sölublaðanna þar í landi. Þetta er
haft eftir Piet Bakker, hollenskum
fjölmiðlafræðingi, í danska við-
skiptablaðinu Børsen.
Børsen fjallaði um hugsanlega
útgáfu Dagsbrúnar á dönsku frí-
blaði í heilsíðugrein í gær. Kemur
þar fram að Fréttablaðið sé fyrsta
blað sinnar tegundar í Vestur-Evr-
ópu en álíka blöð komi út í Banda-
ríkjunum og A-Evrópu.
Fullyrt er í grein Børsen að
auglýsingatekjur fríblaðsins muni
ekki duga fyrir dreifingar-
kostnaðinum. - ks
Fríblað Dagsbrúnar:
Efasemdir í
Danmörku
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja-
vík er engu nær um hver rændi
peningum á aðalskrifstofu Happ-
drættis Háskóla Íslands við Tjarn-
argötu þann 30. janúar síðastlið-
inn. Að sögn lögreglu hafa
vísbendingar í málinu ekki leitt til
neins.
Skömmu eftir ránið handtók
lögreglan mann en honum var
sleppt fljótlega þar sem ljóst þótti
að hann ætti enga aðild að málinu.
Ekki hafa aðrir verið handteknir
vegna málsins en ræninginn komst
undan með fjármuni eftir að hafa
hótað starfsmönnum með byssu.
Engum varð meint af.
- aöe
Ránið í Happdrætti HÍ:
Enginn liggur
undir grun
UNGVERJALAND, AP Vladimír Pútín
Rússlandsforseti gekkst í opin-
berri heimsókn til Ungverjalands
á þriðjudag við siðferðilegri
ábyrgð stjórnvalda í Moskvu á
hinni harkalegu niðurbælingu sov-
éska hersins á uppreisninni í Ung-
verjalandi árið 1956.
Pútín ræddi við Laszlo Solyom,
forseta Ungverjalands, forsætis-
ráðherrann Ferenc Gyurczany og
fleiri ráðamenn í þinghúsinu
Búdapest. Þar fór líka fram hátíð-
leg afhending fornra bóka sem
Sovétherinn tók herfangi í Ung-
verjalandi í lok síðari heimsstyrj-
aldar. Ungversk stjórnvöld höfðu
lengi krafist þess að Rússar skil-
uðu hinum dýrmæta feng.
- aa
Pútín í Ungverjalandi:
Rússar skila fornritum