Fréttablaðið - 02.03.2006, Qupperneq 24
2. mars 2006 FIMMTUDAGUR24
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 6.517 -1,13% Fjöldi viðskipta: 542
Velta: 4.506 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 56,10 -1,41% ... Alfesca
4,10 -3,07%... Atorka 6,15 +0,82% ... Bakkavör 53,70 -0,56% ...
Dagsbrún 6,72 +0,75% ... FL Group 26,60 -0,75% ... Flaga 3,85
+0,52% ... Íslandsbanki 20,40 -2,39% ... KB banki 937 -0,85% ...
Kögun 66,50 -0,3% ... Landsbankinn 28,50 -1,38% ... Marel 68,80
+0,00% ... Mosaic Fashions 17,30 -0,58% ... Straumur-Burðarás
19,30 -1,03% ... Össur 115,00 -0,43%
MESTA HÆKKUN
Vinnslustöðin +5,00%
Hampiðjan +3,15%
Atorka +0,82%
MESTA LÆKKUN
Alfesca -3,07%
Íslandsbanki -2,39%
Actavis -1,41%
Ný
tt!
+ Staðgreiðsluverð
+ Lægri vextir
+ Lægri kostnaður
+ Til allt að 36 mánaða
+ Framlengdur ábyrgðartími
+ Flutningstrygging
+ Vildarpunktar
VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu-
dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu.
– HAGSTÆÐAR AFBORGANIR
Spurðu um ENNE
M
M
/
S
ÍA
Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000
Dagsbrún ætlar að gefa út fríblað
í Danmörku, með Fréttablaðið
sem fyrirmynd, hvort sem keypt
verður í norsku fjölmiðlasam-
steypunni Orkla Media eða ekki.
Samkvæmt heimildum blaðsins er
stefnt að útgáfu seinnipart sumars
eða í haust.
Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar-
formaður Dagsbrúnar, segir unnið
að nánari útfærslu viðskiptahug-
myndarinnar þar sem útgáfa
Fréttablaðsins er yfirfærð á
danskan markað. „Allt er þetta
samt á vinnslustigi. Svo vill til að
til sölu er stærsti útgefandi hér-
aðs- og fréttablaða í Danmörku,
Berlinske Tidende, og það er auð-
vitað áhugaverður kostur. Hins
vegar hefur ekki verið tekin
ákvörðun um annað að sinni en að
fylgjast með því ferli.“ Þórdís
segir ekki liggja fyrir tölur um
áætlaðan kostnað við útgáfuna, en
telur að fyrst Fréttablaðið beri sig
hér þá eigi hugmyndin fullt erindi
til Danmerkur. Hún segir blaðið
munu mótast af dönsku samfélagi
og verða mannað Dönum. „En við
vonumst til að geta innleitt þann
kúltúr sem við teljum hluta af
þeim árangri sem Fréttablaðið
hefur náð hér heima.“
Í viðtali við Dagness Nærings-
liv í Noregi sagðist Gunnar Smári
Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar,
ekki telja að fjármögnun upp á 8
milljarða norskra króna væri
vandamál fyrir félagið, enda væru
að baki því sterkir aðilar. - óká
Staðfæra á Fréttablaðið í Danmörku síðsumars eða í haust:
Kaupin á Orkla ekki lykilatriði
ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Þórdís er stjórn-
arformaður Dagsbrúnar. Hún segir enn
unnið að undirbúningi og útreikningum
varðandi útgáfu fríblaðs í Danmörku.
Hagnaður Símans jókst um 30 pró-
sent milli áranna 2004 og 2005.
Hagnaður ársins 2005 var 4.032
milljónir króna en 3.090 milljónir
króna árið 2004. Rekstrartekjur
jukust um tæp 8 prósent á árinu,
voru 20.419 milljónir króna árið
2004 en 22.041 milljónir króna nú.
Mikil umbrot voru í rekstri Sím-
ans í fyrra. Íslenska ríkið seldi
eignarhlut sinn í Símanum til
Skipta ehf. og Skipti ehf., Íslenska
sjónvarpsfélagið hf. og Landssími
Íslands hf. voru sameinuð undir
nafni Símans hf. Samruninn miðast
við 30. júní 2005. Við samrunann
var hlutaféð hækkað úr 7.036 millj-
ónum króna í 30.930 milljónir.
