Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 13
FIMMTUDAGUR 2. mars 2006 13
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
31
42
3
01
/2
00
6
Toyota
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyotasalurinn
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 421-4888
Toyotasalurinn
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Einstaklega veglegur
Meiri Corolla – sama verð
Nú færðu í takmarkaðan tíma meiri Corolla fyrir sama verð.
Veglegur aukahlutapakki gerir aksturinn enn ánægjulegri: álfelgur,
vindskeið og skyggðar rúður fylgja öllum Corolla bifreiðum.
Corolla er einn vinsælasti bíll síðustu tveggja áratuga. Aksturseiginleikar,
öryggi, sparneytni og lág bilanatíðni hafa skipað honum sérstakan sess í
hugum Íslendinga.
Á endanum velur þú Corolla.
150 þúsund króna aukahlutapakki
fylgir öllum Corolla bifreiðum: álfelgur, vindskeið
og skyggðar rúður.
Verð frá 1.685.000 kr.
KULDI Í KÍNA Heimilislaus Pekingbúi
hjúfrar sig saman á götu í Peking í gær,
er hitastigið féll niður fyrir frostmark.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNTAMÁL Fyrsti fundur í verk-
efnastjórn menntamálaráðuneyt-
isins og kennaraforystunnar hefur
ekki farið fram. Kennaraforystan
vill því ekki tjá sig frekar um
óánægju kennara með forystu sína
eftir að hún undirritaði tíu skrefa
samkomulag við menntamálaráðu-
neytið um heildstætt endurmat á
námi.
Elna Katrín Jónsdóttir, vara-
formaður Kennarasambandsins,
ritar á vef þess að fjölmennur
fundur kennara á laugardaginn
endurspegli miklar áhyggjur
þeirra af áformum stjórnvalda
um að stytta námstíma til stúd-
entsprófs um eitt ár.
„Ég lít svo á að ágreiningur sá
sem veldur gagnrýni á forystu
kennara þessa dagana snúist um
leiðir og aðferðir en ekki um það
að forystan og félagsmennirnir
standi ekki saman um markaða
stefnu bæði Félags framhalds-
skólakennara og Kennarasam-
bands Íslands,“ er haft eftir Elnu
á vefnum: „Ég vil ekki að óreyndu
ætla að menntamálaráðherra sé
ekki alvara með efnisatriðum
samkomulagsins meðal annars
um að ganga til viðræðna um
verkefni sem stefna að sveigjan-
legra skólakerfi á grundvelli
heildarendurskoðunar á námi og
breyttrar námsskipunar skóla-
stiganna eins og segir orðrétt í
samkomulaginu“. - gag
Varaformaður Kennarasambandsins segir forystuna og félagsmenn samstiga:
Treystir á samning ráðherra
ELNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR Ágreiningurinn
snýst um leiðir og aðferðir.
UTANRÍKISMÁL Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, staðgengill utan-
ríkisráðherra í opinberri heim-
sókn til Indlands, hélt fund með
Manmohan Singh, forsætisráð-
herra Indlands í fyrradag.
Þar ræddu ráðherrarnir tví-
hliða samskipti landanna, opnun
sendráðs Íslands á Indlandi, og
hugsanlegt indverskt sendiráð á
Íslandi. Þá ræddu ráðherrarnir
stöðu efnahagsmála á Indlandi, en
Singh, sem er fyrrverandi fjár-
málaráðherra, er jafnan talinn
vera höfundur þeirra umbóta sem
urðu kveikjan að efnahagsupp-
sveiflu Indlands.
- shá
Þorgerður á Indlandi:
Hitti Singh for-
sætisráðherra
ÍRAK, AP Þrjár sprengjur sprungu í
Bagdad í gærmorgun, með þeim
afleiðingum að 17 manns dóu og
48 særðust. Minnst 68 manns létu
lífið í fjölda sprengjuárása bæði á
moskur súnní-araba og sjía-mús-
lima víða um Bagdad á þriðjudag,
og á annað hundrað særðust.
Yfirvöld sögðu árásirnar vera
hluta af óeirðum sem hófust á mið-
vikudag í síðustu viku þegar
Gullna moskan í Samarra var
sprengd. Að sögn yfirvalda hafa
nú yfir 400 manns látið lífið í
óeirðunum sem óttast er að marki
upphafið að borgarastyrjöld.
Jafnframt voru tveir breskir
hermenn, og einn bandarískur,
drepnir í sprengjuárásum á ólík-
um stöðum í Írak.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti segir að Írakar verði nú að
velja á milli „glundroða eða ein-
ingar“. ■
Óeirðirnar í Írak:
Mannskæðar
sprengingar
SKRIÐDREKI OG MOSKA Íraskir hermenn í
skriðdreka aka fram hjá súnní-moskunni
al-Nidda í Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Tíundi hver Svíi verður
fyrir alvarlegu áreiti einhvern
tíman á lífsleiðinni, samkvæmt
rannsókn sænskrar stofnunar sem
blaðið Dagens Nyheter greinir
frá.
Áreitið er með ýmsu móti en
oftast er um ítrekaðar símhring-
ingar að ræða, bréf eða sms skila-
boð. Ofbeldi og hótanir um ofbeldi
eru algeng í þessu sambandi. Í
flestum tilfellum verða konur
fyrir áreiti af þessum toga og yfir-
leitt þekkja þær þann sem áreitir
þær. Rannsóknin leiðir jafnframt í
ljós að því betur sem konurnar
þekkja þann sem áreitið stundar,
þeim mun grófara er áreitið.
Sjaldgæft er að áreiti sem þetta
sé kært til lögreglu. ■
Sænsk rannsókn:
Tíundi hver
Svíi áreittur
Hraðakstur í Hafnarfirði Lög-
regla í Hafnarfirði hafði afskipti af 24
ökumönnum sem stigu full harkalega
á bensíngjöfina á leið um bæinn í
fyrrakvöld.
Sviptingar í Kópavogi Hraðakstur
var einnig vandamál í Kópavogi. Þar
voru tveir ökumenn sviptir ökuskírteini
sínu eftir að hafa verið mældir á nánast
tvöföldum leyfilegum hraða á götum
bæjarins.
LÖGREGLUFRÉTTIR