Heildareignir Símans námu
83.255 milljónum króna og eigið fé
32.801 milljónum og er eiginfjár-
hlutfallið því 30 prósent. Arður að
fjárhæð 6.333 milljónir var greidd-
ur í apríl síðastliðnum og hefur
verið færður til lækkunar á eigin
fé félagsins. Arðsemi eigin fjár
lækkaði á milli ára, úr 21,1 pró-
senti í 19,6 prósent. - hhs
Fjögurra milljarða
króna hagnaður
HÖFUÐSTÖÐVARNAR VIÐ ÁRMÚLA Hagn-
aður Símans jókst um 30 prósent milli ára.
Velta Strax-samstæðunnar, sem
framleiðir aukabúnað fyrir farsíma,
verður um 250 milljónir bandaríkja-
dala á þessu ári, sem samsvarar
tæpum sextán milljörðum króna,
eftir að félagið keypti þýska dreifing-
araðilann more International. Velta
samstæðunnar meira en tvöfaldað-
ist við yfirtökuna.
Kjartan Örn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri sölumála hjá Strax,
segir að félagið sé þar með orðið
einn af stærstu dreifingaraðilum á
aukavöruhlutum í farsíma í Evrópu.
Strax hefur náð sterkri mark-
aðsstöðu í Bretlandi og Danmörku.
Stærstu viðskiptavinirnir eru annars
vegar farsímafyrirtæki, meðal annars
TDC í Danmörku og breska farsíma-
félagið O2, og hins vegar verslunar-
keðjur, internetkeðjur og heildsalar
úti um gjörvallan heim.
Fyrir samrunann rak Strax skrif-
stofur í London, Hong Kong og
Miami, þar sem höfuðstöðvarnar
eru, en more International rekur átta
skrifstofur. Á árinu ætlar fyrirtækið að
opna söluskrifstofu í Dubai og unnið
er að opnun skrifstofu á Íslandi.
Stærsti hluthafinn í Strax er
Landsbankinn. - eþa
Strax kaupir more
Í DUBAI Strax stefnir að því að opna
skrifstofu í Dubai á þessu ári og síðar
á Íslandi. Á myndinni má sjá nýtísku-
byggingu gnæfa yfir moskunni Zabil í
janúarbyrjun. NORDICPHOTOS/AFP
Straumur-Burðarás hefur eignast
5,5 prósenta hlut í norska net-
leikjaframleiðandanum Funcom.
Verðmæti hlutarins er í kringum
750 milljónir króna.
Funcom er hástökkvarinn á
norska hlutabréfamarkaðnum í
ár en gengi félagsins hefur hækk-
að um 110 prósent frá áramótum.
Þekktustu netleikirnir kallast
Anarchy online og The Longest
Journey.
Funcom gaf út nýtt hlutafé á
dögunum fyrir tæpa 1,3 milljarða
króna sem gekk að mestu leyti til
stærri fjárfesta. Félagið ætlar að
nota fjármunina til að styrkja
þróunarstarf sitt en jafnframt að
leita að tækifærum til að taka yfir
önnur fyrirtæki. - eþa
Kaupa hástökkvara
Hagar hasla sér völl í sér-
vöruverslun á nýjan leik
með kaupum á fimm
verslunum í Kringlunni.
Pálmi Haraldsson í Fons
hafði frumkvæði að því
að kaupa Shell.
Hagar hafa selt rekstur Skeljungs
til Pálma Haraldssonar og Jóhann-
esar Kristinssonar í Fons. Félagið
hefur um leið keypt fimm tísku-
vöruverslanir í Kringlunni af Sig-
urði Bollasyni og Nönnu Björk
Ásmundsdóttur.
Umræddar verslanir eru sér-
leyfisverslanir sem eru reknar
undir merkjum bresku verslana-
keðjanna Karen Millen, Ware-
house, All Saints, Shoe Studio
Group og Whistles, en Baugur
Group, stærsti hluthafi Haga, á
hlutdeild í þeim öllum.
Finnur Árnason, forstjóri Haga,
segir að salan á Skeljungi hafi
gengið hratt fyrir sig og þar á bæ
séu menn kátir með niðurstöðuna.
„Við höfðum hug á því að selja
hluta af Skeljungi frá okkur en
þessi frágangur hafði skamman
aðdraganda.“
Hagar verða eftir söluna fyrst
og fremst smásölufyrirtæki og
áherslur fyrirtækisins verða skýr-
ari að sögn Finns. Hann er ekki til-
búinn að gefa upp söluverðið en
segir þó að verslunarrekstur
Skeljungs hafi styrkst eftir að
Hagar tóku hann yfir og aukið
verðmæti félagsins.
Aðspurður um þau kaup sem
Hagar réðust í í Kringlunni segir
Finnur að félagið hafi haft hug að
stækka við sig á sérvörumarkaði
og kaupin séu liður í þeirri stefnu.
Þessar verslanir opnuðu allar í
Kringlunni á síðasta ári nema
Karen Millen sem hefur verið
starfrækt í nokkur ár og var áður
undir merkjum NTC-verslunar-
keðjunnar.
„Ég seldi Skeljung á sínum tíma
til að fjármagna mín kaup í Ice-
land sem reyndist vera mjög
happadrjúg fjárfesting og átti svo
frumkvæði að því við Haga að
kaupa Skeljung til baka. Við fórum
í samningaviðræður og niðurstað-
an er þessi,“ segir Pálmi Haralds-
son í Fons. Gunnar Karl Gunnars-
son verður áfram forstjóri
Skeljungs að sögn Pálma.
Olíufélagið Esso var á dögunum
selt til fjárfesta en talið er að kaup-
verðið hafi legið á bilinu 17-18
milljarðar króna. Skeljungur var
tekinn af markaði af Steinhólum
sumarið 2003 og nam markaðs-
virði hans þá um tólf milljörðum
króna.
eggert@frettabladid.is
HAGAR SELJA SKELJUNG EN KAUPA VERSLANIR Í KRINGLUNNI Fimm tískuverslunarkeðjur
hafa bæst í safn Haga en Skeljungur fer úr því til Pálma Haraldssonar.
Hagar selja Skeljung
og kaupa í Kringlunni
MARKAÐSPUNKTAR...
Avion Group hf. hefur lokið sölu
á skuldabréfum fyrir 160 milljónir
Bandaríkjadala, tæplega 10,4 milljarða
íslenskra króna. Bréfin eru til fimm ára
og greiðist höfuðstóllinn að þeim tíma
loknum.
Hagnaður Bakkavarar á fjórða ársfjórð-
ungi nam 11,3 milljónum punda, 1.229
milljónum króna, og jókst um 157
prósent milli ára. Aukninguna má fyrst
og fremst rekja til yfirtöku Bakkavarar
á Geest.
Verðbólgan á Íslandi er aðeins 1,3
prósent samkvæmt samræmdri vísitölu
neysluverðs miðað við 2,2 prósent að
meðaltali í ríkjum EES. Íbúðaverð er ekki
meðtalið í samræmdu vísitölunni.
Sissener á réttri leið
Verðbréfafyrirtækið Kaupthing
í Noregi og forstjóri þess, Jan
Petter Sissener, hafa náð
yfirlýstu markmiði sínu um
að komast inn á lista yfir tíu
umsvifamestu verðbréfa-
fyrirtækin í Kauphöllinni
í Osló. Samkvæmt tölum
kauphallarinnar sem birtar
voru í gær er Kaupthing í
níunda sæti, en var í janúar
í 23. sæti. Sissener lítur þó
ekki á árangurinn nema sem
áfanga á réttri leið, því
innan þriggja ára
segist hann vilja vera
með Kaupthing á
topp fimm ...og innan
fimm ára meðal
þriggja efstu. Kaup-
thing er nú skráð fyrir
3,76 prósentum viðskipta í Kauphöllinni en
DnB Nor Markets, sem er efst á listanum,
fyrir 9,2 prósentum.
Gróði og tap í FlyMe
Rekstur sænska lággjaldaflugfélagsins
FlyMe skilaði 1,4 milljarða tapi á síðasta
ári og jókst tapið um 27 prósent á milli
ára. Stjórnendur FlyMe eru þó bjartsýnir
á að félagið fari að skila hagnaði á seinni
hluta þessa árs. Fjölmargir Íslendingar eiga
bréf í FlyMe en stærsti hluthafinn er Fons.
Á dögunum lauk hlutafjárútboði þar sem
selt var hlutafé fyrir 2,3 milljarða króna og var
tíföld umframeftirspurn. Hluthöfum
var boðið að kaupa 10 hluti fyrir
hvern einn sem þeir áttu fyrir á
genginu 3 sænskir aurar. Viðskipti
hafa verið með þessi nýju bréf á
genginu 6-7 aurar þannig að hækk-
unin eftir útboð er að minnsta
kosti tvöföld.
Peningaskápurinn